Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 201722 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Auður H. Ingólfsdóttir, lektor við Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst, varði doktorsritgerð sína Climate Change and Security in the Arctic. Analysis of Norms and Values Shaping Climate Policy in Iceland í Háskólanum í Lapplandi 16. desember síðastliðinn. Um er að ræða sameiginlega doktorsgráðu frá Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Félagsvísindasviði Há- skólans í Lapplandi. Þar með eru allir fastir kennarar við Félagsvís- indadeild Háskólans á Bifröst með doktorsgráðu. Rannsóknarefni Auðar voru loftslagsbreytingar og öryggis- mál á Norðurslóðum og voru leið- beinendur Auðar þau Þorgerð- ur Einarsdóttir, prófessor í kynja- fræði við Stjórnmálafræðideild, og Lassi Heininen, prófessor í mál- efnum norðurslóða við Háskólann í Lapplandi. Andmælendur voru þau Dr. Teemu Palosaari og Dr. An- nica Kronsell. Dr. Lassi Heininen stjórnaði athöfninni. Hugtök úr femínisma og kynjafræði notuð sem greiningartæki Auður leitar svara við eftirfarandi spurningu í doktorsrannsókn sinni; Þrátt fyrir að loftslagsbreyting- ar ógni bæði náttúru og samfélög- um manna hefur alþjóðasamfélagið verið svifaseint að bregðast við. Hvaða pólitísku og efnahagslegu hagsmunir og menningarlegu gildi koma í veg fyrir að við grípum til aðgerða? Hún beitir tilviksrannsókn til að skoða áhrif lofts- lagsbreytinga, pólitíska orð- ræðu og und- i r l i g g j a n d i gildi þessarar orðræðu í einu ríki á Norð- urslóðum, Ís- landi. Rann- sóknin byggist á kenningum femin- ískrar mótunarhyggju þar sem hug- tök úr femínisma og kynjafræði eru notuð sem greiningartæki. Gögn- in sem stuðst er við samanstanda af stefnumarkandi skjölum, viðtölum við fólk sem hefur beitt sér í um- ræðu um loftslagsmál og ræðum stjórnmálamanna. „Tilviksrannsóknin sýnir að þrátt fyrir að fólk upplifi loftslagsbreyt- ingar sem ógn á Íslandi þá sé ógn- in óljós og fjarlæg og litlar rann- sóknir eru til um samfélagsleg áhrif hennar. Eftir greiningu á stefnu- mótun og orðræðu um loftslagsmál á Íslandi er niðurstaðan sú að þau undirliggjandi gildi sem vísa veg- inn í opinberri stefnumörkun eru hvorki afgerandi karllæg né kven- læg. Rannsóknin dregur hins vegar fram mikilvægi þess að horfa heild- stætt á umræðuna í samfélaginu og setja orðræðu um loftslagsbreyting- ar í samhengi við ríkjandi orðræðu um öryggi og efnahagsþróun,“ segir Auður um niðurstöður rannsóknar- innar. Hægt er að nálgast rafræna út- gáfu af ritgerð Auðar á heimasíðu Háskólans á Bifröst. mó/mm Nýr doktor við félags- vísindadeildina á Bifröst Eldur kviknaði í bíl rétt við bæinn Brautarholt í Dölum á sjöunda tím- anum að kvöldi annars dags jóla. Fjögur ungmenni voru í bílnum og komust þau sjálf út þegar eldsins varð vart og sakaði ekki. Slökkvi- lið Dalabyggðar fór á staðinn og slökkti eldinn en bíllinn er gjöró- nýtur. Þetta var í annað skiptið í desem- ber sem slökkviliðið er kallað út vegna elds í bíl en 7. desember varð bíll alelda sunnan Austurárdals. sm Bílbruni í Dölum Enn eitt árið er liðið í aldanna skaut. Upplifun hvers og eins af hverju ári getur að sjálfsögðu ver- ið margvísleg, sigrar, töp, gleði, óhamingja eða hvað við viljum kalla hlutina. Eins dauði getur verið annars brauð. Um áramót er gjarnan farið yfir hvernig til hefur tekist á árinu. Margt hefur vafalítið gengið vel og annað miður eins og gengur í lífsins ólgusjó. Framundan er nýtt ár og enginn veit hvað það ber í skauti sér. Vafalítið munu skiptast á skin og skúrir á árinu sem er að hefjast og vandamálin verða mörg til að leysa. Ýmsar blikur eru á lofti, mynda þarf nýja ríkis- stjórn, sem enn hefur ekki tekist, enda þótt góður tími sé liðinn frá kosningum. Þarf að kjósa á nýjan leik eða munu hin mismunandi öfl samfélagsins sjá sig tilknúin til þess að vinna saman og sigla þjóðaskútunni sem öruggasta leið gegnum brimskafla þjóðlífsins? Auðvitað er það besta lausnin tak- ist að taka upp ný og bætt vinnu- brögð á Alþingi, þar sem þing- menn taka saman höndum um að leysa úrlausnarmálin á sem farsæl- astan hátt fyrir þjóðina. Eftir slík- um vinnubrögðum er kallað í dag. Spennandi verður að sjá hvernig ríkisstjórn við fáum. Ásetningur og markmið flestra er góður í upphafi hvers árs, en á slíkum tímamótum er algengt