Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2017 17 Dansarinn og danshöfundurinn Sig- ríður Soffía Níelsdóttir setur upp dansleikhúsið FUBAR í Hjálm- akletti um næstu helgi. Sýningarn- ar í Borgarnesi verða tvær, önnur er ætluð almenningi en hin verður sér- sýning fyrir nemendur Grunnskól- ans í Borgarnesi. Sigríður Soffía er fædd í Borgarnesi og segist lengi hafa haft það á stefnuskránni að sýna þar. Verkið sem hún mun sýna er afar persónulegt, en hún var stödd í París 13. nóvember í fyrra þeg- ar hryðjuverkin áttu sér stað og 130 manns létu lífið. „FUBAR er óður til lífsins. Í byrjun verksins er hálf- gert uppistand, ég segi nokkrar sög- ur af dansferli mínum og treysti áhorfendum fyrir frekar persónuleg- um sögum. Allt sem ég segi er satt. Jónas Sen tónlistarmaður dansar og spilar með mér,“ segir Sigga Soffía í samtali við Skessuhorn. Hún segir sýninguna vera blöndu af mörgum miðlum; sögum, dansi, söng og leik. Marglyttukast eftirminnilegt Sigga Soffía fæddist í Borgarnesi, þar sem hún bjó til fimm ára ald- urs. „Við bjuggum við Berugötu 12, við Guðrún Eva systir mín og for- eldar okkar, Jónanna Björnsdóttir og Níels Guðmundsson. Ég á ætt- ingja í Borgarnesi, bæði móður- og föðurfjölskyldu. Amma mín, Guð- rún Jósafats, býr þar og frændfólk okkar.“ Sigga Soffía var tíður gestur á heimili ömmu sinnar og afa þeg- ar hún var að alast upp og varði því miklum tíma í Borgarnesi. „Við fór- um nánast allar helgar vestur. Ég lék mér endalaust mikið í klettunum, á Bjössaróló, var hlaupandi á Leirun- um og marglyttukast var eftirminni- legur leikur, þó það sé kannski frek- ar ógeðslegt svona eftir á að hyggja,“ rifjar hún upp. Borgarnes er Siggu Soffíu kært og hefur hún lengi haft það á stefnuskránni að sýna verk þar. „Mér þykir alltaf vænt um stað- inn. Þar sem ættingjar og vinir fjöl- skyldunnar búa þar, þá hefur oft ver- ið grínast með það hvenær ég komi og dansaði í Borgarnesi. Fyrri verk hafa bara verið svo stór að það hefur ekki verið hægt að ferðast með þau en þetta verk var hugsað til ferða- laga, svo það er gaman að fara loks- ins hringinn.“ Syngur, dansar og segir sögur Sigga Soffía hefur dansað í nítján ár, eða síðan hún var barn. Hún byrjaði í fimleikum átta ára gömul og í dans- inum 12 ára. Hún hefur starfað sem danshöfundur og dansari frá árinu 2009. Hún hefur í þrígang verið til- nefnd til Grímuverðlaunanna sem danshöfundur ársins. Fyrir verkið Himinninn kristallast hlaut hún ein Grímuverðlaun af þremur tilnefn- ingum. „Ég samdi verk fyrir Íslenska dansflokkinn 2011 og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem dans- höfundur ársins fyrir það. Í fram- haldinu gerði ég verk fyrir pólsk- an dansflokk sem hét Colorblind. Það var sýnt í Varsjá, Kraká, Bytom og Reykjavík.“ Þá hefur hún einnig unnið nokkur verk í Þjóðleikhúsinu. Síðasta verk sem hún gerði kallað- ist Svartar Fjaðrir og var opnunar- sviðsverk Listahátíðar í Reykjavík. Einnig var hún listrænn stjórnandi flugeldasýningar Menningarnætur og Vodafone á árunum 2013 - 2015. Verkið FUBAR er samvinnuverk- efni með Jónasi Sen tónlistarmanni, Helga Má Kristinssyni myndlist- armanni og búningar eru gerðir af Hildi Yeoman tískuhönnuði. Verkið er allt unnið í spuna með Jónasi Sen og í því syngur Sigga Soffía, dans- ar og segir sögur. FUBAR var frum- sýnt í október í Gamla bíói í Reykja- vík en verður nú sýnt víða um land; á Egilsstöðum, Patreksfirði, Akureyri, Ísafirði og Frystiklefanum í Rifi í apríl. Verkið hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Sýningin í Hjálm- akletti verður næstkomandi sunnu- dag, 8. janúar, og hefst hún klukk- an 18. grþ Sýnir dansverkið FUBAR í Hjálmakletti Sigríður Soffía Níelsdóttir ferðast nú með verk sitt FUBAR um landið. Næsta stopp er í Borgarnesi. Síðastliðinn föstudag var frumsýnd í Frystiklefanum í Rifi sýningin Jour- ney to the centre of the Earth. Sýn- ingin er sú stærsta sem sett hefur verið upp