Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 20178 Lífsbjörg gefin ein milljón SNÆFELLSBÆR: Lions- klúbbarnir í Ólafsvík stóðu fyrir happdrætti í desemb- er til styrktar Björgunarsveit- inni Lífsbjörgu. Seldust mið- arnir ágætlega en dregið var úr seldum miðum á aðfangadag þegar dregið var í árlegu Leik- fangahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur. Dregið var hjá sýslumanninum á Vesturlandi í Stykkishólmi og fóru tveir Lionsfélagar þangað. Gestir á Klifi sem mættir voru á Leik- fangahappdrættið biðu spennt- ir þegar dregið var í gegnum Skype í beinni útsendingu. Tíu vinningar voru fyrir utan aðal- vinninginn Hyundai I10 Com- fort sem var síðasti vinningur- inn en hann kom á miða núm- er 1211. Við þetta sama tækifæri afhentu Lionsklúbbarnir Björg- unarsveitinni Lífsbjörgu í Snæ- fellsbæ eina milljón króna að gjöf. Það voru þau Björn Hilm- arsson og Þórey Úlfarsdóttir sem sáu um að afhenda gjöfina fyrir hönd Lionsklúbbanna en Halldór Sigurjónsson formaður Lífsbjargar veitti þeim viðtöku ásamt Hafrúnu Ævarsdóttur, Ægi Þór Þórssyni og Patryk Zolobow. -þa Kennarasam- bandið stefnir íslenska ríkinu LANDIÐ: Stjórn Kennarasam- bands Íslands hefur samþykkt að stefna íslenska ríkinu vegna breytinga á lögum um lífeyris- sjóði opinberra starfsmanna. Frumvarpið sem Alþingi sam- þykkti skömmu fyrir jól var ekki í samræmi við það samkomulag sem gert var við forystu opin- beru stéttarfélaganna og því telur Kennarasambandið sam- komulag ekkert gildi hafa þegar Alþingi fjallaði um málið. „Þeir þingmenn sem fullyrtu að mál- ið hefði verið unnið í samkomu- lagi við forystu opinberra starfs- manna töluðu því gegn betri vitund,“ segir í yfirlýsingu frá KÍ. Félagið hefur fallist á mik- ilvægi þess að gera lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sjálfbæra og að kerfinu þurfi að breyta til að svo megi verða. „KÍ hef- ur alla tíð bent á að besta leið- in til slíkra breytinga er að loka A deildinni og stofna nýja deild um áramót á breyttum forsend- um. Félagsmenn KÍ hafa margir hverjir greitt í opinberu lífeyr- issjóðina allan sinn starfsaldur og þegið lægri laun fyrir vikið gegn tryggari lífeyrisréttindum. Sá forsendubrestur sem félags- menn KÍ og aðrir opinberir starfsmenn standa nú frammi fyrir gengur gegn stjórnarskrá að mati forystu KÍ og mun fé- lagið ganga alla leið til þess að verja hagsmuni félagsmanna.“ -mm Vinnuhópur fjalli um hæfi ökumanna LANDIÐ: Heilbrigðisráð- herra hefur falið landlækni að skipa vinnuhóp til að fjalla um ökuleyfi og veikindi og breytt og bætt skipulag hvað þessi mál varðar. Ákvörðun ráðherra er í samræmi við tillögu Rannsóknarnefndar samgönguslysa til heilbrigð- isráðherra sem fram kemur í nýrri skýrslu nefndarinn- ar. Í skýrslunni segir að það sé mat Rannsóknarnefnd- ar samgönguslysa að ekki hafi tekist nægilega vel til að framfylgja ákvæðum um heilbrigðiskröfur sem gerðar séu til ökumanna í íslenskum lögum og reglum. Því gerir nefndin þá tillögu í öryggis- átt að vinnuhópur verði skip- aður til að fjalla um þessi mál og m.a. horfa til skipulags þeirra í öðrum löndum. Í er- indi heilbrigðisráðherra til landlæknis er honum falið að skipa vinnuhóp til að sinna þessu verkefni og skal land- læknir skila tillögum hópsins til heilbrigðisráðherra fyrir 1. júní 2017. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 24. - 30. desember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: Engin löndun í vikunni. Arnarstapi: Engin löndun í vikunni. Grundarfjörður 2 bátar. Heildarlöndun: 2.987 kg. Mestur afli: Birta SH: 1.708 kg í einni löndun. Ólafsvík 7 bátar. Heildarlöndun: 29.675 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 6.279 kg í einum róðri. Rif 2 bátar. Heildarlöndun: 10.863 kg. Mestur afli: Særif SH: 6.553 kg í einni löndun. Stykkishólmur 1 bátur. Heildarlöndun: 6.266 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 6.266 kg í tveimur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Særif SH - RIF: 6.553 kg. 30. desember. 