Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2016 29
Nýfæddir Vestlendingar
Borgarbyggð -
miðvikudagur 16. nóvember
Kvæðamannafélagið Snorri í Reyk-
holti, opin æfing og fundur kl. 20. Allir
velkomnir.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 16. nóvember
Rússakvöld. Spilaður verður Rússi á
Kaffi Brák frá kl. 19 - 21. Allir velkomnir.
1000 kr. inn og innifalið kaffi og kökur.
Dalabyggð -
fimmtudagur 17. nóvember
Félagsvist í Rauðakrosshúsinu kl. 13
-15:30. Kaffiveitingar verða í boði.
Akranes -
fimmtudagur 17. nóvember
ÍA mætir Fjölni í 1. deild karla í körfu-
knattleik kl. 19:15 í íþróttahúsinu við
Vesturgötu.
Stykkishólmur -
fimmtudagur 17. nóvember
Úrvalsdeild karla: Snæfell - Skalla-
grímur kl. 19:15.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 17. nóvember
Prjóna-bóka-kaffi í Bókhlöðunni í
Snorrastofu kl. 20 - 22. Kvöldstund við
hannyrðir, bókaspjall og kaffisopa.
Safnið er opið til útlána og gestir eru
hvattir til að koma með uppskriftir og
hugmyndir að hvers kyns handverki.
Auk þess hafa kvöldin reynst góður
vettvangur fyrir þá, sem hafa frá ein-
hverju fróðlegu og skemmtilegu að
segja eða vilja kynna viðfangsefni sín
og hugðarefni á annan hátt. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
Reykjavík -
fimmtudagur 17. nóvember
Hagyrðingakvöld í Breiðfirðingabúð kl.
20. Barðstrendingafélagið og Breiðfirð-
ingafélagið eiga að þessu sinni eins og
undanfarin ár samvinnu um breiðfirskt
hagyrðingakvöld, sem verður í Breið-
firðingabúð við Faxafen. Valinkunnir
hagyrðingar verða á sviðinu.
Snæfellsbær -
fimmtudagur 17. nóvember
Tónleikar með THE LIVING ARROWS í
Frystiklefanum í Rifi.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 17. nóvember
Björn Thor í Landnámssetrinu. Björn
Thoroddsen leikur ásamt söngkon-
unni Önnu Þuríði Sigurðardóttur og
tríói sínu í Landnámssetrinu Borgar-
nesi. Efnisskrá tónleikanna eru lög af
nýútkomnum geisladisk þeirra Björns
og Önnu auk ýmissa ópusa sem fylgt
hafa Birni í gegnum árin. Tónleikarnir
hefjast kl. 21 og er aðgangseyrir kr.
2.500.
Hvalfjarðarsveit -
föstudagur 18. nóvember
Lögbundin hunda- og kattahreinsun
í Hvalfjarðarsveit. Hreinsunin fer
fram að Skipanesi á milli kl. 17 - 19.
Gunnar Gauti Gunnarsson, dýralæknir
Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, annast
hreinsunina.
Borgarbyggð - laugardagur 19.
nóvember
List og handverk í Brugghúsinu á
Steðja frá kl. 12 - 17. Sölusýning á
listmunum og handverki í samstarfi
við Brugghúsið á Steðja. Sjö listakon-
ur úr Borgarbyggð verða með verk á
sýningunni. Léttar veitingar í boði. Allir
hjartanlega velkomnir.
Stykkishólmur -
laugardagur 19. nóvember
Jólahlaðborð Fosshótel Stykkishólmi.
Pantanir í síma 430-2100 og á stykkis-
holmur@fosshotel.is
Borgarbyggð - laugardagur 19.
nóvember
PubQuiz á Kaffi Brák frá kl. 19:30 - 23.
Þemað er íslenskar kvikmyndir.
Borgarbyggð -
sunnudagur 20. nóvember
List og handverk í Brugghúsinu á
Steðja frá kl. 12 - 17. Sölusýning á
listmunum og handverki í samstarfi
við Brugghúsið á Steðja. Sjö listakon-
ur úr Borgarbyggð verða með verk á
sýningunni. Léttar veitingar í boði. Allir
hjartanlega velkomnir.
Eyja- og Miklaholtshreppur -
sunnudagur 20. nóvember
Jólamarkaður á Breiðabliki frá kl. 12
- 18.
Akranes - sunnudagur 20. nóvem-
ber
ÍA mætir FSu í 1. deild karla kl. 19:15 í
íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Borgarbyggð -
þriðjudagur 22. nóvember
Hunda- og kattahreinsun í Slökkvi-
stöðinni í Borgarnesi frá kl. 17 - 19:30.
Viðbótardagur fyrir eigendur allra
hunda og katta í sveitarfélaginu.
Borgarbyggð -
þriðjudagur 22. nóvember
Aðalfundur Krabbameinsfélags
Borgarfjarðar verður haldinn í sal
Brákarhlíðar kl. 20.
Á döfinni
Íbúð á Kveldúlfsgötu 18 í
Borgarnesi til leigu
Þrjú svefnherbergi og stofa á
jarðhæð, 107 fermetrar, nýupp-
gerð. Nánari upplýsingar:
gkarlbjarnason@gmail.com.
