Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2017, Qupperneq 22

Skessuhorn - 22.02.2017, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 201722 Eyrarrósin, sem árlega er veitt framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, var afhent við hátíðlega athöfn í Verksmiðjunni á Hjalteyri fimmtudaginn 16. febrú- ar. Það var tónlistarhátíðin Eistna- flug í Neskaupstað sem hlaut við- urkenninguna að þessu sinni. Frú Eliza Reid, verndari Eyrarrósarinn- ar, afhenti verðlaunin. Verðlaun- in sem Eistnaflug hlýtur er fjár- styrkur; tvær milljónir króna, auk nýs verðlaunagrips sem hannað- ur er af Friðriki Steini Friðrikssyni vöruhönnuði. Alþýðuhúsið á Siglu- firði og Vesturfarasetrið á Hofsósi, sem einnig voru tilnefnd til verð- launanna, hlutu hvort um sig 500 þúsund krónu peningaverðlaun. Að Eyrarrósinni standa sem fyrr Listahátíð í Reykjavík, Byggða- stofnun og Flugfélag Íslands og var þetta í 13. skipti sem verðlaun- in voru veitt. Við upphaf athafnar í Verksmiðjunni undirrituðu Vig- dís Jakobsdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar, Aðalsteinn Þorsteins- son forstjóri Byggðastofnunar og Árni Gunnarsson framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands samninga um áframhaldandi samstarf um Eyrarrósina allt til ársins 2020. Sú hefð hefur skapast á undan- förnum árum að verðlaunaafhend- ingin fari fram í höfuðstöðvum verðlaunahafa síðasta árs. Kamm- erkórinn Hymnodia undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar flutti tónlist við athöfnina sem ómaði líkt og úr öðrum heimi í hljómmiklum salar- kynnum Verksmiðjunnar. mm Eistnaflug er handhafi Eyrarrósarinnar 2017 Verðlaunahafar, verndari verðlaunanna ásamt fulltrúum þeirra stofnana og fyrir- tækja sem standa að Eyrarrósinni. Freisting vikunnar Lummur eru kannski bara pönnu- kökur sem krefjast minni fyrir- hafnar. Þær eru samt sem áður ágætis freisting, þótt þær séu hversdagslegar. Deigið er hægt að hræra saman á óteljandi vegu og það verður sjaldnast eins hjá mér. Sjálfri finnst mér gott að gera lummur þegar það er til af- gangsgrautur af einhverju tagi, hafragrautur, grjónagrautur eða bara hrísgrjón. Það er svo gaman að geta notað afganga til að búa til eitthvað gott. Sjaldnast mæli ég neitt með mæliskeiðum eða -glösum, heldur hendi öllu í skál og hræri þangað til allt er orð- ið eins og ég held að það eigi að vera. Þetta er fljótlegt og vinsælt á heimilinu, hjá ungum sem öldn- um. Það er auðvelt að gera lummur, það þarf einfaldlega að hræra saman eftirfarandi í skál: 2 dl hveiti 1 msk sykur 1 tsk lyftiduft 1/4 teskeið salt 1 dl haframjöl (ef notaður er einhvers konar grautur er þetta óþarfi) 2 1/2 dl mjólk 2 msk matarolía Vanilludropar eftir smekk Auðveldast er að nota lummu- pönnu til að steikja lummurn- ar. En ef það er ekki til er í fínu lagi að nota venjulega pönnu og sósuausu til að ausa litlum slett- um á pönnuna og steikja við miðlungshita. Hafa ber í huga að deigið þarf að vera nokkuð þykkt svo það renni ekki út um allt á pönnunni. Lummur er hægt að bera fram með hverju sem er. Girnilegt er að setja nutella á borðið ásamt ný- skornum jarðarberjum. Ef maður vill eitthvað sem er aðeins holl- ara er hægt að setja smjör og ost á borðið, hummus eða kjötálegg. Reyktur og grafinn lax er sælgæti með lummum. Það er hægt að bera lummur fram við hvaða til- efni sem er, en allra best er að hafa þær með eftirmiðdagskaffinu á blautum febrúardegi þegar mað- ur þarf að lífga upp á hversdag- inn. Fljótlegt og skemmtilegt og ekki verra ef hægt er að bæta smá sumri á borðið með ávöxtum. klj Lummur við ýmis tilefni Um 100 skátar frá Skátafélaginu Stíganda í Dalabyggð og Skátafé- laginu Erninum í Grundarfirði komu saman á Laugum í Sælingsdal um helgina þar sem Harry Potter ævintýrið var alls ráðandi. Gamla Laugaskóla var breytt í Hogwart skóla undir vaskri stjórn skátafor- ingja og starfsmanna Ungmenna- og tómstundabúðanna á Laugum. Fálkaskátar, dróttskátar og rekka- skátar voru að störfum alla helgina en yngsti hópurinn, drekaskátar, átti langan og góðan laugardag í skólanum. Nemendum galdraskólans var skipt niður á fjórar vistir og sér- stakur galdrahattur flokkaði alla á rétta vist. Ýmist var unnið í hópum eða allir saman og nokkuð víst að allir lærðu einhverja galdra. Með- al annars voru búin til seyði, skrif- að með ósýnilegu bleki og haldnar kvöldvökur eins og skátum er ein- um lagið. sm/ Ljósm. Skátafélagið Stígandi. Galdraskóli á Laugum í Sælingsdal Fálka-, drótt- og rekkaskátar ásamt foringjum. Galdrastrákar með sprotana sína. Sölvi með galdraseyði. Anna Magga galdrakerling og skátaforingi hjá Stíganda. Þessi virðast kunna huliðsgaldur.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.