Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 201710
Frá upphafi útgáfu hefur Skessu-
horn staðið fyrir útnefningu á
Vestlendingi ársins. Valið fer þann-
ig fram að kallað er eftir tilnefn-
ingum íbúa um þá sem þykja verð-
ugir þess að hljóta þetta sæmdar-
heiti fyrir árangur í starfi eða leik.
Að þessu sinni bárust tilnefningar
um 22 einstaklinga og vann dóm-
nefnd úr þeim. Vestlendingur árs-
ins 2016 er Andrea Þ. Björnsdótt-
ir á Eystri-Leirárgörðum í Hval-
fjarðarsveit. Hún er tilnefnd fyr-
ir einstaka ósérhlífni við að koma
til aðstoðar þeim sem þess þurfa.
Hún hefur m.a. stutt við söfnun
til handa Englaforeldrum og fyr-
ir sjúka. Yfirleitt fjármagnar hún
söfnun sína með því að kaupa
lakkrís og önnur sætindi í heild-
sölu og selja á mörkuðum og eftir
pöntunum. Þannig hefur hún nú
stutt við fjölda fólks með beinum
og óbeinum hætti. Kjörorð henn-
ar eru: „Það er ljúft að hjálpa.“
Þeir sem urðu í tíu efstu sæt-
um í kjöri á Vestlendingi árs-
ins eru í stafrófsröð: Andrea Þ.
Björnsdóttir, Bjarki Freyr Örv-
arsson í Ólafsvík, Bjarni Guð-
mundsson á Hvanneyri, Bryndís
og Sigurður á Miðhrauni í Eyja-
og Miklaholtshreppi, Hanna Jóns-
dóttir þroskaþjálfi í Stykkishólmi,
Hlédís Sveinsdóttir frumkvöðull á
Akranesi, Guðrún Jónsdóttir safn-
stjóri í Borgarnesi, Ingólfur Árna-
son forstjóri Skagans á Akranesi,
Sigursteinn Sigurðsson arkitekt í
Borgarnesi og forsvarsmaður Vit-
brigða Vesturlands og Unnsteinn
Þorsteinsson sjúkraflutningamað-
ur í Borgarnesi.
Ólst upp í frjálsræðinu
við fjörðinn
Andrea Þ Björnsdóttir er fædd og
uppalin í Grundarfirði, eitt af níu
systkinum úr stórum hópi. „Við
vorum níu samtals og þar af fjög-
ur alsystkini. Foreldrar mínir voru
þau Björn K Ásgeirsson skipstjóri
og Aðalheiður Lydia Guðmunds-
dóttir. Þau eru nú bæði látin. Ég
er fædd 1962 og ólst upp við það
frjálsræði sem einkenndi allt á
þessum tíma í firðinum fagra, frá
fjörunni og til fjalls. Við börn-
in lékum okkur úti frá morgni til
kvölds og eiginlega var aðal höf-
uðverkurinn að muna eftir að
mæta inn í matinn. Svo þegar
ég fór að stækka þá var ég pass-
andi börn fyrir hina og þessa, var
þá og er enn mikil barnakerling.
Eftir það tók við vinna í fiski, þá
mátti maður sko vinna, annað en
blessuðum börnunum er leyfilegt
í dag,“ segir Andrea. Um tvítugs-
aldurinn stofnar hún til fjölskyldu
og flutti á Akranes þar sem hún bjó
næstu tíu árin. Eftir að hún skildi
við fyrri mann sinn tók hún saman
við núverandi eiginmann, Magnús
Hannesson bónda á Eystri-Leir-
árgörðum. Þar hafa þau búið með
kýr. Barnahópurinn er stór því fyr-
ir átti Andrea þrjú börn og Magn-
ús fjögur. Barnabörnin eru tíu.
Leið vel á Akranesi
„Ég hef aldrei ætlað mér að verða
gömul sveitakona. Mér leið allt-
af vel á Akranesi og þar hefði ég
ekkert á móti að búa í ellinni. En
ástin virðir ekki sveitarfélaga-
mörk og einhvern veginn aðlagast
maður ágætlega lífinu í sveitinni.