Óska eftir Hondu MT eða MB
50/ SS50
Óska eftir Hondu MT eða MB 50/
SS50 varahlutum eða hjóli í vara-
hluti, hvað sem er. Vantar mikið
og get notað allt endilega ef
menn vilja losna við eitthvað úr
kompunni hjá sér þá skal ég losa
ykkur við það. Verð samkomulag.
Sími 896-0158, valur@heimsnet.
is.
Borgarnes dagatalið 2017
Veggdagatal með 13 myndum úr
Borgarnesi. Skoða má myndirnar
og fá nánari upplýsingar á slóð-
inni: www.hvitatravel.is/dagatal.
LEIGUMARKAÐUR
17. september. Stúlka. Þyngd
2.415 gr. Lengd 44 sm. Foreldrar:
Kristín Rós Jóhannesdóttir og
Martin Markvoll, Stykkishólmi.
Ljósmóðir: Ósk Geirsdóttir, LSH.
8. nóvember. Drengur. Þyngd
3.772 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar:
Þorbjörg Dagný Kristbjörnsdóttir
og Björn Elvar Björnsson,
Borgarnesi. Ljósmóðir: Ásthildur
Gestsdóttir.
Markaðstorg
Vesturlands
TIL SÖLU
ÓSKAST KEYPT
9. nóvember. Stúlka. Þyngd
4.154 gr. Lengd 55 sm. Foreldrar:
Dagrún Davíðsdóttir og Kristinn
Darri Arinbjargarson, Reykjavík.
Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir.
10. nóvember. Drengur. Þyngd
3.514 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar:
Íris Björk Ásgeirsdóttir og Jakob
Valgarð Óðinsson, Mosfellsbæ.
Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir.
Á Akranesi
Ný bók um mannlífið á Skaganum
eftir Ásmund Ólafsson
Útgáfutilboð
Höfundur áritar í Eymundsson
á Akranesi fimmtudaginn 17. nóv.
milli kl. 16.30 og 18.00
Bókin fæst einnig hjá útgefanda - Sími: 863-4972 - kristjan@arbok.is
11. nóvember. Stúlka. Þyngd
4.002 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar:
Sigrún Elsa Viðarsdóttir og
Sólmundur Helgi Hjaltalín
Rögnvaldsson, Akranesi.
Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir.
12. nóvember. Drengur. Þyngd
3.188 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar:
Brigita Slapsinskiene og Jónas
Slapsinskas, Akranesi. Ljósmóðir:
Lóa Kristinsdóttir.
Í sannleika sagt, þá er það tæplega
svo að jafnaðarmenn séu búnir að ná
áttum eftir nýliðnar kosningar. Enn
velta karlar og konur vöngum yfir
niðurstöðum og því afdráttarlausa
hruni sem er veruleikinn í okkar röð-
um. Reykjavíkurkjördæmin bæði og
Suðvesturkjördæmi eru auðnin ein,
rjúkandi rústir. Takmark okkar um að
verja þingsæti jafnaðarmanna í Norð-
vesturkjördæmi náðist reyndar og það
eitt er gleðiefni. Í ljósi þeirra góðu
málefna sem leitast var við að kynna,
þeirrar miklu vinnu sem fjölmargir
lögðu á sig í sérkennilegum og stutt-
um aðdraganda, þá leitar mjög á hug-
ann hvernig það megi vera, að svona
sé komið fyrir jafnaðarmönnum á Ís-
landi.
Fyrir höndum er umræða um þetta
í okkar hópi og gagnrýnin skoðun
á þeim tilvistarvanda sem við blas-
ir. Í kosningabaráttunni var hverjum
steini velt við í leit að lausnum okk-
ur til framdráttar og til þess að vekja
athygli á hugsjónum okkar, stefnu
og markmiðum. Allt kom fyrir ekki,
jafnaðarmenn ganga fáliðaðir til
þings að þessu sinni en staðráðnir í
að vinna baráttumálunum framgang
og leitast við að hafa áhrif í öllum
þeim áherslumálum sem við kynnt-
um í kosningabaráttunni, umbótum í
þágu venjulegs fólks. Efst í huga eru
auðvitað þau mál sem snerta barna-
fjölskyldur, eldri borgara og öryrkja
sem höllustum fæti standa. Þetta var
rauði þráðurinn í málflutningi okkar,
að auka réttlæti og sanngirni í samfé-
laginu. Sumir flokkar lofuðu miklu í
þessu sambandi og
við munum halda
þeim við efnið.
Ég vil þakka af
heilum hug öllum
þeim sem lögðu okkur lið með stuðn-
ingi í kosningunum, við undirbúning
og í aðdraganda. Stuðningsmenn og
sjálfboðaliðar lögðu margir nótt við
dag og unnu dýrmætt starf. Fyrir
öll hin góðu samskipti, ný kynni við
fjölmarga og mikla fórnfýsi af þeirra
hálfu er ég þakklátur. Við látum ekki
deigan síga, drögum lærdóm af sér-
kennilegri og erfiðri reynslu, nýtum
vel þau spil sem við höfum á hend-
inni, höldum áfram og eflumst á ný.
Guðjón S. Brjánsson, alþingismaður
Pennagrein
Sól rís á ný