Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 04.01.2017, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 201714 Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi tryggði sér sem kunnugt er keppn- isrétt á LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, með glæsibrag eftir góða spilamennsku á úrtökumótum í Marokkó fyrir jól- in. Hafnaði hún í 2. sæti á úrtöku- mótinu á samtals 15 höggum und- ir pari. Er það besti árangur sem ís- lenskur kylfingur hefur náð á lokaúr- tökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Fyrir lokahringinn var Valdís í góðri stöðu, sat í 4.-6. sæti á ellefu höggum undir pari. Hún segist hafa haldið ró sinni á meðan hún lék lokahringinn, einbeitt sér að spilamennskunni og ekki gefið stöðunni í mótinu neinn sérstakan gaum. „Ég var voðalega róleg, vissi í raun ekki í hvaða sæti ég var á meðan ég var að spila enda horfði ég ekkert á skortöflurnar úti á velli. Ég var bara ánægð með spila- mennskuna og það var mikill léttir að klára þetta og gera það vel,“ seg- ir Valdís Þóra í samtali við Skessu- horn. Aðspurð hvort ekki sé erfitt að leiða stöðuna hjá sér í móti þar sem mikið er undir segir Valdís það hafa orðið sér til happs að töflurnar hafi flestar verið á stöðum þar sem kylf- ingar hefðu þurft að hafa aðeins fyr- ir því að kíkja á þær. „Eina skortafl- an sem ég passaði mig að kíkja ekki á var sú sem blasti við eftir níundu holu og við löbbuðum beint framhjá. Ein var síðan milli 8. og 18. teigs og í bæði skiptin var mér efst í huga að komast á klósettið og síðan þurfti ég að hlaupa á teig til að halda í við næsta holl, þannig að ég gleymdi bara þeim töflum,“ segir Valdís. Erfitt ár að baki Það var því ekki fyrr en mótinu lauk að Valdís sá skorið sitt og ekki fyrr en aðrir keppendur höfðu lok- ið hringnum að endanleg sætaskipan varð ljós. Hún var að vonum ánægð með 2. sætið en kveðst hafa haft fulla trú á því fyrir Marokkóferðina að hún kæmist inn á Evrópumóta- röðina. „Ég átti alveg von á því að komast áfram og hafði trú á því að ég gæti það. Ég vissi að ég gæti spil- að golfið til þess að klára þetta. Ég vonaðist til að ná að toppa á rétt- um tíma og gerði það loksins,“ seg- ir hún, en keppnisárið 2016 var erf- iðara en mörg ár þar á undan. Hún fór í uppskurð vegna meiðsla á fyrri hluta ársins og átti oft og tíðum erfið uppdráttar eftir það í mótum. „Árið var mjög erfitt. Í mörgum mótum þegar ég var að spila vel náði ég ekki að klára marga hringina. Ég spilaði heilt yfir langt undir getu meira og minna allt árið og það var mjög erf- itt,“ segir Valdís. „Svo loksins þeg- ar ég spilaði vel, á Íslandsmótinu, þá var ég jörðuð á netinu af fólki sem var ósátt við að ég væri ósátt við að tapa,“ segir Valdís. Hún lék frábært golf og lauk keppni á níu höggum undir pari en þurfti engu að síður að játa sig sigraða þar sem sigurvegar- inn, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, lék á ellefu undir pari. Hún var að vonum svekkt að hafa leikið svo vel en þurft engu að síður að sætta sig við silfrið og lýsti því í sjónvarps- viðtali strax að móti loknu. „Þeg- ar markmiðið er að vinna er mað- ur ekki ánægður með neitt nema 1. sætið. Þetta er ekki eins og í Mar- okkó þar sem markmiðið var að vera í topp 15, þá var 2. sætið bara fínt. Það er allt annað þegar maður ætlar sér að vinna,“ segir hún. „En þetta tap og ekki síst það sem á eftir fylgdi tók mjög á. Eftir þetta átti ég mjög erfitt með æfingar og golfleik, en með góðri hjálp og stuðningi komst ég í gegnum það,“ segir hún. Besta golfið á ferlinum Það tókst og gott betur en það því hún toppaði aldeilis á réttum tíma, eins og hún sagði hér að framan. En hvernig fer maður að því? „Þetta er blanda af æfingum, æðruleysi, and- legum undirbúningi og smá heppni. Maður má ekki æfa of mikið því þá er maður þreyttur þegar kemur í mótið, en ekki of lítið heldur, því þá er maður ekki nógu vel undirbúinn. Þegar kemur að æfingum fyrir mót er þetta spurning um að finna hinn gullna meðalveg. Vinna nógu mik- ið en gera síðan eitthvað allt ann- að sem manni finnst skemmtilegt þegar maður er búinn í þeirri vinnu hverju sinni,“ segir hún. Hvað and- legan undirbúning varðar kveðst hún einnig hafa tekið hann föstum tökum. „Ég er búin að vera að vinna af og til með íþróttasálfræðingi allt árið, allt frá því ég fór í aðgerðina og í sumar í kringum Íslandsmót- ið og eftir það líka. Síðan ræddi ég við hann áður en ég byrjaði að keppa úti í Marokkó. Fyrst fyrir fyrsta stig mótsins og síðan fyrir annað stigið. Þá ræðum við leikáætlunina mína, ég segi honum frá henni upphátt og það hjálpar til að hún virki raun- verulegri og fleira slíkt,“ segir hún. „Þar var markmiðið á fyrsta stiginu einmitt að vera í topp tíu og ég náði einmitt tíunda