Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 201722
Íslandsmót iðn- og verkgreina fór
fram í Laugardalshöllinni dag-
ana 16.-18. mars. Var það Verk-
iðn, samtök sem stofnuð voru til að
bæta ímynd verkgreina, sem stóð
fyrir keppninni. Þetta var í fjórða
skipti sem keppnin er haldin og að
þessu sinni öttu hátt í 200 nemend-
ur kappi í 25 iðn- og verkgreinum,
allt frá málmsuðu til skrúðgarð-
yrkju, hönnun vökvakerfa til graf-
ískrar miðlunar. Flestir keppenda
eru langt komnir í sínu námi, eiga
stutt í útskrift eða eru útskrifaðir,
en keppendur mega ekki vera eldri
en 24 ára. Sigurvegaranum í hverj-
um flokki leyfist síðan að keppni
lokinni að kalla sig Íslandsmeistara
í sinni grein, en einnig barst nokkr-
um keppendum atvinnutilboð.
Dæmi eru um að verktakar hafi
lagt leið sína í Laugardalshöllina
og freistað þess að ráða til sín efni-
lega iðnnema. Elín Thorarensen,
verkefnisstjóri Verkiðnar, greindi
frá því í samtali við Morgunblað-
ið, að þetta væri í fyrsta sinn sem
hún heyrði af því að nemum væri
boðin atvinna á keppninni. Hún
vissi til þess að verktakar í leit að
málurum og pípulagningamönnum
hefðu lagt leið sína í Laugardals-
höllina. Þar að auki vinna sigurveg-
arar í hverjum flokki sér inn keppn-
isrétt í Euroskills og mega því fara
utan og keppa meðal þeirra bestu í
Evrópu.
Um sjö þúsund 9. og 10. bekk-
ingum af landinu öllu var boðið á
keppnina, en auk þess var aðgang-
ur opinn hverjum þeim sem vildi.
Lögðu því þúsundir gesta leið sína í
Laugardalshöllina á meðan keppn-
inni stóð. Skessuhorn leit við fyr-
ir hádegi á fimmtudag og þá var
margt um manninn, svo margt að
sums staðar þurftu gestir virkilega
að vera kærleiksríkir til að komast á
milli staða, bæði á keppnissvæðinu
sjálfu og ekki síður við kynningar-
bása skólanna.
Iðn- og verkgreinarnar sem
keppt var í voru eðli málsins sam-
kvæmt eins misjafnar og þær voru
margar. Málmsuðukeppnin tók til
að mynda þrjár til fjórar klukku-
stundir en keppni í pípulögnum
hófst á fimmtudagsmorgni og stóð
fram á laugardag.
Vestlendingar áttu sína fulltrúa
á Íslandsmótinu og þar af náðu
nokkrir á verðlaunapall. Ingi Sig-
urður Ólafsson, nemi í Tækniskól-
anum, varð Íslandsmeistari í pípu-
lagningum. Jón Þór Einarsson, raf-
virki hjá Blikksmiðnum, hampaði
Íslandsmeistaratitlinum í rafvirkjun
og í öðru sæti varð Benedikt Máni
Finnsson, Tækniskólanum. Íris
Jana Ásgeirsdóttir frá Fiskfélag-
inu hlaut silfurverðlaun fyrir mat-
reiðslu og Sunna Björk Karlsdótt-
ir, nemi í FB, hlaut bronsverðlaun
í snyrtifræði.
Nemendur Landbúnaðarháskóla
Íslands sópuðu til sín verðlaunum
fyrir skrúðgarðyrkju. Íslandsmeist-
ari er Guðný Rós Sigurbjörnsdótt-
ir, Kristín Snorradóttir hafnaði í
öðru sæti og Hörður Helgi Hreið-
arsson í þriðja.
kgk
Íslandsmót iðn- og verkgreina var haldið í síðustu viku
- Nokkrir nemar fóru heim með atvinnutilboð
Frá keppni í bílamálun.
Keppendur í kjötiðn fengu heilan skrokk og snerist keppnin um að
gera sem best að honum. Lauk keppninni með því að afurðunum
var stillt upp í kjötborði, keppendur dæmdir fyrir handtökin og voru
afurðirnar síðan seldar í lok dags.
Einbeittir trésmíðanemar í miðri keppni. Þjarkarnir á sýningarbás Raftækniskólans vöktu mikla athygli
gesta.
Tvö ungmenni úr Dölunum unnu til verðlauna í iðn- og verkgreina-
keppninni. Sunna Björk Karlsdóttir varð í 3. sæti í snyrtifræði og
Benedikt Máni Finnsson í 2. sæti í rafvirkjun.
Ljósm. Björk Gunnarsdóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra ásamt
aðstoðarmanni sínum, Ólafi Teiti Guðnasyni.
Vestlendingar hrepptu tvö efstu sætin þegar keppt var í rafvirkjun.
Á flestum keppnisstöðum gátu gestir fengið að spreyta sig á
þrautum sem tengdust hverri grein fyrir sig. Hér er ungur gestur að
reyna fyrir sér í málmsuðuhermi.
Einbeitingin skein úr augum keppenda í gullsmíði.
Frá keppni í bakaraiðn. Hér er efnilegur bakaranemi að strá hveiti í
körfurnar áður en nýbökuð brauðin voru borin fram.
Samhliða keppni í hársnyrtiiðn var gestum og gangandi boðið upp
á hárgreiðslu. Þessi hárprúði piltur pantaði sér fléttu í hárið.
Keppt í skrúðgarðyrkju.
Sniðið og skorið á sýningarbás fatabrautar Tækniskólans.