að fólk setji sér markmið, svo sem að hætta að reykja, auka líkamsrækt, vera góður við náungann eða ná einhverjum sérstökum áföngum á lífsleiðinni. Ekki síður er mikil- vægt að muna eftir öllum hinum góðu gildum lífsins. Margir geta fagnað góðum ár- angri á árinu, aðrir eiga um sárt að binda sökum ástvinamissis eða annarra óhappa. Við ástvinamissi eða áfall af einhverjum toga kem- ur vel í ljós hversu mikilvægt það er að eiga sanna vini og hafa kær- leikan að leiðarljósi. Við höfum öll þörf fyrir það að þörfum okkar sé mætt. Á aðventunni luku flest sveitar- félög í landinu við fjárhagsáætl- anir sínar, þar sem sett eru fram markmið um það sem gera skal á nýju ári. Jafnhliða þessari vinnu var skoðað hvernig til hefur tekist á yfirstandandi ári og hvað hefði mátt fara betur. Hér í Grundarfirði hefur at- vinnulífið blómstrað með ágætum bæði til lands og sjávar á árinu sem er að kveðja. Átök hafa verið nokk- ur á vinnumarkaði og tekist hefur að semja við suma hópa en ósam- ið er við aðra. Verkfall sjómanna er í gangi sem auðvitað er erfitt í sveitarfélagi eins og Grundarfirði sem byggir langstærstan hluta at- vinnulífs íbúa á fiskveiðum og fiskvinnslu. Vonandi tekst að leysa þessa deilu hið snarasta það er best fyrir alla. Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2016 gekk með ágætum. Mark- mið sem sett voru fram í fjárhags- áætlun nýliðins árs hafa að mestu gengið eftir. Náðst hefur að sinna allri grunnþjónustu í rekstri sveit- arfélagsins vel. Auk þess sem unn- ið hefur verið að margvíslegum framkvæmdum og má þar nefna lagfæringu sundlaugar, viðhald skóla, malbikun gatna, endurskoð- un aðalskipulags, lagfæringum við helstu ferðamannastaði í sveitar- félaginu Kirkjufellsfoss og Kolg- rafafjörð og margt fleira. Jafnframt hefur tekist að greiða nokkuð niður skuldir og er það mjög mikilvægt til þess að róð- urinn inn í framtíðina verði létt- ari. Skuldsetning sveitarfélagsins hefur til skamms tíma verið allt of mikil. Árangur hagræðingar og og aðhalds er að skila sér í lækk- un heildarskulda sveitarfélagsins. Þessi árangur mun auðvelda okk- ur að sinna skyldum sveitarfélags- ins til framtíðar. Í fjárhagsáætlun Grundarfjarð- ar fyrir árið 2017 var ákveðið að stilla álögum á íbúa í hóf. Marg- ar gjaldskrár eru óbreyttar milli ára. Má þar nefna fasteignagjöld, leikskólagjöld, sem verða óbreytt milli ára, fæðisgjald í leikskóla og skóla hækkar um áætlaða verðlags- breytingu. Gjaldskrár sundlaugar, bókasafns og tjaldsvæðis eru einn- ig að mestu óbreyttar. Ákvörðun um litlar hækkanir á gjaldskrám sveitarfélagsins skila sér til íbú- anna. Jafnframt er ákvörðunin tekin í þeirri von að hin alkunna verðbólga sem Íslendingar þekkja vel fari ekki á skrið. Mikill hagur er í því fólgin að verðbólgustig haldist lágt. Með því móti verð- ur mun betra að reka fyrirtæki og heimili landsins en ella væri. Nýta verður vel tækifæri, sem við höfum til þess að byggja upp atvinnu og þjónustu á svæðinu. Við þurfum að hlúa vel að grunn- atvinnugreinunum og auka veg þeirra sem mest. Mikilvægt er að nýta þá miklu möguleika sem felast í ört vaxandi ferðamanna- straumi til svæðisins. Áhugi fólks er mikill fyrir Snæfellsnesi, enda státar svæðið af gríðarlegri nátt- úrufegurð og hreinleika, sem óhætt er að halda á lofti. Jafnframt er mikilvægt að fjar- skipti séu góð og ekki lakari en best gerist á landinu. Nýjungar í frekari vinnslu sjávarafurða og líf- tækniiðnaður tengdur sjávarút- vegi er einnig mjög áhugaverður. Skapa þarf aukin fjölbreytileika í atvinnuflórunni þ.a. ungt mennta- fólk sjái sér hag í því að snúa heim til starfa að afloknu námi. Þrátt fyrir að ávallt sé nokkuð öldurót í efnahagsmálum þjóð- arinnar geta Grundfirðingar lit- ið björtum augum til framtíðar- innar. Með samstilltu átaki allra getum við gert gott samfélag enn betra. Landsbyggðafólk á óhikað að halda á lofti kostum þess að búa úti á landi, því þeir eru margir. Með bjartsýni og krafti bæjar- búa er ég fullviss um það að ný- byrjað ár verður gott fyrir okkur hér í Grundarfirði. Ég vil að lokum þakka fyrir samstarfið á árinu sem var að líða og óska öllum Grundfirðingum og nærsveitamönnum farsældar á komandi ári. Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri Grundarfirði Nýárspistill 2017 frá Grundarfirði Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.