Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2017 7 MINNA MÁL MEÐ SAGAPRO VINSÆL VARA VIÐ TÍÐUM ÞVAGLÁTUM „SagaPro hefur gagnast mér fyrst og fremst þannig að lífsgæðin eru betri, ekki sífelldar áhyggjur af því hvar næsta salerni sé að finna og svefninn er betri af sömu ástæðum. Lífið er einfaldara með SagaPro.“ Helga Arnardóttir 45 ára, húsmóðir Fæst í helstu apótekum og matvöruverslunum „SagaPro hefur aukið mína hvíld með órofnum nætursvefni og ég er einnig alveg laus við tíð þvaglát á daginn.“ Bjarni Grímsson, 61 árs framkvæmdastjóri Vancouver, Whistler & Victoria sp ör e hf . Vor 4 Í þessari ferð okkar vestur á Kyrrahafsströnd er margt að sjá og upplifa. Stórborgin Vancouver hefur upp á ótalmargt að bjóða og munum við heimsækja hinn fallega Stanley Park, markaðina á Granville Island, sigla yfir á Vancouvereyju og líta merkasta skrúðgarð veraldar, Butchart Gardens ásamt því að halda upp í fjöllin til Whistler. Njóttu dásamlegrar vorkomu á Vesturströndinni. 20. apríl - 2. maí Fararstjóri: Jónas Þór Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 288.400 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið! Þegar líður að áramótum hefur lengi tíðkast hér á landi að kaupa flugelda og kveðja gamla árið með hvelli. Margir hafa mjög gaman af flugeldunum og björgunarsveitir landsins hafa alla tíð verið stærsti innflutnings- og söluaðili á flug- eldum. Í aðdraganda flugeldasölu björgunarsveitanna fyrir nýafstað- in áramót ræddi Skessuhorn við Ásgeir Sæmundsson hjá Björgun- arsveitinni Brák í Borgarnesi, en hann hafði umsjón með flugelda- sölu sveitarinnar líkt og undanfar- in ár. Greinin birtist á vef Skessu- horns. Þar ræddi Ásgeir gang flugeldasölunnar og brýndi fyrir fólki að fara varlega við meðferð skotelda. En jafnframt lýsti hann áhyggjum sínum þess efnis því að björgunarsveitirnar gætu átt von á miklu tekjutapi á komandi árum. Þó að sala á neyðarkallinum hafi komið sterk inn undanfarin ár tel- ur Ásgeir, gróflega áætlað, að hjá flestum sveitum standi flugelda- salan enn undir á bilinu 85-90% tekna. Hann kveðst hins vegar hafa áhyggjur af þessari stærstu fjáröflunarleið björgunarsveit- anna til framtíðar. Ástæðan er sú að breytingar á reglugerð um skotelda taka gildi á nýja árinu, skv. Evróputilskipun. Stærstu vörurnar teknar út af markaði Breytingin á tilskipuninni fel- ur í sér að allir flugeldar þurfa að uppfylla svokallaða CE-stöðl- un og framleiðendur og innflytj- endur skulu hafa lagað sig að nýj- um reglum eigi síðar en 15. janúar næstkomandi. Samkvæmt reglu- gerðinni má ekki lengur selja þá skotelda sem falla í fjórða og kraftmesta flokk flugelda sem Landsbjörg selur. Í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í des- ember segir að í þeim flokki sé 21 tegund af skottertum og bomb- um sem Landsbjörg selur undir yfirheitinu „Bardagar og risatert- ur“. Landsmenn kannast ef til vill við skotkökurnar Örlygsstaðabar- daga, Ingólfsbardaga, Hauganes- bardaga og Víg Snorra Sturluson- ar. Allar falla þær undir þennan fjórða flokk skotelda og verða því ekki fáanlegar að ári. „Mér skilst að það sem ekki selst af þess- um stærstu tertum í ár megum við nota í sýningar næstu tvö ár,“ segir Ásgeir og telur víst að þetta feli í sér tekjutap fyrir björgunar- sveitirnar. „Mín tilfinning er sú að þetta verði upphafið að endinum. Ég held það sé ljóst að við mun- um tapa á þessu og flugeldasala muni dragast saman í framtíðinni. Hvort sem það tekur fimm ár eða tíu þá skerðir það verulega okkar möguleika þegar kemur að þessari aðal fjáröflun björgunarsveitanna að það falli út allar stærstu og flottustu vörurnar,“ segir hann. kgk Spáir upphafi að endalokum flugeldasölu Hefð er fyrir því á Íslandi að gamla árið sé kvatt með því að skjóta upp flugeldum. Hér þjóta nokkrir slíkir á loft við Englendingavík í Borgarnesi. Ljósm. úr safni. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.