2. Kristinn SH - ÓLA: 6.279 kg. 30. desember. 3. Brynja SH -ÓLA: 5.598 kg. 30. desember. 4. Tryggvi Eðvarðs SH - ÓLA: 4.927 kg. 30. desemb- er. 5. Fjóla SH - STY: 4.496 kg. 26. desember. -grþ Helga G. Jónsdóttir hefur gef- ið Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi veglegan tækjabúnað að verðmæti ein milljón króna. Gjöfin er til minningar um foreldra Helgu, séra Jón M. Guðjónsson og Lilju Pálsdóttur. Handlækningadeild fékk fullkomna hjartarafsjá (moni- tor) á hjólum sem notuð verður til að fylgjast með sjúklingum eft- ir stórar skurðaðgerðir. Þá fékk lyf- lækningadeild tvö hjálpartæki; háa göngugrind og flutningsdýnu sem kemur að góðum notum við um- önnun sjúklinga með skerta hreyfi- getu. Það var Jóhanna L. Jónsdóttir systir Helgu sem afhenti deildunum gjafirnar fyrir hönd systur sinnar 19. desember síðastliðinn. „HVE þakk- ar fyrir höfðinglega gjöf sem nýt- ast mun að fullu í þjónustu við sjúk- linga sem dvelja á Heilbrigðisstofn- un Vesturlands,“ segir í tilkynningu vegna gjafarinnar. mm Heilbrigðisstofnun Vesturlands barst höfðingleg gjöf Frá afhendingu gjafarinnar. F.v. Valdís Heiðarsdóttir deildarstjóri lyflækn- ingadeildar, Jóhanna L. Jónsdóttir og Þura B. Hreinsdóttir, deildarstjóri hand- lækningadeildar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra stað- festi á föstudag tillögur ráðgjafa- nefndar Orkusjóðs um veitingu styrkja til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla á landsvísu til að tryggja aðgengi sem flestra landsmanna að loftslagsvænum samgöngumáta. Er verkefnið hluti af sóknaráætlun Ís- lands í loftslagsmálum, sem sett var fram í tengslum við 21. fund aðild- arríkja lofslagssamningsins í París. Til ráðstöfunar úr Orkusjóði voru 67 milljónir króna á ári í þrjú ár, eða samtals 201 milljón króna. Alls bárust 33 umsóknir í sjóðinn en 16 verkefni hlutu styrk, þar af sex sveitarfélög en einnig nokkur orku- fyrirtæki og olíufyrirtæki. Meðal sveitarfélaganna er Reykhólahrepp- ur, sem fékk styrk að verðmæti 2,5 milljónir króna. Á vef atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytisins segir að með þess- um styrkjum verði á næstu tveimur árum hægt að byggja upp heildstætt net hleðslustöðva fyrir flesta lands- menn og þannig stigið stórt skref í rafbílavæðingu landsins. „Þessir styrkir til innviða senda sterk skila- boð um að hafin er stórfelld og markviss uppbygging innviða fyrir rafbíla sem mun m.a. auka til muna möguleika á ferðum út fyrir höf- uðborgarsvæðið. Með verkefninu verður net hleðslustöðva jafnt og þétt aukið á landsvísu á næstu árum. Hlutverk ríkisins með þessu verk- efni er að styðja við og flýta fyrir þeirri þróun sem þegar er hafin að einhverju marki, sérstaklega á þeim svæðum landsins þar sem mark- aðslegar forsendur eru ekki enn til staðar,“ segir á vef ráðuneytisins. kgk/ Ljósm. úr safni/sm. Reykhólahreppur fær styrk vegna hleðslustöðvar Í suðvestan skítabrælu síðastlið- inn miðvikudag gaf hressilega yfir hafnargarðinn á Akranesi og mynd- aðist talsvert sog í höfninni. Með- al annars losnaði um eina flot- bryggju fyrir litlu bátana, landfest- ar slitnuðu og pollar brotnuðu þar sem norska skipið Polar Pioneer lá innst við stóru bryggjuna, næst fiskimjölsverksmiðjunni. Hin stóru skipin sem voru í höfn tóku vel á sig og þrátt fyrir að vera rígbund- in við bryggju var veltingur á þeim og slógust þau við bryggjukantinn. Mannskapur var um borð í þrem- ur skipum sem lágu við bryggju; Venusi NK, Bjarna Ólafssyni AK og Polar Pioneer. Þá var lóðsbátur- inn Þjótur notaður til að halda við norska skipið til að verja það velt- ingi. Suðvestanátt getur verið slæm á Akranesi og ekki síst við höfnina. mm Stóru skipin létu illa í höfninni Hafnsögubáturinn Þjótur er hér látinn halda við norska skipið Polar Pioneer eftir að landfestar slitnuðu og pollar gáfu sig. Bjarni Ólafsson AK var rígbundinn við bryggju en engu að síður var talsvertur sláttur á skipinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.