Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 20172 ar um landshlutann og kynni þar bæði þjónustuna sem til stend- ur að veita og það sem Stígamót standa fyrir. Guðrún Jónsdótt- ir talskona Stígamóta segir í sam- tali við Skessuhorn að framundan sé að ræða við fagfólk sem tengist málaflokknum; starfsfólk heilsu- gæslu, félagsþjónustu, presta, lög- reglu, skólastjóra á öllum skóla- stigum, íþrótta- og tómstunda- fulltrúa og fleiri. „Frá 16. janú- ar næstkomandi höldum við ann- ars vegar lokaða fundi með fag- fólki en hins vegar opna kynning- arfundi fyrir almenning. Þá mun- um við einnig heimsækja stærstu framhaldsskólana,“ segir Guðrún. „Nú þegar hefur verið ákveðið að bjóða upp á þjónustuna og mun Erla Björg Kristjánsdóttir félags- ráðgjafi verða reglulega hálfsmán- aðarlega í Borgarnesi. Hún mun bjóða upp á ókeypis ráðgafavið- töl fyrir fólk sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi. Fyrir hrun voru Stígamót í einn vetur með þjónustu á Vest- urlandi, bæði í Borgarnesi og Grundarfirði. Þeirri þjónustu var hætt sökum fjárskorts. Starfsemi Stígamóta hefur verið í Reykjavík allt frá stofnun 1990 og frá 1997 á Austfjörðum og með hléum á ýmsum öðrum stöðum á lands- byggðinni. Guðrún segir að stað- setningin í Borgarnesi sé valin út frá því hversu miðsvæðis bærinn er fyrir íbúa á Vesturlandi. Hvað eru Stígamót? Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fólki sem hefur ver- ið beitt kynferðisofbeldi. Sam- tökin voru sett á stofn árið 1990 og frá upphafi hefur meginmark- mið þeirra verið aðstoð og ráðgjöf fyrir konur og karla sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. Til Stíga- móta getur fólk leitað stuðnings og deilt reynslu sinni með öðr- um, sem einnig hafa verið beitt- ir slíku ofbeldi eða þekkja það vel. „Með kynferðisofbeldi er, auk sifjaspella, nauðgana og kynferðis- legrar áreitni, einnig átt við klám, vændi og mansal enda er það reynsla Stígamóta jafnt og ann- arra kvennasamtaka í heiminum að það tekur langan tíma að vinna úr þeirri erfiðu ofbeldisreynslu sem vændi er og að klám er ein birtingarmynd vændis. Mansal er nútíma þrælasala og algengasta form mansals er mansal til kynlífs- þjónustu,“ segir m.a. í kynningu á Stígamótum. Í Skessuhorni í næstu viku mun nánar verða greint frá staðsetn- ingu kynningarfunda á Vestur- landi og rætt við talskonur Stíga- móta. mm Síðastliðinn föstudag var borinn til grafar í Stykkishólmi Ágúst Guð- mundur Bjartmars, heiðursborgari Stykkishólmsbæjar. Ágúst var fædd- ur í Stykkishólmi 13. janúar 1924 og bjó þar alla tíð. Hann lést á Dvalar- heimili aldraðra í Stykkishólmi 17. desember síðastliðinn en þar hafði hann búið síðustu æviár sín. Ágúst var húsasmiður að mennt, var kvæntur Maggý Lárentsínus- dóttur og eignuðust þau þrjú börn. Árið 2012 var Ágúst kjörinn heið- ursborgari Stykkishólmsbæjar fyrir mjög farsæl störf í þágu samfélagsins í Stykkishólmi. Hann var einn aðal- hvatamaður að stofnun Iðnskólans sem starfaði um árabil í Hólminum og lagði mikið af mörkum í upp- byggingu iðngreina í bænum. Ágúst var einn af stofnendum og eigend- um Trésmiðju Stykkishólms og var oddviti Stykkishólmshrepps á árun- um 1970-1978 en hann lauk starfs- ferli sínum sem handavinnukennari við Grunnskólann í Stykkishólmi. Þá var hann mikill íþróttamaður og vann fimm sinnum Íslandsmeist- aratitil í badminton. Ágúst var þar að auki einn af stofnendum Lions- klúbbs Stykkishólms og söng bæði í karla- og kirkjukórnum. grþ Andlát - Ágúst Guðmundur Bjartmars heiðursborgari Stykkishólms Minnt er á að víða er boðið upp á þrett- ándaskemmtanir í sveitarfélögum í lands- hlutanum. Útlit er fyrir umhleypingasama tíð næstu daga á landinu. Vaxandi sunnanátt verður í dag, víða 8-15 m/sek. Snjókoma og síðar slydda eða rigning og hiti 1 til 5 stig sunn- an- og vestantil, en yfirleitt þurrt norðan- og austanlands og hlýnar þar smám sam- an. Á fimmtudag er