Hér búum við með kýr í eins ró-
bóta fjósi og gengur búskapurinn
prýðilega. Mér líður ágætlega að
hafa nóg fyrir stafni og þótt mað-
ur sé innst inni ekki mikil sveita-
kerling, þá byggist þetta á að hafa
nóg fyrir stafni og líða einnig vel
félagslega. Ég á góðan mann og
fullt af duglegum börnum, þannig
að ekki kvarta ég.“
Byrjaði á söfnun fyrir
langveika stúlku
Andrea hefur stutt við ýmis góð
málefni á liðnum árum. „Hún
Guðbjörg dóttir mín á eiginlega
frumkvæðið að því að ég fór að
safna með nammisölu. Hún vildi
hjálpa lítilli langveikri stúlku sem
ættuð var úr Staðarsveitinni, en er
nú eitt af englabörnunum blessun-
in. Ég hafði verið að selja sultur og
annað á matarmörkuðum og bætti
einfaldlega við sölu á nammi og
gotteríi og lét afrakstur sölunnar
renna til foreldra litlu stúlkunnar
og eftir það í önnur þörf málefni.
Guðbjörg mín lendir síðan sjálf í
því að missa barn og á þátt í að fé-
lagið Englaforeldrar var stofnað af
fólki í sömu stöðu sem hafði misst
kornabörn. Englaforeldrar hefja
söfnun fyrir vöggu á fæðingadeild-
ina á Akranesi og tókst sú söfnun
alveg ótrúlega vel og það var góð
stund þegar við afhentum hana
uppi á sjúkrahúsi.“
Veitir mér hlýju
Eftir þetta segist Andrea hafa val-
ið sér viðfangsefni til að safna fyr-
ir. „Ég vel mér fólk sem ég held
að þurfi á stuðningi að halda. Hef
til dæmis stutt við fatlaðan mann
og annan krabbameinssjúkan.
Einu tengsl mín við þann síðar-
nefnda eru þau að ég vann með
föður hans í fiskinum á Skagan-
um forðum.“ Andrea fer reglu-
lega suður í Garðabæ og kaupir af
Helga í Góu lakkrís á heildsölu-
verði og selur hann síðan á mörk-
uðum eins og áður segir. „Auðvit-
að er ég þakklát kaupendum fyrir
að styðja við þörf og góð málefni
og ekki síður krökkunum mínum
að hjálpa til við söluna. Ef ég á eft-
ir að drepast við þetta, þá verður
svo að vera, ég veit þá úr hverju
ég fer! Ég er staðráðin í að halda
áfram sölu, allavega meðan ein-
hverjir eru til að kaupa. Lakkrís-
inn hefur runnið út. Nú ef menn
þola ekki lakkrísinn, fá kannski of
háan blóðþrýsting, þá borða þeir
bara marsipanið! Það gefur mér
mikla hlýju í hjartað að geta hjálp-
að fólki. Höfum líka alltaf í huga
hin fleygu orð: Það þarf fólk eins
og þig, fyrir fólk eins og mig,“
segir Andrea á Eystri-Leirárgörð-
um að lokum.
mm
„Það er ljúft
að hjálpa“
Andrea Björnsdóttir er
Vestlendingur ársins 2016
Andrea Þ Björnsdóttir á Eystri-Leirárgörðum með áletraðan kristalsvasa og blóm frá Skessuhorni með kveðju frá íbúum á
Vesturlandi.
Magnús og Andrea með börnin sín og barnabörnin. Húsbóndinn fékk fjölskyldumyndatöku í gjöf þegar hann varð sextugur
fyrir rúmu ári síðan.
Eystri-Leirárgarðar. Ljósm. sbs.
Magnús og Andrea að leyfa litlum
afkomanda að prófa glansandi
fínan Massey Ferguson 135, stolt hús-
bóndans.
Við afhendingu vöggunnar á fæðingadeildinni haustið 2015. Á myndinni eru Andrea Þ. Björnsdóttir og fulltrúar Englafor-
eldra, HVE á Akranesi, Slysavarnadeildarinnar Lífar og Styrktarfélagsins Gleym mér ei Ljósm. grþ.