Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2017, Side 23

Skessuhorn - 22.02.2017, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 23 Stórtónleikar á laugardag Það var Sveinn Arnar sem átti hug- myndina að Söngdögunum. Hann segir þetta vera eitthvað sem hann langar að gera meira af. „Það er hollt að syngja og það hefur gert mikið fyrir mig í gegnum tíð- ina. Það eru til margar rannsókn- ir sem benda til þess að kórsöng- ur eða samsöngur hafi góð áhrif á líðan og heilsu fólks. Ég byrjaði sjálfur ungur í kór og að læra söng og tónlistin hefur skipt mig miklu máli. Mér finnst gaman að vinna með fólki í þessu, að heyra hlutina mótast og gerast og koma svo fram með afraksturinn.“ Hann vonast til þess að þetta verði fyrstu Söng- dagarnir af mörgum. „Við erum að hugsa um að bæta við þetta, kannski að ári eða í haust. Að fá þá kannski fleiri kóra til að vera með og búa til stóran viðburð með námskeiðum og fyrirlestrum,“ út- skýrir hann. Söngdögunum lýkur á laugardag með stórtónleikum í Tónbergi, þar sem stíga á svið Kór Akranes- kirkju, Sveinbjörn Hafsteinsson söngvari og félagar úr hljómsveit- inni Bland. „Þar verður fjölbreytt efnisskrá, kraftballöður og róm- antískir ástarsöngvar. Þarna mun- um við sýna í raun hvað er hægt að gera í kórsöng með því að fá til liðs við okkur hljómsveit en einn- ig verða sungin lög án undirleiks. Þetta verður mjög fjölbreytt og allt verða þetta lög sem fólk þekk- ir,“ segir Sveinn Arnar. Miðaverð inn á tónleikana er 3.500 krónur við inngang en hægt er að tryggja sér miða í forsölu á 3.000 krón- ur í versluninni Bjargi við Still- holt. Ekkert kostar inn á fyrri við- burðina tvo. grþ Gróska garðvöruverslun á Akra- nesi hefur bætt við vöruúrvalið og selur núna gæludýrafóður og fylgi- hluti fyrir gæludýr auk garðvöru, blóma og grænna plantna af öllum gerðum. Kristjana Helga Ólafs- dóttir, annar eiganda Grósku, seg- ir að gæludýrahorn sem þetta séu ekki óalgeng í garðvöruverslunum. Heildsali Royal Canin hafi leitað til þeirra eftir að Veiðibúðinni var lokað og lagt til að þau tækju upp sölu á vörunum. „Stefnan er sú að bjóða upp á hágæða fóður,“ segir Kristjana og bætir við að þau hafi einnig bætt fylgihlutum fyrir gælu- dýr í vöruúrvalið. Nú sé líka hægt að kaupa hundabein, dýranammi, sjampó, tauma og fiskafóður og þau stefni á að bæta úrvalið enn frek- ar. Til dæmis sé á döfinni að selja kattaólar líka. Kristjana segir þau hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð frá bæjarbú- um við því að selja gæludýrafóður á Akranesi. „Það er markmið okk- ar að þjónusta bæjarbúa vel,“ segir Kristjana. Þjónustan í búðinni miði að því að koma til móts við við- skiptavinina og ef eitthvað vantar séu þau boðin og búin að panta inn þær vörur sem óskað er eftir. „Við byrjuðum smátt, með 1-2 kílóa poka af gæludýrafóðri,“ segir Krist- jana en það sé þó lítið mál að panta stærri einingar fyrir þá viðskipta- vini sem óska eftir því. „Ef við erum ekki með þetta á staðnum, þá redd- um við því.“ Grósku garðvöruverslun hafi verið vel tekið þegar hún var opn- uð á sínum tíma. „Það tekur alltaf tíma að koma svona af stað, en við- tökurnar sem við höfum fengið eru vonum framar og við finnum að við erum velkomin.“ klj Landssamband bakarameistara efndi nýlega til árlegrar keppni um Köku ársins. Keppnin fer þann- ig fram að keppendur skila inn til- búnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins. Höfundur köku ársins 2017 er Dav- íð Arnórsson bakari í Vestmanna- eyjum. Sigurkakan er lagskipt og inniheldur m.a möndlukókosbotn, hindberjahlaup og skyrfrómas með lime. Sala á kökunni hófst í bakarí- um félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land síðast- liðinn föstudag og verður til sölu það sem eftir er ársins. mm Kaka ársins lítur dagsins ljós Sigurkakan er lagskipt og inniheldur m.a möndlukókosbotn, hindberjahlaup og skyrfrómas með lime. Gróska garðvöruverslun selur nú einnig gæludýrafóður Svokallaðir Söngdagar hefjast á Akranesi í dag, miðvikudag. Um er að ræða röð viðburða sem Kór Akraneskirkju, Kalman - listafélag og kirkjan sameinast um að halda. Að sögn Sveins Arnars Sæmunds- sonar organista verða viðburðirnir þrír talsins og hefjast þeir á sálma- kvöldi í Akraneskirkju í kvöld sem ber yfirskriftina „Umhverfis jörð- ina í sálmasöng“. Þar mun Mar- grét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, kynna og kenna sálma frá ýmsum heimshlutum. Auk hennar kemur fram kórinn Vox Populi undir stjórn Hilm- ars Arnar Agnarssonar, en kórinn mun syngja fyrir gesti og leiða al- mennan söng ásamt Sveini Arnari og félögum úr Kór Akraneskirkju. Föstudaginn 24. febrúar mun Kal- man – listafélag standa fyrir söng- stund í Vinaminni sem ber heitið „Að syngja saman“. „Þetta verður samsöngs stund fyrir almenning. Þarna getur fólk komið og sungið saman við undirleik. Sungin verða lög sem fólk þekkir vel, dægurlög, ættjarðarlög og allt mögulegt og textarnir verða uppi á skjá. Þetta er fyrir alla fjölskylduna eða alla sem langar til að koma og syngja einum rómi,“ segir Sveinn Arnar. Söngdagar framundan á Akranesi Sveinn Arnar Sæmundsson organisti. Kór Akraneskirkju stendur fyrir Söngdögum ásamt Kalman - listafélagi og kirkjunni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.