gert ráð fyrir sunn- anátt 15-25 m/s og talsverðri eða mik- illi rigningu eða slyddu, en úrkomulítið verður norðaustanlands. Hiti 0 til 7 stig. Suðvestlægari, 15-23 upp úr hádegi, élja- gangur og kólnandi veður, fyrst vestan- til. Víða frost undir kvöld. Á föstudag er minnkandi vestanátt og él vestantil og við norðurströndina. Frost 0 til 8 stig. Suðlæg- ari, 8-13, um kvöldið, slydda eða rigning sunnan- og vestanlands og hlýnar í veðri. Á laugardag verður suðvestanátt, 8-15 m/ sek og skúrir og síðar él. Víða frostlaust en kólnar smám saman. Á sunnudag er svo spáð vestlægri átt og éljum sunnan- og vestanlands. Yfirleitt frostlaust við sjó- inn en annars vægt frost. Gengur í aust- an 10-15 um kvöldið með snjókomu en slyddu með suðurströndinni. Eftir helgina er síðan von á fleiri lægðum með úrkomu í fljótandi og síðan föstu formi. Yfir hátíðirnar var spurning vikunnar á Skessuhornsvefnum: „Hvernig fannst þér árið sem nú er runnið sitt skeið?“ Mik- ill meirihluti er ánægður með nýliðið ár. Flestir telja það hafa verið gott, eða 33% en næstflestir gáfu því hæstu einkunn, mjög gott, eða 28%. Á pari við önnur ár sögðu 22%. Loks voru 9% sem sögðu árið hafa verið slæmt og 8% sögðu það hafa verið mjög slæmt. Alls voru 462 sem tóku þátt í könnuninni. Í þessari viku er einfaldlega spurt: „Hvernig fannst þér áramótaskaupið?“ Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur á Akranesi náði þeim frábæra árangri skömmu fyr- ir jól að öðlast þátttökurétt á LET Evrópu- mótaröðinni í golfi. Stórt ár er því fram- undan hjá þessum öfluga kylfingi. Valdís Þóra er Vestlendingur vikunnar. Rætt er við hana í Skessuhorni í dag. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Söngbræður í stærra hús BORGARFJ: Karlakórinn Söngbræður stefnir á árlega stórveislu kórsins laugardaginn 14. janúar næstkomandi klukk- an 20. Vegna mikillar aðsókn- ar undanfarin ár, þar sem mun færri hafa komist að en vildu, hefur verið ákveðið að veisl- an verði að þessu sinni hald- in í Félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi, en ekki í Loga- landi. Matseðillinn verður þó óbreyttur, en í boði verða svið frá Fjallalambi og saltað hrossa- kjöt ásamt tilheyrandi meðlæti. Til skemmtunar verður söngur, fjöldasöngur og þá munu hag- yrðingar stíga á stokk. Nánari upplýsingar má finna í auglýs- ingu hér í blaðinu. -mm Karfan af stað eftir jólafrí Vesturland: Keppni í Íslands- mótinu í körfuknattleik hefst að nýju eftir jólafrí á næstu dög- um. Þannig hefst síðari um- ferð Domino‘s deildar karla á morgun, fimmtudaginn 5. janú- ar. Skallagrímur tekur á móti Haukum og Snæfell fær ÍR í heimsókn. Keppni í 1. deild karla hefst sömuleiðis á morg- un þegar ÍA tekur á móti botn- liði Ármanns. Domino‘s deild kvenna hefst að nýju á laugar- daginn þegar Skallagrímur tek- ur á móti Val en Íslandsmeist- arar Snæfells heimsækja topp- lið Keflavíkur í stórleik um- ferðarinnar. Sömuleiðis er leik- ið í 3. deild karla á laugardag- inn. Grundfirðingar eiga þar nokkuð ferðalag fyrir höndum en þeir leika útileik gegn liði Sindra á Höfn í Hornafirði. -kgk Fremur hófstill áramótagleði VESTURLAND: Áramóta- gleði Vestlendinga fór að lang- mestu leyti vel fram að sögn lögreglu. Þó kom lögregla all- oft til aðstoðar vegna ýmiskon- ar vandræðagangs sem oftar en ekki tengdist ölvun. -mm FJARNÁM Skráning á vorönn 1 . janúar á slóðinni www.fa.is/fjarnam Ágúst Guðmundur Bjartmars var gerður að heiðursborgara Stykkishólms árið 2012. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Stígamót hafa ákveðið að hefja reglubundna þjónustu á Vest- urlandi á tveggja vikna fresti. Starfsemin verður í Borgarnesi og í boði verða gjaldfrjáls við- töl við félagsráðgjafa fyrir fólk af öllu Vesturlandi. Nú í þriðju viku janúar stendur til að samtök- in haldi kynningarfundi víðsveg- Stígamót taka upp þjónustu á Vesturlandi Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.