Skessuhorn - 22.02.2017, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 201730
Hvernig var konudeginum
fagnað á þínu heimili?
Spurning
vikunnar
(spurt á Akranesi)
Guðrún Sigvaldadóttir
Í faðmi bóndans.
Guðbjörg Gísladóttir
Bara í rólegheitum heima.
Ósk Hjaltadóttir
Það var eldaður bröns fyrir mig,
mér gefin blóm og svo eldaður
góður kvöldmatur fyrir mig.
Tómas Árnason
Byrjaði á bröns, egg og beikon,
og svo eldaði ég kvöldmat.
Valmundur Árnason
Ég ætlaði með hana út að borða
en það var allt upppantað. Svo ég
var með rómantískt bíókvöld.
Nýverið var úthlutað úr Forskoti
- afrekssjóði kylfinga og fá sjö at-
vinnukylfingar styrk úr sjóðnum
að þessu sinni. Sjóðurinn hefur frá
upphafi haft það að markmiði að
styðja við þá kylfinga, atvinnumenn
sem og áhugamenn, sem stefna á að
komast í fremstu röð í heiminum í
golfíþróttinni. Kylfingarnir sem nú
hljóta stuðning eru Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdótt-
ir, Birgir Leifur Hafþórsson, Axel
Bóasson, Andri Þór Björnsson, Har-
aldur Franklín Magnús og Guð-
mundur Ágúst Kristjánsson.
Kylfingarnir Ólafía Þórunn Krist-
insdóttir og Valdís Þóra Jónsdótt-
ir leika báðar á sterkustu mótaröð-
um atvinnukylfinga og fá þær hæstu
styrkina. Ólafía er með keppnisrétt á
LPGA mótaröðinni í Bandaríkjun-
um og Valdís á LET Evrópumóta-
röðinni. Valdís Þóra er, eins og les-
endur þekkja, félagsmaður í Golf-
klúbbnum Leyni á Akranesi. Hún
tryggði sér keppnisrétt á LET Evr-
ópumótaröðinni í desember síðast-
liðnum og varð í öðru sæti á loka-
úrtökumótinu í Marokkó. Valdís er
að hefja sitt fyrsta ár á LET Evrópu-
mótaröðinni en hún hefur leikið í
þrjú tímabil á LET Access mótaröð-
inni í Evrópu. Valdís Þóra, sem er 27
ára, hefur tvívegis staðið uppi sem
sigurvegari á Íslandsmótinu í golfi,
árin 2009 og 2012.
Að þessu sinni kemur Bláa Lónið
hf. inn í hóp þeirra fyrirtækja sem
styðja við bakið á íslenskum afrek-
skylfingum. Stofnendur Forskots af-
rekssjóðs eru Eimskip, Valitor, Golf-
samband Íslands, Íslandsbanki og
Icelandair Group. Vörður trygg-
ingar bættist í hópinn árið 2016 og
nú Bláa Lónið. Þetta er í sjötta sinn
sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr
sjóðnum sem stofnaður var 2012.
mm/golf.is
Sjö atvinnukylfingar
fá styrk úr afrekssjóði
Þorlákur Árnason þjálfari U17 ára
landsliðs karla í knattspyrnu hef-
ur valið 18 manna hóp sem tekur
þátt í æfingamóti í Skotlandi dagana
27. febrúar - 3. mars. Leikið verður
gegn Skotlandi, Austurríki og Króa-
tíu. Brynjar Snær Pálsson leikmað-
ur Skallagríms í Borgarnesi var val-
inn í hópinn. „Óskar knattspyrnu-
deild Skallagríms honum innilega til
hamingju með þann áfanga og óskar
honum góðs gengis á mótinu,“ segir
Viktor Már Jónasson framkvæmda-
stjóri Skallagríms. mm
Brynjar Snær valinn í
U17 ára landslið karla
Norðurálsmótið í knattspyrnu fyr-
ir 7. flokk drengja hefur fyrir löngu
fest sig í sessi sem einn stærsti
íþróttaviðburður landsins og er
orðinn fastur liður í menningarlífi
Akranesbæjar.
Norðurálsmótið 2017 verður
haldið helgina 23.-25. júní næst-
komandi. Verður mótið með hefð-
bundnu sniði. Þátttakendur úr 7.
flokki karla leika í sjö manna liðum
en úrslitin eru ekki skráð.
Opnað verður fyrir skráningar
keppnisliða til þátttöku í mótinu í
sumar miðvikudaginn 1. mars næst-
komandi og rennur skráningar-
fresturinn út föstudaginn 10. mars.
kgk/ Ljósm. úr safni.
Íþróttanefnd Félags eldri borgara í
Borgarnesi og nágrenni efndi til op-
ins púttmóts með nýju sniði í Brák-
arey fimmtudaginn 16. febrúar. Var
mótið nefnt „Þorraþræll 2017“.
