Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 29 Óskum eftir húsnæði í Borgarnesi Hjón með eitt barn óska eftir 3-4 her- bergja húsnæði, helst langtímaleigu. Erum reglusöm og skilvís. Vinsamlegast hafið samband í síma 848-2318, Þórir eða 849-2835, María. Óska eftir húsnæði Erum hjón með 3 börn sem óska eftir húsnæði til leigu sem fyrst á Akranesi eða rétt fyrir utan, helst með 4 svefn- herbergjum. Rakelosk92@hotmail.com. Óska eftir íbúð frá 1. júní Vil taka á leigu á Akranesi lágmark 3ja herbergja íbúð til langtímaleigu. Pott- þéttar greiðslur alltaf 1. hvers mán- aðar og meðmæli frá fyrrum leigusala (Íbúðalánasjóði). Ekkert rugl, drekk ekki og reyki ekki. Er 47 ára með barn ì grunn- skóla. Stellagudjons@simnet.is. Jörð - Land óskast Erum að leita að ca. 30 – 100 ha. landi til kaups – með eða án húsa, í Borgar- firði, með búsetu í huga. Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Benedikt Líndal s. 863-6895, Sigríði Ævarsdóttur s. 893-1793 eða á netfang: harmony@ inharmony.is. Viltu losna við bjúg, sykurþörf og léttast? Þá er Oolong- og Pu-erh teið eitt það albesta. Pakki með 100 tepokum er á 4.300. Ef keyptir eru 2 pk. er verðið 7.800. Sykurþörfin minnkar og hverfur oftast eftir stuttan tíma og bjúgurinn fer mjög fljótt. Gott fyrir líkamlega og andlega heilsu. S: 845-5715, Nína. Tjaldvagn Til sölu Camp let concord tjaldvagn árg. 2005. Fortjald tjaldast með, eldhús með 3 hellum, yfirbreiðsla, geymslu- kassi. Er í geymslu, losnar um miðjan maí. Uppl. í s. 866-2151. Markaðstorg Vesturlands LEIGUMARKAÐUR Borgarbyggð - miðvikudagur 22. mars Hátíðarfundur sveitarstjórnar í tilefni af 150 ára verslunaraf- mæli Borgarness, verður hald- inn í Kaupangi, Brákarbraut 11 og hefst hann kl. 15. Borgarbyggð - miðvikudagur 22. mars Sýningaropnun í Safnahúsi kl. 17:00 - Tíminn gegnum linsuna. Borgarnes 150 ára: opnun sýningar á verkum fjögurra ljósmyndara sem tóku myndir í Borgarnesi á 20. öld. Val mynda og textagerð: Heiðar Lind Hans- son. Hönnun sýningar: Heiður Hörn Hjartardóttir. Borgarbyggð - miðvikudagur 22. mars Í tilefni af 150 ára verslunaraf- mæli Borgarness verður opið hús að Brákarbraut 11 í Kaupangi frá kl. 17 - 19. Allir velkomnir. Kaupangur er elsta íbúðarhúsið í Borgarnesi, byggt árið 1876 en þar er nú rekið gistiheimili á vegum Egils Guesthouse. Akranes - fimmtudagur 23. mars Gísli á Uppsölum. Leiksýning í Tónbergi Akranesi, kl. 20. Ein- stakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleik- hússins. Áhrifamikil sýning sem hefur farið sigurför um landið, hrifið áhorfendur og fengið mikið lof gagnrýnenda. Leikari: Elfar Logi Hannesson. Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Þröstur Leó Gunnarsson. Dramatúrg: Símon Birgisson. Tónlist: Svavar Knútur. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson. Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson. Sýningin tekur 50 mínútur en að henni lokinni verður boðið upp á spjall um verkið við leikarann og höfund- inn Elfar Loga Hannesson. Miða- verð er kr. 3.500/Eldri borgarar kr. 3.000/Kalmansvinir kr. 2.500. Tekið er á móti miðapöntunum í síma 865-8974 og í netfangi kalmanlistafelag@gmail.com. Akranes - föstudagur 24. mars Dansleikur sérhannaður fyrir 60 ára og eldri í sal FEBAN kl. 21. Hljómsveitin TaMango sér um að allir geti tekið snúning með stæl. Miðaverð kr. 1.500. Enginn posi. Allir velkomnir hvort sem þeir eru félagar í FEBAN eða ekki. Reimið nú á ykkur tjútt eða kántrískóna og skellið ykkur í sveifluna. Sjáumst. Dalabyggð - laugardagur 25. mars Vetrarleikar Glaðs verða á reiðvellinum í Búðardal laugar- daginn 25. mars og hefst mótið stundvíslega klukkan 12. Borgarbyggð - laugardagur 25. mars Hrossaræktarsamband Vestur- lands stendur fyrir sýningu í reiðhöllinni Faxaborg kl. 20. Þar verður m.a. kynning á ræktun- arbúum, afkvæmasýningar ásamt úrvali af stóðhestum og hryssum af svæðinu. Dalabyggð - sunnudagur 26. mars Garðyrkjufélag Dalabyggðar stendur fyrir námskeiði í að sýra grænmeti í Dalabúð kl. 11 - 14. Mjólkursýring er ævagömul náttúruleg leið til að geyma grænmeti. Dagný Hermanns- dóttir mun kenna þátttakend- um að sýra sitt eigið grænmeti. Kennslan verður bæði í formi fyrirlestrar og sýnikennslu. Boðið verður upp á smakk af sýrðu grænmeti og þátttak- endur fá bækling þar sem tekin eru saman helstu atriði sem hafa þarf í huga, auk uppskrifta. Skráning í gegnum netfangið gardyrkjufelag@gardurinn.is. Boðið verður upp á létt snarl. Námskeiðið er í umsjón mat- jurtaklúbbs Garðyrkjufélagsins. Reykhólahreppur - mánudagur 27. mars Aðalfundur Kvenfélagsins Kötlu verður haldinn í matsal Reykhólaskóla og hefst hann kl. 20:30. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Skýrsla stjórnar. Ársreikningur lagður fram. Inn- taka nýrra félaga. Styrkveitingar. Mál lögð fram af stjórn. Önnur mál, löglega upp borin. Allar konur hjartanlega velkomnar. Kaffi á könnunni og veitingar að hætti stjórnar. Málfríður, Sandra og Erla. Stykkishólmur - þriðjudagur 28. mars Hvernig skal hreiðrað um sig? Jón Einar Jónsson, Rannsókna- setri Háskóla Íslands á Snæfells- nesi, fjallar um hvar og hvernig æðarfuglar velja sér stað fyrir hreiður og hvaða þættir ráða valinu. Einnig hvort tegundin skeri sig frá öðrum öndum að þessu leyti. Fyrirlesturinn hefst kl. 20. Borgarbyggð - þriðjudagur 28. mars Fyrirlestrar í héraði: Hvenær varð Hákon gamli konungur Íslendinga? Sverrir Jakobsson sagnfræðingur flytur í Bókhlöðu Snorrastofu kl. 20:30. Aðgangs- eyrir kr. 500. Nýfæddir Vestlendingar ÓSKAST KEYPT Á döfinni 7. mars. Stúlka. Þyngd 3.664 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Díana Bergsdóttir og Ragnar Leósson, Akranesi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 15. mars. Stúlka. Þyngd 3.992 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Aldís Inga Stefánsdóttir og Guðmundur Þórir Friðjónsson, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. 15. mars. Stúlka. Þyngd 4.126 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Ingibjörg Jónsdóttir og Guðjón Loftsson, Hvammstanga. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 17. mars. Stúlka. Þyngd 3.754 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Heiður Dögg Reynisdóttir og Þorbjörn Heiðar Heiðarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 18. mars. Stúlka. Þyngd 4.030 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Karítas Gissurardóttir og Magnús Már Karlsson, Akranesi. Ljósmóðir: Anna Björnsdóttir. TIL SÖLU Leiksýning verður í Tónbergi á Akranesi fimmtudaginn 23. mars kl. 20. Þar verður flutt einstakt leik- verk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Áhrifamikil sýning sem hefur farið sigurför um landið, hrifið áhorfendur og fengið mikið lof gagnrýnenda. Það er Elfar Logi Hannesson sem leikur Gísla en hann er höfundur ásamt Þresti Leó Gunnarssyni sem einnig leikstýr- ir verkinu. Tónlistina hefur Svavar Knútur samið og listræn ráðgjöf er í höndum Símons Birgissonar. Sýningin tekur 50 mínútur en að henni lokinni verður boðið upp á spjall um verkið við leikarann og höfundinn Elfar Loga Hannesson. Miðaverð er kr. 3.500, eldri borg- arar greiða 3.000, en Kalmansvinir kr. 2.500. Tekið er á móti miðapönt- unum í síma 865-8974 og í netfangi kalmanlistafelag@gmail.com en einnig eru miðar seldir í Tónbergi frá kl. 18 á sýningardegi. -fréttatilkynning Gísli á Uppsölum mætir á Skagann Næsti fyrirlestur Snorrastofu í Reyk- holti verður þriðjudaginn 28. mars. Þar verður fjallað um hina drama- tísku stjórnmálasögu Íslands á 12. og 13. öld þar sem yfirskriftin er bæði áleitin og kímniblandin; hvenær Há- kon gamli hafi orðið konungur Ís- lendinga? Það er sagnfræðingurinn Sverrir Jakobsson sem reifar málefn- ið og leggur gestum til fróðleik og eigin hugleiðingar um þá sögu, sem gegnt hefur miklu hlutverki í sögu- legu minni þjóðarinnar. Fyrirlestur- inn hefst að venju kl. 20:30 og þar verður boðið til kaffiveitinga og um- ræðna. Aðgangseyrir er 500 kr. Undanfarna áratugi hefur al- mennur áhugi á þessu tímabili far- ið minnkandi. Orðræða þjóðfrelsis- baráttunnar er úr sögunni en í stað hennar hefur ekki myndast ný sögu- skoðun. Samtímis hefur þetta tíma- bil fengið mikla athygli erlendra fræðimanna þannig að Íslandssaga miðalda er orðin alþjóðleg fræði- grein. Gjá virðist ríkja á milli fræði- legrar orðræðu og almennrar sögu- skoðunar. Í fyrirlestrinum verður rætt hvern- ig hægt er að meta pólitíska þróun á þessu tímabili í ljósi eftir- eða síð- þjóðernishyggju (post-nationalism). Meðal annars, hvernig íslenskt sam- félag þróaðist frá upptöku tíundar 1096 sem leiddi af sér nýja hugsun um vald. Reynt verður að rýna í upphaf og þróun valdasamrunans og hvernig átök höfðingja við kirkjuna í upp- hafi 13. aldar tengdust hon- um. Sérstaklega verður vikið að samspili mismunandi heimilda á þessu tímabili, Hákonar sögu, ann- álum og einstökum heimildum sem síðar urðu hluti af Sturlungu-safn- ritinu. Snorrastofa fagnar heimsókn Sverris og hvetur íbúa til að nýta sér heimsókn þessa framsækna og virka sagnfræðings. Hann er fædd- ur í Reykjavík 1970 og hefur ver- ið prófessor í miðaldasögu við Há- skóla Íslands frá 2014. Hann hefur m.a. ritað bækurnar Við og veröldin, Heimsmynd Íslendinga 1100-1400 (2005), Saga Breiðfirðinga I. Fólk og rými frá landnámi til plágunnar miklu (2015) og Auðnaróðal. Bar- áttan um Ísland 1096-1281 (2016) auk þess sem hann er einn útgefenda Hákonar sögu sem kom út í tveimur bindum á vegum Hins íslenzka forn- ritafélagið árið 2013 (Íslenzk fornrit 31 og 32). -fréttatilkynning Hvenær varð Hákon gamli konungur Íslendinga? Sverrir Jakobsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.