í Frystiklefanum frá upp- hafi en að verkinu kemur stórt lið alþjóðlegra listamanna, ásamt tæp- lega 20 börnum af Snæfellsnesi sem þreyta frumraun sína á stóra sviðinu í Rifi. Í sýningunni er sagt frá æv- intýrum félaganna Ottós og Axels á leið sinni í gegnum Snæfellsjökul og að miðju jarðar. Að sögn Kára Við- arssonar hjá Frystiklefanum er erf- itt að lýsa verkinu. „Það má segja að þetta sé hlaðborð af leikhúskræsing- um, söng og dansi. Það fellur ekki inn í neina eina skilgreiningu heldur er þetta bara bland í poka. Við erum að syngja og dansa á fullu en svo er líka myrkur og hætta. Þetta hef- ur allt sem ævintýrið hefur upp á að bjóða og allt sem ævintýri og töfrar leikhússins bjóða upp á. Við reynum að gera sýninguna að eins óútreikn- anlegu ferðalagi og við getum,“ seg- ir Kári í samtali við Skessuhorn. Sautján krakkar taka þátt Verkið er leikið á einfaldri ensku sem Kári segir að ekki ætti að vefjast fyrir neinum sem horft hefur á sjón- varp. Fjöldi fólks kemur að uppsetn- ingu sýningarinnar og að verkinu koma listamenn frá Íslandi, Eng- landi, Ítalíu, Frakklandi og Ástralíu. „Við erum fjórir leikarar og sautján krakkar af Snæfellsnesinu, á aldrin- um 8 til 16 ára, sem taka þátt. Þau eru rosalega hæfileikarík; dansa, syngja og djöflast alveg á fullu, eru partur af hópnum og mikilvæg- ur hluti af verkinu,“ útskýrir hann. Kári sjálfur er höfundur handrits- ins og leikgerðarinnar. Hann seg- ir verkið að vissu leyti byggt á sögu Jules Verne. „Þetta er innblásið af henni en svo koma inn alls kyns aðr- ir vinklar sem við bjuggum til sam- an, ég og leikhópurinn.“ Ákveðinn endapunktur Hugmyndina að verkinu var Kári búinn að ganga með allt frá því að Frystiklefinn hóf starfsemi sína. Hann hafi þó alltaf litið á þetta verkefni og þessa sögu sem ákveð- inn endapunkt í leiklistaráætlun sinni í Rifi. Er þetta því í síðasta skipti sem Kári gerir nýtt verk í leik- húsinu. „Það þýðir ekkert að húsið sé að hætta. Húsið verður enn við- burðahús og við verðum með alls konar hluti í gangi eins og alltaf. Ég ætla bara að hætta að gera nýjar sýn- ingar. Ég veit bara að ég er búinn að segja þær sögur sem mig langaði til að segja hérna í þessu leikhúsi og þá er tímabært að fara að gera eitt- hvað annað. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt, ég er búinn að bíða lengi eftir því að geta gert þetta leik- rit og sá alltaf fyrir mér að það að segja þessa sögu yrði stærsta verk- efnið í húsinu og jafnframt það síð- asta sem ég myndi gera.“ Kári segist ekki hafa ákveðið neitt varðandi framhaldið. „Það er rosa- lega þægilegt þegar maður er bú- inn að vinna svona mikið í sex ár, þá er góð tilhugsun að ætla aðeins að róa sig niður. Það er ekkert hollt að vera að gera það sama of lengi.“ Hann segist þó ekki búast við því að vera rólegur lengi. Hann segir að inn muni koma nýjar áherslur og að hann muni finna eitthvað annað skemmtilegt að gera. Kári segir að Frystiklefinn verði áfram með nánast sama fyrirkomulagi og nú er. „Fyrir utan að það verða ekki nýjar leiksýn- ingar. En það verða áfram tónleikar þar og leikár á sumrin. Við leikum á fullu næsta sumar, þessi sýning verður sýnd áfram. Svo verða tón- leikar og listamenn að koma í hverj- um mánuði.“ Hann segir starfsemi hússins sem slíka því ekki minnka, að annað muni aukast í staðinn fyr- ir það sem dettur út. „Við höldum áfram og þetta lítur vel út. Það eru spennandi tímar framundan hérna í húsinu og ég er bjartsýnn á að árið og sumarið verði gott.“ grþ/Ljósm. Frystiklefinn. Stærsta og síðasta leikverkið sett upp í Frystiklefanum Journey to the centre of the Earth er stærsta en jafnframt síðasta sýning sem Kári Viðarsson setur upp í Frystiklefanum. Mikið er í gangi á sviðinu, þar er leikið, sungið og dansað líkt og sjá má á þessari mynd. Alls taka 17 krakkar af Snæfellsnesi þátt í uppsetningu sýningarinnar, hér má sjá leikhópinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.