Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 12. tbl. 20. árg. 22. mars 2017 - kr. 750 í lausasölu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 6 -3 0 6 7 Greiðslumat á � mínútum fyrir viðskiptavini allra banka Nú geta allir gert fullgilt greiðslumat á arionbanki.is og fengið nákvæma mynd af greiðslugetu sinni með nokkrum smellum. Kynntu þér þessa spennandi nýjung Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Verkir í liðum? Aðalfundarboð Aðalfundur Símenntunar- miðstöðvarinnar á Vesturlandi verður haldinn miðvikudaginn 29. mars 2017, kl. 10:15 á Hótel Hamri í Borgarnesi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Allir velkomnir! www.skessuhorn.is Minnum á fríar smáauglýsingar á vef Skessuhorns Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur og hlaupagikkur, fagnaði 60 ára afmæli sínu á laugardaginn. Tveimur dögum áður var metþátttaka í Flandrahlaupi í Borgarnesi í tilefni afmælisins. Stefán fagnaði áfanganum m.a. með því að halda útgáfuhóf og kynna nýja bók sína; Fjallvegahlaup. Í henni eru frásagnir af fimmtíu fjallvegahlaupum sem Stefán hefur farið á liðnum áratug. Hér virða gestir fyrir sér skósafn Stefáns en þarna gaf að líta öll þau níu skópör sem hann notaði á ferð sinni um landið. Sjá spjall við Stefán, frásögn af Flandrahlaupi og brot úr nýju bókinni á bls. 20-21. Ljósm. Etienne Menétrey. Grundfirðingurinn Marta Magnús- dóttir var nýverið kjörin Skátahöf- ingi Íslands. Hún er yngsti skáta- höfðinginni í sögu Bandalags ís- lenskra skáta, 23 ára gömul og að- eins önnur konan sem gegnir stöð- unni. Rætt er við Mörtu um skátana og skátastarfið á bls. 18 í Skessu- horni í dag. kgk Yngsti skáta- höfðinginn Aðalfundur Spalar, sem á og rek- ur Hvalfjarðargöng, fór fram síð- astliðinn föstudag. Þar kom fram að líklegt er að hætt verði að inn- heimta veggjald í Hvalfjarðargöng- um í júlí 2018. „Tekjur af umferð- inni eru umfram áætlanir og Spöl- ur greiðir upp skuldir sínar fyrr en gert var ráð fyrir,“ segir í tilkynn- ingu um fundinn. Í lögfestum samn- ingi Spalar við ríkið er kveðið á um að félagið ljúki við að greiða lang- tímalán sín í september 2018 og að ríkið fái Hvalfjarðargöng afhent skuldlaus í kjölfarið. Gylfi Þórðar- son, framkvæmdastjóri Spalar, hef- ur reiknað út hvenær Spölur verði skuldlaust félag í ljósi aukinnar um- ferðar. Hann telur yfirgnæfandi líkur á að það gerist í júlí á næsta ári og þá leggist af innheimta veg- gjalds. Á fundinum kom fram að viðhald og rekstur núverandi ganga kostar að jafnaði um 200 milljónir króna á ári. Ríkið tekur yfir rekstur ganganna þegar Spölur lýkur hlut- verki sínu. Á aðalfundi Spalar var einnig rætt um ný Hvalfjarðargöng. Því skal þó haldið til haga að ríkið hefur enga ákvörðun tekið um að bora ný göng undir Hvalfjörð og auk þess óvíst ef af því verður að Spölur tengist því verkefni. Engu að síður hefur Spölur verið að skoða gerð annarra jarðganga því umferð í gegnum nú- verandi göng nálgast efri örygg- isviðmið. Gylfi Þórðarson fram- kvæmdastjóri greindi frá því á að- alfundinum að áætlað væri nú að ný Hvalfjarðargöng myndu kosta 13,5 milljarða króna með virðis- aukaskatti, miðað við að öllum nýj- ustu öryggiskröfum væri framfylgt í mannvirkinu. Framkvæmdatím- inn væri þrjú til fjögur ár. Þar vitnar Gylfi í mat Matthíasar Loftssonar, fagstjóra jarðfræði og bergtækni hjá Mannviti verkfræðistofu, sem hefur verið ráðgjafi Spalar um árabil. Ný göng og endurbætur í núverandi göngum myndu samtals kosta 15,2 milljarða króna. mm Líklega hætt gjaldtöku í júlí 2018 Gjaldskýli Hvalfjarðarganganna og munninn að norðanverðu. Ljósm. Spölur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.