Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 20178 Ný heimasíða SSV VESTURLAND: Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) hafa tekið í notkun nýja heimasíðu http://ssv.is. Hönn- uður síðunnar er Aron Halls- son vefhönnuður. „Það er von okkar að með nýrri síðu tak- ist að bæta upplýsingamiðlun og þjónustu við sveitarfélögin, stofnanir, atvinnulífið og ein- staklinga sem nýta sér hana. Á nýrri heimasíðu verða jafn- framt ýmiskonar upplýsingar og fróðleikur um Vesturland,“ segir í tilkynningu frá starfs- fólki SSV. -mm Fékk hjólsög í höndina VESTURLAND: Lögregla og sjúkralið var einnig kall- að að bílskúr við heimahús á Akranesi í vikunni sem leið. Þar hafði karlmaður á fertugsaldri fengið hjólsög í höndina. Slas- aðist hann talsvert og var flutt- ur til aðhlynningar á Landspít- alann. Sjö umferðaróhöpp voru að sögn lögreglu tilkynnt í lið- inni viku og var um minnihátt- ar meiðsli að ræða í nokkrum þeirra. Akstur var stöðvaður hjá tveimur ökumönnum sem reyndust hafa smakkað áfengi en mældust undir refsimörk- um. Að sögn lögreglunnar hef- ur verið nokkuð um að öku- menn skafi ekki framrúður eða aðrar rúður bifreiða sinna áður en lagt er af stað. Vart þarf að fjölyrða um afleiðingar þess ef illa fer og vill lögreglan hvetja alla til að huga að þessu áður en lagt er af stað til að forð- ast óhöpp og eða afskipti lög- reglumanna. -hlh Tungnamenn öflugir í ein- menningi BORGARFJ: Síðastliðið mánudagskvöld fór fram ár- leg keppni Briddsfélags Borg- arfjarðar í einmenningi. Spil- að var á fimm borðum. Keppni var fremur jöfn framan af en þó höfðu efstu spilarar áunnið sér dágott forskot þegar yfir lauk. Nágrannar úr Stafholtstung- unum sigruðu með glæsibrag og ljóst að á þeirra bæjum mun ekki skorta páskaegg. Kristján Axelsson í Bakkakoti varð hlut- skarpastur með 65,3% skor, Jó- hann Oddsson á Steinum annar með 61,8% og Ingólfur Helga- son á Lundum þriðji með 60%. Framundan hjá félaginu er tveggja kvölda tvímenningur, en pör geta þó ráðið hvort þau mæti bæði kvöldin. Eftir það fer Opna Borgarfjarðarmótið fram með þátttöku spilara úr lands- hlutanum en mótið er jafnframt Vesturlandsmót í tvímenningi. Spilað verður dagana 10. 24. og 27. apríl en staðsetning er ekki komin á hreint. -mm Rekstur LMÍ innan rammans AKRANES: Rekstur Land- mælinga Íslands á Akranesi var í góðu samræmi við fjárheimild- ir árið 2016, segir í tilkynningu. Vel gekk á afmælisári, en stofnun- in varð 60 ára 2016. „Ýmsir mikil- vægir áfangar náðust í rekstrinum eins og endurmæling á hnitakerfi landsins sem er grunnverkefni sem tengist m.a. vöktun á náttúruvá og margskonar framkvæmdum. Fjár- mál stofnunarinnar voru í góðu jafnvægi og var unnið eftir fast- mótuðum ferlum við að greina frá- vik og bregðast við þeim. Framlag til starfseminnar á fjárlögum 2016 voru 307,7 milljónir króna en sér- tekjur voru 22,4 milljónir króna. Stærsti kostnaðarliður stofnun- arinnar voru laun og launatengd gjöld. Aðrir stórir kostnaðarliðir voru rekstur húsnæðis og aðkeypt þjónusta vegna tölvu- og hugbún- aðarmála,“ segir í tilkynningu. Ársskýrslu Landmælinga Íslands 2016 má nálgast á lmi.is. -mm Spilað á Borðeyri HRÚTAFJÖRÐUR: Síðastlið- inn laugardag lögðu briddsspil- arar land undir fót og héldu ár- legt Borðeyrarmót í tvímenningi í bridds, að þessu sinni með þátttöku 18 para. Þar komu saman Borg- firðingar, Hólmvíkingar, Dala- menn, Húnvetningar og Skagfirð- ingar aukn nokkurra úr Reykjavík. Spiluð voru 44 spil. Borgfirðingar gerðu góða ferð, en með sigur af hólmi fóru Ingimundur Jónsson og Jón H Einarsson með 60,4% skor. Í öðru sæti urðu Flemming Jes- sen og Sveinn Hallgrímsson með 56,5%. Í þriðja sæti varð Kristján Björn Snorrason sem spilaði við Jón Sigurðsson á Sleitustöðum, 88 ára kempu úr Skagafirði. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 11. - 17. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 7 bátar. Heildarlöndun: 3.019.539 kg. Mestur afli: Víkingur AK: 1.529.110 kg í einni löndun. Arnarstapi 4 bátar. Heildarlöndun: 37.366 kg. Mestur afli: Bárður SH: 25.541 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður 5 bátar. Heildarlöndun: 280.569 kg. Mestur afli: Geir ÞH: 71.004 kg í fjórum löndunum. Ólafsvík 16 bátar. Heildarlöndun: 446.917 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 71.022 kg í einni löndun. Rif 15 bátar. Heildarlöndun: 568.891 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 82.594 kg í fjórum löndunum. Stykkishólmur 6 bátar. Heildarlöndun: 191.206 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 132.379 kg í fórum löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Víkingur AK - AKR: 1.529.110 kg. 15. mars. 2. Qavak GR - AKR: 1.474.048 kg. 14. mars. 3. Þórsnes SH - ÓLA: 71.022 kg. 11. mars. 4. Hringur SH - GRU: 65.904 kg. 15. mars. 5. Tjaldur SH - RIF: 63.242 kg. 13. mars. -grþ Hinrik Pálsson íbúi á dvalarheim- ilinu Jaðri í Ólafsvík situr ekki auð- um höndum þrátt fyrir að verða 79 ára á árinu. Hann er að eigin sögn við hestaheilsu og dundar við að hnýta króka á tauma sem síðan fara á línuna. Kveðst hann vera bú- inn að hnýta um 10 þúsund króka á tveimur vikum. Hann segist hafa nóg að gera og er að hnýta á króka fyrir KG fiskverkun í Rifi. „Síðustu tvær vikur hef ég hnýtt á 10 þúsund króka í rólegheitunum.“ Hinrik hefur unnið við beitningu í mörg ár en starfaði sem sjómaður og vann í fiskverkun í mörg herrans ár. Hann segist njóta þess að ganga um og vera úti við allt árið. „Mér líkar afar vel að búa hér á Jaðri. Hér er dekr- að við mann eins og prins,“ segir Hinrik Pálsson. af Íbúi á Jaðri liðtækur í krókunum Laugardaginn 18. mars síðastlið- inn fagnaði Elna Bárðarson 95 ára afmæli sínu á Dvalaheimilinu Fellaskjóli í Grundarfirði, en hún er elsti núlifandi Grundfirðing- urinn. Elna tók á móti gestum á laugardaginn og var fjölmenni í veislunni. Starfsmenn Fellaskjóls sungu afmælissönginn á finnsku fyrir afmælisbarnið en Elna fædd- ist í Finnlandi en hefur búið á Ís- landi mestan part ævi sinnar. Eft- ir sönginn tóku gestir hinn hefð- bundna íslenska afmælissöng áður en í kræsingarnar var haldið. tfk Elsti núlifandi Grundfirðingurinn Ráðuneyti ferðamála og Samtök ferðaþjónustunnar skrifuðu í síð- ustu viku undir samstarfssamning við Slysavarnafélagið Landsbjörg sem felur í sér stóraukinn stuðn- ing við verkefnið Safetravel. Samn- ingurinn hljóðar upp á 35 milljón- ir króna á ári og er til þriggja ára til viðbótar því fjármagni sem Slysa- varnafélagið Landsbjörg leggur til verkefnisins árlega auk ómælds tíma og vinnu sem sjálfboðalið- ar félagsins leggja til. Ráðuneyti ferðamála leggur fram 25 milljónir króna á ári en lagði til samanburðar fram 16 milljónir á liðnu ári. Sam- tök ferðaþjónustunnar auka sitt framlag úr sex milljónum árið 2016 í tíu milljónir á ári. Auk þess styður Icelandair Group verkefnið mynd- arlega. „Samningurinn markar tíma- mót og skapar forsendur til að auka verulega við Safetravel verkefnið sem Slysavarnafélagið Landsbjörg sinnir varðandi slysavarnir og ör- yggismál ferðamanna og hefur fé- lagið þó unnið mikið og gott starf á þessu sviði um árabil,“ segir í til- kynningu. Á meðal verkefna sem stefnt er að á grundvelli þessa samn- ings er m.a. að efla hálendisvaktar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, skjáupplýsingakerfi ferðamanna, Safetravel.is m.a. með þýðingu á akstursefni vefsins á kínversku og upplýsingamiðstöð Safetravel m.a. með lengri viðveru starfsmanna. Þá eru ótalin fjölmörg verkefni sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sinnt undir merkjum Safetra- vel og mun gera áfram svo sem margvísleg útgáfa á fræðsluefni, fyrirlestrar, endurnýjun sprungu- korta á jöklum og fleira. Samning- urinn veitir einnig aukið svigrúm til að móta áherslur og verkefni frá ári til árs. „Öryggi og slysavarnir, ekki síst með góðri upplýsingagjöf og fræðslu, eru eitt af forgangsmál- um ferðaþjónustunnar og það er ánægjulegt að undirstrika það hér með afgerandi hætti. Það er okk- ur dýrmætt í þessu sambandi að geta nýtt þá framúrskarandi fag- mennsku, metnað og þekkingu sem Slysavarnafélagið Landsbjörg býr yfir,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála þegar skrifað var undir samning- inn. mm Stóraukinn stuðningur við Safetravel verkefnið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.