Hingað til hafa eldri borgarar leik-
ið í einum flokki 60 ára og eldri en
nú var keppt í aldursflokkum. Mælt-
ist það vel fyrir og varð mæting von-
um framar. Skráðir keppendur voru
47 talsins frá fjórum sveitarfélögum
auk heimamanna. Þar af voru 17
keppendur í elsta aldursflokknum
80 ára og eldri. Mikil leikgleði og
einbeitni ríkti á mótinu. Þótti mótið
takast það vel að væntanlega verður
það haldið aftur að ári enda aðstæð-
ur óvíða eins góðar og í Eyjunni.
Þar hefur Golfklúbbur Borgarness
og eldri borgarar komið sér upp
góðri aðstöðu í gamla sláturhúsinu í
Brákarey. Mótsstjóri á Þorraþræl var
Ingimundur Ingimundarson.
Jón Þór Jónasson í Borgarnesi
varð hlutskarpastur í flokki karla 80
ára og eldi með 63 högg. Annar varð
Karl E. Loftsson Mosfellsbæ með
65 högg og þriðji Sigurbjörn Valde-
marsson Garðabæ með 66 högg. Í
sama flokki kvenna varð hlutskörp-
ust Edda Elíasdóttir á Akranesi með
68 högg. Önnur varð Valdís Ragn-
arsdóttir Mosfellsbæ með 80 högg
og þriðja Erla Guðrún Kristjáns-
dóttir Selfossi með 82 högg.
Í flokki 70-79 ára karla varð Sig-
urður Þórarinsson í Borgarnesi efst-
ur með 58 högg. Í öðru og þriðja
sæti urðu Borgnesingarnir Þorberg-
ur Egilsson með 63 högg og Björn
Jóhannsson með 66 högg. Í sama
aldursflokki kvenna var Jóhanna
Sigurðardóttr Mosfellsbæ efst með
59 högg. Önnur varð Ásdís B. Geir-
dal Hvanneyri með 61 högg og
Jytta Juul sem búsett er í Reykjavík
en keppir fyrir Borgarbyggð varð í
þriða sæti með 63 högg.
Þórhallur Teitsson á Hvanneyri
varð efstur í flokki karla 60 – 69 ára
með 65 högg. Annar varð Árni Ás-
björn Jónsson Borgarnesi með 68
högg. Í sama aldursflokki kvenna
sigraði Anna Ólafsdóttir í Borgar-
nesi með 60 höggum. Guðrún Birna
Haraldsdóttir Borgarnesi varð önn-
ur með 62 högg og Kristbjörg Stein-
grímsdóttir í Mosfellsbæ þriðja með
72 högg.
mm/ii
Norðurálsmótið verður
síðustu helgina í júní
Verðlaunahafar á Þorraþræl 2017. Á myndina vantar Árna Á Jónsson. Ljósm. ii.
Tæplega 50 eldri
borgarar á púttmóti
Leikmenn ÍA lögðu land undir fót
og mættu toppliði Hattar aust-
ur á Egilsstöðum í 1. deild karla
í körfuknattleik á fimmtudaginn.
Skagamenn gerðu enga frægðar-
för. Þeir voru fáliðaðir, aðeins sjö
leikmenn tóku þátt í leiknum og
máttu að lokum sætta sig við stórt
tap. Höttur sigraði með 101 stigi
gegn 66 stigum ÍA.
Heimamenn byrjuðu leikinn af
miklum krafti og náðu yfirhönd-
inni strax í fyrsta leikhluta. Þeir
komust í 21-9 seint í fyrsta leik-
hluta en þá tóku Skagamenn við
sér og luku upphafsfjórðungnum
af krafti. Fjórum stigum munaði
að honum loknum, Höttur leiddi
24-20. Heimamenn juku forskot
sitt í öðrum leikhluta, komust
mest 17 stigum yfir en ÍA minnk-
aði muninn í tólf stig fyrir hléið,
48-36.
Höttur réð áfram ferðinni í síð-
ari hálfleik og Skagamenn höfðu
ekki burði til að gera atlögu að for-
ystunni. Þess í stað bættu heima-
menn jafnt og þétt við forskot-
ið í síðari hálfleik. Þeir höfðu 19
stiga forskot fyrir lokafjórðung-
inn, 72-53. Það sem eftir lifði
leiks héldu Hattarmenn upptekn-
um hætti. Þeir bættu hverju stig-
inu á fætur öðru á stigatöfluna og
sigruðu að lokum með 35 stigum,
101-66.
Derek Shouse var atkvæðamest-
ur Skagamanna og aðeins hárs-
breidd frá því að setja upp þrennu.
Hann skoraði 28 stig, tók tíu frá-
köst og gaf níu stoðsendingar. Ás-
kell Jónsson skoraði 15 stig og Sig-
urður Rúnar Sigurðsson 13.
Skagamenn hafa tíu stig eftir 19
leiki og sitja í 8. og næstneðsta sæti
deildarinnar, tveimur stigum á eft-
ir liði FSu í sætinu fyrir ofan en
með öruggt forskot á Ármann, sem
er stigalaust á botninum. Næsti
leikur ÍA fer fram föstudaginn 24.
febrúar næstkomandi þegar liðið
tekur á móti Vestra. kgk
Fýluferð til Egilsstaða
Derek Shouse var hársbreidd frá þrennunni þegar ÍA tapaði fyrir Hetti.
Ljósm. úr safni/ jho.