Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Lærdómsríkt ár Gleðilegt nýtt ár ágætu lesendur og takk fyrir samskiptin á því liðna. Um áramót er þarft að setjast niður og fara yfir atburði og reynslu liðins árs. Margt hefur verið gleðilegt og annað bætir við innistæðuna í reynslu- bankanum. Persónulega stendur uppúr gleðin þegar annað barnabarn kom í heiminn og nú er von á því þriðja. Þá fannst mér frábært að upplifa hversu vel allur jarðargróður þakkaði fyrir afburða góða veðráttu. Bænd- ur náðu úrvals heyjum, áttu það sannarlega inni, berjaspretta var með besta móti og trjávöxtur náði nýjum hæðum. Í landsmálunum getum við glaðst yfir að hafa valið okkur geðþekkan forseta sem bókstaflega „buff- aði“ afturhaldsliðið. Á Alþingi var heldur minni gleði á árinu og mikil orka landsmanna fór í þref um peninga eignafólks í erlendum skattaskjól- um. Þar sem forystufólk í ríkisstjórn var þátttakendur í þeim gjörningi var í hæsta máta eðlilegt að róstursamt hafi verið á stjórnarheimilinu mest- allt árið. Sá farsi endaði með því að kosið var til Alþingis fyrr en til stóð og margir þingmenn völdu að segja skilið við þingstörfin, stjórnin féll og ungir flokkar bættu við sig fylgi. Allt var það gott og blessað enda lýðræði í hnotskurn að gera breytingar ef fólk taldi það til bóta. En það var býsna margt fleira sem stendur uppúr þegar árið er skoðað. Skólabörn komu fremur illa út úr könnunum um læsi og sá starfandi for- sætisráðherra ástæðu til að geta þess í áramótaávarpi sínu. Sagði hann m.a. að raunveruleg hætta væri á að íslenskt mál verði ekki til eftir eina öld. Ég tek undir þessar áhyggjur og byggi á því mikla áreiti sem börn í dag verða fyrir strax á unga aldri. Dæmi er um að þau kunni kannski ensku álíka vel og móðurmálið strax við grunnskólaaldur. Skapast það af afþreyingarefni í sjónvarpi og tölvum sem þau hafa mörg hver nánast óheftan aðgang að. Reyndar hef ég engar áhyggjur af því að börn læri ensku snemma á lífs- leiðinni. Það verður þeim afar notadrjúgt síðar. Ég hef hins vegar miklu meiri áhyggjur af þeim áhrifum sem börn og reyndar fullorðnir einnig verða fyrir við of mikla nálægð við raftæki og þær bylgjur sem þráðlausum snjalltækjum fylgja. Svo ég tali nú ekki um stoðkerfið, en því er spáð að bak- og hálsvandamál eigi eftir að aukast á næstu árum. En það er fjölmargt fleira sem stendur uppúr frá árinu 2016. Mér finnst viðskiptasiðferði hafa hnignað á ýmsa lund og orðið „Borgunarmaður“ fékk alveg nýja merkingu á árinu. Engu líkara en lögmál frumskógarins gildi á mörgum sviðum viðskipta. Heimurinn stóð til dæmi á öndinni þegar fólk heyrði hvern bandaríska þjóðin hafði gert að forseta. Gat ekki skilið það val. Síðan hefur komið í ljós að stór hluti ástæðunnar var kosn- ingavél verðandi forseta sem nýtti samfélags- og fréttamiðla svo mikið að það hafði á endanum áhrif á val kjósenda. Gilti þá einu hvort fréttirnar sem skrifaðar voru um Trump væru sannar eða lognar. Eina sem skipti máli var að komast að, vekja umræðu og valda hneykslan. Eftir því sem nafn hans komst oftar á flug, því betra. En við skulum ekki halda að þessi nýja leið til áhrifa sé einungis bundin við Ameríku. Við þurfum hreint ekki að fara út fyrir landssteinana til að finna dæmi um síbylju á fjölmiðl- um sem á sér pólitískar og peningalegar rætur. Þar sem engu er eirt til að hefja upp málstað afla sem jafnvel þola ekki dagsbirtuna. Ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun, að ekki sé lengur hægt að treysta nema hluta fjölmiðla. Hérlendar eftirlitsstofnanir hafa að mínu viti brugðist í aðhaldi sínu, ekki eingöngu þær sem fylgjast eiga með heilbrigði dýra og mat- vælaframleiðslu, heldur ekki síður þær sem hafa það hlutverk að fylgjast með heilbrigði og hæfi fjölmiðla, hvort sem það er stofnun sem kennd er við samkeppni eða fjölmiðlanefnd. En ég vil enda þetta á bjartsýni. Þeirri von að 2017 verði árið sem heið- arleiki og manngæska verði græðgi og óheilbrigðum viðskiptaháttum yfirsterkari. Það er betra að vera þátttakandi í þannig samfélagi. Magnús Magnússon Leiðari Björgunarsveitir á vestanverðu landinu voru á þriðja degi jóla kall- aðar út til aðstoðar vegna óveðurs og foks. Meðal annars voru björg- unarsveitir í Borgarfirði fengnar til aðstoðar við að fergja þak á úti- húsi, í Stykkishólmi voru kör far- in að fjúka og útihús skemmdist í Kolgrafafirði (sjá frétt hér að neð- an). Meðfylgjandi myndir voru teknar þá um kvöldið á Akranesi. Þá voru félagar í Björgunarfélagi Akraness að aðstoða nokkra húseig- endur. Meðal annars voru þakplöt- ur farnar að losna á húsi við Suður- götu og pússning á húsi við Höfða- braut. Á þriðju hæði í fjölbýlishúsi einu fauk gluggi á þriðju hæð en þar sem íbúar voru staddir erlend- is þurftu björgunarsveitarmenn að beita óhefðbundnum aðferðum við að komast inn í íbúðina. Töluvert rok var á Akranesi og mikið brim við ströndina. Ljósm. ki. Björgunarsveitir til aðstoðar húseigendum Mikið óveður gekk yfir landið á milli jóla og nýárs og olli talsverðu tjóni. Þak rifnaði af fjárhúsum á bænum Kolgröfum við Kolgrafa- fjörð þriðjudaginn 27. desember. Björgunarsveitin Klakkur var köll- uð til og náði að bjarga því sem bjargað varð en stór hluti af þak- inu fauk út í veður og vind. Með- fylgjandi mynd var tekin morgun- inn eftir þegar beðið var þess að veðrið gengi niður svo hægt væri að hefja viðgerð. Kindurnar hýma hér í þeim hluta hússins sem enn gaf skjól. tfk Fjárhús urðu rokinu að bráð Slökkvilið Grundarfjarðar fékk á dögunum afhentar nýjar björgun- arklippur sem leysa eldri búnað af hólmi. Björgunarklippurnar sem liðið var með áður voru orðnar úr- eltar og þörfnuðust viðhalds sem hefði kostað mikið. Því var ráð- ist í að fjárfesta í nýjum klippum af gerðinni Holmatro. Þessar klipp- ur eru rafhlöðuknúnar og því þarf sá sem þeim beitir ekki að burðast með glussaslöngur eins og þeg- ar eldri klippurnar voru notaðar. Slökkviliðið fékk vænan styrk fyr- ir búnaðinum hjá Ólafi Gíslasyni & Co hf. sem flytur inn Holmatro búnað. Einnig var hluti upphæðar- innar fjármagnaður með dagatala- sölu slökkviliðsins en starfsmann- félag Slökkviliðs Grundarfjarðar hefur gefið út dagatöl í nokkur ár og hefur ágóðinn alltaf farið í þess háttar málefni. tfk Nýjar björgunarklippur til Grundarfjarðar Þessi mynd prýðir janúar mánuð 2017 á nýja dagatalinu. Þarna er skírskotað í eina af frægari myndum úr seinni heimsstyrjöldinni og er þessi mynd nokkuð lýsandi fyrir þema ársins. F.v. eru slökkviliðsmennirnir Finnbogi Elíasson, Samúel Pétur Birgisson, Marinó Ingi Eyþórsson og Sveinn Pétur Þorsteinsson með hinn splunkunýja Holmatro búnað.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.