sæti. Síðan var mark- miðið fyrir lokastigið að vera í topp 15 og ég yrði sátt með að spila á -6 í heildina. En svo ákvað ég greinilega bara að auka aðeins við það,“ bætir hún við og brosir, enda besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á lokaúrtökumótinu. „Ég held að þetta sé besta golf sem ég hef spilað. Á æf- ingahringnum á fyrsta stiginu spilaði ég rosalega vel og fékk smá auka búst og meira sjálfstraust við það. Síðan kom mótið þar sem ég var ekki al- veg jafn góð en þá jók ég aðeins við jafnvægisæfingar eftir hringina. Síð- an á æfingahringjunum fyrir loka- stigið spilaði ég líka mjög vel og þá jókst sjálfstraustið aftur,“ segir hún. „En þetta er klárlega besti sláttur sem ég hef náð og sveiflan, sem við erum búin að vinna í ég og þjálfarinn minn Hlynur Geir Hjartarson, loks að komast í þær skorður sem við vilj- um hafa hana. Á þriðja hring í Mar- okkó var ég til dæmis ósátt með að vera bara á -3 því ég missti tólf pútt fyrir fugli styttri en fimm metra og eitt fjögurra metra pútt fyrir erni. Þannig að ég vissi alveg að ég hefði það í mér að spila á mjög lágu skori og sú varð líka raunin daginn eftir, þá féll þetta aðeins með mér.“ Stefnir á LPGA Aðspurð um næsta keppnisár og framtíðina segir Valdís að fljótlega komi í ljós hvaða mót hún kemst inn á og að í þeim ætli hún að gera sitt allra besta. „Ég mun spila eitt- hvað á Access mótaröðinni líka til að halda mér í keppnisformi inni á milli þeirra móta sem ég kemst ekki inn á. En markmiðið er að halda kortinu og vel það, sem sagt að vera meðal 80 efstu á stigalistanum eft- ir árið, til að þurfa ekki að fara aft- ur í úrtökumót,“ segir hún. „Síð- an er langtímamarkmiðið að kom- ast inn á LPGA,“ bætir hún við, en LPGA mótaröðin er sterkasta at- vinnumótaröð kvenna í heiminum. Til þess að komast inn á hana þarf hún fyrst að komast í gegnum Sy- metra mótaröðina. „Það er ekki hægt lengur að fara beint í úrtöku- mót fyrir LPGA lengur, núna þarf að fara í gegnum Symetra túrinn til að komast þangað inn. En þetta kemur allt með kalda vatninu,“ seg- ir Valdís og brosir. Þangað til munu Skagamenn og allir íslenskir golfáhugamenn fylgj- ast grannt með gangi mála hjá Val- dísi í mótum í Evrópu og heima á Íslandi og styðja áfram við bakið á henni, en fyrir stuðninginn er hún afar þakklát. „Mig langar að þakka öllu styrktaraðilunum mínum, þjálfara, fjölskyldunni minni, Golf- klúbbnum Leyni, Forskoti styrktar- sjóði kylfinga og Íslensk ameríska verslunarfélaginu fyrir þann frá- bæra stuðning sem mér hefur verið sýndur,“ segir Valdís Þóra Jónsdótt- ir að lokum. kgk „Ég held að þetta sé besta golf sem ég hef spilað“ - segir kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur frá Akranesi Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, á móttöku sem haldin var í golfskálanum við Garðavöll eftir að hún sneri heim frá mótinu í Marokkó. Ljósm. gbh. Upphafshöggið á Íslandsmótinu í golfi 2015 sem haldið var á Akranesi. Ljósm. kgk. Fimmtudaginn 22. desember stóðu Golfklúbburinn Leynir, Golfsamband Íslands og Forskot afrekssjóður fyrir móttöku í golf- skálanum við Garðavöll á Akra- nesi þar sem Valdís Þóra Jóns- dóttir kylfingur var boðin vel- komin heim eftir frækilega ferð til Marokkó. Tilefnið var að Val- dís Þóra tryggði sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi 2017 en úrtökumótinu lauk fyrr í vik- unni. Hún fékk fjölmargar góð- ar kveðjur og sagði Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis að klúbburinn ætlaði að styrkja Val- dísi um 250.000 kr. í tilefni ár- angursins sem og styðja við hana á annan máta. Fjölmenni var saman komið til að samfagna með kylfingnum öfluga, en um hundrað manns mættu. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Sigurhans Vignir úr stjórn Forskots afrekssjóðs og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akra- neskaupstaðar héldu stuttar ræð- ur þar sem afrek Valdísar voru rifj- uð upp. Marella Steinsdóttir frá ÍA og Hlynur Geir Hjartarson þjálf- ari hennar héldu einnig ræður. Valdís Þóra lauk síðan kvöldinu með ræðu og ríkti mikil gleði hjá félagsmönnum úr Leyni og fjöl- skyldu Valdísar sem voru saman- komin í golfskálanum. mm/ Ljósm. gbh. Valdís Þóra fékk konunglegar móttökur Þórður Emil Ólafsson, formaður Golfklúbbsins Leynis, færði Valdísi blómvönd eftir að hann hélt stutta tölu þar sem hann upplýsti að klúbburinn myndi styðja hana um 250 þús. krónur í tilefni árangursins. Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, tryggði sér fyrir jólin þátttökurétt á sterkustu Evrópumótaröð kvenna í golfi eftir úr- tökumót í Marokkó. Fjölmenni var samankomið í golfskálanum við Garðavöll til að taka á móti Val- dísi og gleðjast með henni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.