Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2017 23 Nýfæddir Vestlendingar Grundarfjörður - miðvikudagur 4. janúar Sjómenn á Snæfellsnesi! Fundur í 59 Bistro Bar, Grundargötu 59 Grundarfirði, kl. 14. Verkalýðsfélag Snæfellinga. Reykhólahreppur - miðvikudagur 4. janúar Örnámskeið í gerð styrkumsókna. Örstutt námskeið haldið í bóka- safninu á Reykhólum og hefst kl. 17. Skúli Gautason menningarfulltrúi Vestfjarða heldur námskeiðið og býður upp á spjall og ráðgjöf í kjölfarið. Borgarbyggð - fimmtudagur 5. janúar Úrvalsdeild karla í körfuknattleik: Skallagrímur mætir Haukum í Borgarnesi kl. 19:15. Stykkishólmur - fimmtudagur 5. janúar Úrvalsdeild karla í körfuknattleik: Snæfell mætir ÍR í Stykkishólmi kl. 19:15. Akranes - fimmtudagur 5. janúar 1. deild karla í körfuknattleik: ÍA mætir Ármanni í íþróttahúsinu við Vesturgötu kl. 19:15. Akranes - föstudagur 6. janúar Hin árlega þrettándabrenna verður haldin við „þyrlupallinn“ á Jaðars- bökkum. Blysför hefst við Þorpið að Þjóðbraut 13 kl. 18. Álfar, tröll og jólasveinar munu leiða gönguna að brennunni þar sem jólin verða kvödd. Að venju er það Björgunar- félag Akraness sem sér um brenn- una og flugeldasýningu sem hefst um kl. 18.30. Að því loknu býður Íþróttabandalag Akraness gestum í Íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökk- um þar sem tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Akraness 2016 og boðið uppá veitingar. Borgarbyggð - föstudagur 6. janúar Guðmundur Andri Thorsson segir frá langafa sínum í Landnámssetri Íslands kl. 20. Ævi athafnamannsins Thors Jensen var mikið „Kolbíts ævintýri“. Hann kom til Íslands árið 1878, fátækur föðurlaus unglingur aðeins 14 ára gamall til að gerast búðarsveinn hjá Bryde kaupmanni á Borðeyri. Hann kynnist lífs- förunaut sínum Margréti Þorbjörgu, kemur undir sig fótunum og verður ríkasti maður landsins. Borgarbyggð - föstudagur 6. janúar Þrettándagleði 2017 verður haldin í Englendingavík í Borgarnesi kl. 20. Flugeldasýning í boði Borgar- byggðar, Björgunarsveitarinnar Brákar, Borgarnesi og Björgunar- sveitarinnar Heiðars, Varmalandi. Fjöldasöngur, jólasveinar, heitt súkkulaði, smákökur og gleði. Ekki er leyfilegt að koma með eigin flug- elda á svæðið. Dalabyggð - föstudagur 6. janúar Félagsvist í Árbliki kl. 20. Kvenfé- lagið Fjóla heldur fyrsta kvöldið af þriggja kvölda keppni í félagsvist í Árbliki. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Frítt fyrr 14 ára og yngri. Kaffiveit- ingar að lokinni spilamennsku. Akranes - föstudagur 6. janúar Danshljómsveitin TaMango 60+ föstudag í FEBAN salnum. Húsið opnar kl.21. Miðaverð 1.500 kall - enginn posi. Tvist og tjútt. Akranes - föstudagur 6. janúar Eftir þriggja ára hlé er loks komið að Handymenballi á Gamla Kaup- félaginu. Ný og gömul lög, aðallega gömul. Handymen er starfsmanna- hljómsveit Sjúkrahúss Akraness. Hana skipa: Halldór sjúkraflutnings- maður og smiður, Fritz skurðlæknir, Ólafur Frímann sjúkraflutningsmað- ur og málari og Haraldur geðlæknir to be (handverksmaður hugans). Aðgangur ókeypis. Grundarfjörður - laugardagur 7. janúar Í tilefni þess að 4. janúar 2017 eru liðin 40 ár frá því að leikskólastarf hófst í Grundarfirði, verður opið hús í leikskólanum Sólvöllum frá kl. 14 til 16. Allir velkomnir. Borgarbyggð - laugardagur 7. janúar Úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik: Skallagrímur mætir Val í Borgarnesi kl. 16:30. Akranes - sunnudagur 8. janúar Sunnudagaskóli kl. 11 í Akranes- kirkju. Barna- og unglingastarf hefst í næstu viku. Hvanneyri - sunnudagur 8. janúar Fyrsti sunnudagur eftir þrettánda. Morgunbænir kl. 11 í Hvann- eyrarkirkju. Á döfinni Borgarnes dagatalið 2017 Veggdagatal með 13 mynd- um úr Borgarnesi. Skoða má myndirnar og fá nánari upplýsingar á slóðinni: www. hvitatravel.is/dagatal Fæst á Olís í Borgarnesi. Netnámskeið – http://fjarkennsla.com Hagnýt netnámskeið. Fjöl- breytt og gagnleg fjarnám- skeið; bókhalds- og tölvun- ámskeið, mannauðsstjórnun, skattskil fyrirtækja o.fl. Skrán- ing:http://fjarkennsla.com, 553-7768, 898-7824. ÝMISLEGT 29. desember. Drengur. Þyngd 3.640 gr. Lengd 51,5 sm. Foreldrar: Sigríður Birna Róbertsdóttir og Atli Már Bjarnason, Reykjavík. