Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2017 5
Háskólinn á Hólum
Hagnýtt háskólanám
• Ferðamálafræði
• Viðburðastjórnun
• Fiskeldisfræði
• Reiðmennska og reiðkennsla
Tækifærin eru í okkar greinum
Hólaskóli -
Háskólinn á Hólum
Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur
Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is
ný
pr
en
t
0
2
/2
0
16
Háskólasamfélag með langa sögu
Hólar í Hjaltadal er í senn mikill
sögustaður og útivistarparadís.
Háskólinn á Hólum er lítill en
öflugur háskóli sem sinnir kennslu
og rannsóknum á sviði ört
vaxandi atvinnugreina.
w
w
w
.h
ol
ar
.is
SÉRHÆFT NÁM
Hagnýtt eins árs nám hjá Fisktækniskóla Íslands
í samstarfi við Matvælaskóla Sýnis, Marel, Hólaskóla
og starfandi fyrirtæki í greininni.
Boðið er upp á þrjár námsbrautir:
Fiskeldi
Gæðastjórnun
Marel-vinnslutækni
Náminu er skipt upp í tvær annir. Kennt er í dreifinámi
og staðarlotum sem hentar starfandi fólki í greininni.
Inntökuskilyrði
Hafa lokið námi í fisktækni eða sambærilegu námi.
Mat á reynslu og þekkingu úr sjávarútvegi getur einnig
gilt til að uppfylla inntökuskilyrði.
Nánari upplýsingar
Fisktækniskóli
.fiskt.is og á Facebook
Vorönn 2017
Á aðalfundi Hestamannafélagsins
Dreyra sem haldinn var seint á síð-
asta ári var tilkynnt um val íþrótta-
manns félagsins fyrir árið 2016, sem
og um val efnilegasta ungmennis-
ins. Var það Ester Þóra Viðarsdóttir
sem var valin efnilegasta ungmenn-
ið og tók hún við viðurkenningu á
fundinum. Ester Þóra er þrettán ára
gömul og þykir hún mjög efnileg í
íþróttinni. „Ester Þóra hefur sýnt
miklar framfarir á árinu í keppni
hestaíþrótta og keppti meðal ann-
ars á Landsmótinu á Hólum með
ágætum árangri,“ segir í fréttatil-
kynningu frá Dreyra.
grþ
Ester Þóra með viðurkenninguna.
Ljósm. Hestamannafélagið Dreyri.
Ester Þóra efnilegasti
knapi Dreyra
Handymen er starfsmannahljóm-
sveit Sjúkrahússins á Akranesi. Hana
skipa Halldór sjúkraflutningsmaður
og smiður, Fritz skurðlæknir, Ólafur
Frímann sjúkraflutningamaður og
málari og Haraldur geðlæknir. Þeir
ætla að blása til dansleiks á Gamla
Kaupfélaginu á Akranesi næstkom-
andi föstudagskvöld klukkan 23:30.
Aðgangur er ókeypis, segir í tilkynn-
ingu á Facebook síðu um viðburð-
inn. mm
Hjúkrunarstarfsmenn
koma fram sem Handymen
Björn Jónsson lét af störfum sem
rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni á
Snæfellsnesi nú um áramótin eft-
ir 31 árs farsælt starf sem héraðs-
stjóri og síðar rekstrarstjóri. Var
af því tilefni boðið til veislu til
að þakka honum fyrir störf sín og
kveðja.
Björn hefur unnið hjá eða fyrir
Vegagerðina stóran hluta starfs-
ævinnar. Hann er fæddur á Múla
í Djúpavogshreppi 27. desember
1946 þar sem hann stundaði al-
menn sveitastörf á uppvaxtarárun-
um. Hann fór þó snemma að vinna
hjá Vegagerðinni og hóf störf þar
sem sumarstarfsmaður árið 1961
þá 14 ára. Vann hann fyrst í vega-
vinnuflokkunum hjá Jónasi Jón-
assyni. Árin 1968 til 1971 starf-
aði hann sem mjólkurbílsstjóri
hjá KBF á Djúpavogi. Árið 1971
keypti hann sér svo vörubíl og gekk
í vörubílstjórafélagið á Djúpavogi,
ári seinna keypti hann svo jarðýtu.
Bílinn og ýtuna var hann svo mikið
með í vinnu hjá Vegagerðinni sér-
staklega á veturna við snjómokst-
ur. Björn og fjölskylda hann fluttu
haustið 1980 á Hvolsvöll en þann
vetur var hann með ýtuna í vinnu
upp í Hrauneyjum en sumarið eft-
ir hóf hann störf sem verkstjóri hjá
Vegagerðinni á Hvolsvelli og vann
þar allt þar til hann flutti vestur
á Snæfellsnes árið 1986. Hefur
Vegagerðin því notið starfskrafta
Björns meirihlutann af starfs-
ævi hans í hinum ýmsu störfum.
Eins og gefur að skilja hafa sam-
starfs- og undirmenn Björns ver-
ið margir í gegnum tíðina, þeirra
lengst þó sonur hans Guðjón og
Guðþór Sverrisson sem hafa verið
viðloðandi Vegagerðina síðan árið
1989 ásamt þeim Þorgils og Jóni
á Grund og Sigurjóni Hilmars-
syni. Við þjónustunni tók Guðjón
af föður sínum 1. desember síðast-
liðinn. þa
Björn lætur af störfum
rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni
Feðgarnir Björn Jónsson og Guðjón sonur hans.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Akraneskaupstaður mun sjá um hirðingu jólatrjáa dagana
9.-10. janúar og er það í boði fyrir alla bæjarbúa.
Eina sem þarf að gera er að setja trén út við götu.
Ath. eingöngu jólatré verða tekin, ekki annað sorp.
Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að ganga vel um
og hreinsa upp eftir flugelda, sprengjur, kökur og fleira sem
fallið hefur til eftir nýárs- og þrettándagleði.
Jólatré sótt 9.-10. janúar
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is