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. Markaðstorg Vesturlands TIL SÖLU Markaðstorg Vesturlands Skráðu SMáauglýSinguna á www.SkeSSuhorn.iS fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM 2. janúar. Stúlka. Þyngd 3.508 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: María Sigríður Kjartansdóttir og Gunnar Þóroddsson, Akranesi. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. 2. janúar. Stúlka. Þyngd 4.252 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Ásdís Ösp Ásgeirsdóttir og Stefán Logi Grímsson, Akranesi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 3. janúar. Drengur. Þyngd 3.474 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Svanfríður Arna Jóhannsdóttir og Sigurður Grétar Ágústsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Nú líður að kjöri á Íþróttamanni Akraness fyrir árið 2016 og af- hendingu á Friðþjófsbikarnum í 26. skipti, en 15 íþróttamenn eru tilefndir að þessu sinni. Kjör- inu verður lýst að kvöldi þrett- ándans, föstudaginn 6. janúar nk. Valið fer fram með þeim hætti að níu manna nefnd greiðir atkvæði í kjörinu en auk þeirra er eitt at- kvæði sem gefið er í almennri kosningu á vef Akraneskaup- staðar. Valið er í fyrsta, annað og þriðja sæti. Eftirtaldir eru tilnefndir: Badmintonmaður ársins: Drífa Harðardóttir Fimleikamaður ársins: Harpa Rós Bjarkadóttir Hestaíþróttamaður ársins: Jakob Svavar Sigurðsson Hnefaleikamaður ársins: Bjarni Þór Benediktsson Íþróttamaður Þjóts: Lena Kristín Hermannsdóttir Karatemaður ársins: Amalía Sif Jessen Kylfingur ársins: Valdís Þóra Jónsdóttir Keilumaður ársins: Magnús Sigurjón Guðmundsson Knattspyrnumaður ársins: Garðar Bergmann Gunnlaugsson Knattspyrnukona ársins: Megan Lea Dunnigan Knattspyrnumaður Kára: Sigurjón Guðmundsson Kraftlyftingamaður ársins: Einar Örn Guðnason Körfuknattleiksmaður ársins: Jón Orri Kristjánsson Sundmaður ársins: Ágúst Júlíusson Vélhjólaíþróttamaður ársins: Þorbjörn Heiðar Heiðarsson. mm Líður að kjöri á Íþrótta- manni Akraness 2016 Knattspyrnudeild Víkings Ólafs- vík og Guðmundur Steinn Haf- steinsson hafa undirritað samning út keppnistímabilið 2017. Guð- mundur lék með Víkingi á árunum 2011-2013 og spilaði á þeim tíma 79 leiki og skoraði 35 mörk. „Það er stjórn Víkings mikið ánægjuefni að skrifa undir samning við Guð- mund Stein og fá þennan fyrrver- andi leikmann í sínar raðir aftur,“ segir Jónas Gestur Jónasson for- maður Víkings. mm Guðmundur Steinn aftur í raðir Víkings Eins og greint var frá í Skessuhorni fyrir jól var samningi Snæfells við Sefton Barrett rift með samþykki bæði leikmannsins og félagsins. Sef- ton leiddi liðið í öllum tölfræðiþátt- um, var með 21 stig, 11,3 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik eftir fyrri umferð Domino‘s deildar karla. Ingi Þór Steinþórsson þjálf- ari hafði hins vegar gagnrýnt hug- arfar leikmannsins nokkuð í viðtöl- um fyrir jól. Því var afráðið að rifta samningnum og sneri Sefton ekki til baka eftir jólafrí. Síðan þá hefur hann samið við finnska úrvalsdeild- arliðið Nokia en Snæfell hefur leit- að að nýjum erlendum leikmanni. Sú leit er á enda því á mánudag var greint frá því að félagið hefði samið við Christian David Covile, 23 ára bakvörð sem útskrifaðist frá Adri- an háskólanum síðasta vor. Hann lék með liði skólans í neðri deild- um bandaríska háskólaboltans síð- asta vetur þar sem hann skoraði 20,8 stig og tók 8,2 fráköst að með- altali í leik. „Pappírsmálin eru í gangi hjá Út- lendingastofnun og vonandi munu þau mál vinnast hratt og örugg- lega,“ segir í tilkynningu á Facebo- ok-síðu körfuknattleiksdeildar Snæ- fells, en fyrsti leikur liðsins á nýju ári er heimaleikur gegn ÍR á morg- un, fimmtudaginn 5. janúar. kgk Snæfell semur við erlendan leikmann

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.