Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 201724 Þeir eru ófáir íbúarnir á Borgarfjarð- arsvæðinu sem hafa farið í spinning eða þrektíma hjá Guðrúnu Emil- íu Daníelsdóttur í Borgarnesi eða „Gunnu Dan“ eins og hún er gjarnan kölluð. „Hreyfing og samvera skiptir verulegu máli fyrir okkur öll. Hvort tveggja er lífsnauðsynlegt eldsneyti fyrir daglegt líf og algjört leiðar- ljós í tímunum hjá mér. Og ekki má gleyma gleðinni og stuðinu sem má ekki vera langt undan,“ segir Gunna sem staðið hefur fyrir spinning og þrektímum í yfir tvo áratugi. Nýverið greip hún á lofti áform Borgarbyggðar um að sækjast eft- ir vottun frá Landlæknisembættinu um að gerast heilsueflandi samfélag. Hún hóf að hvetja starfsfólk vinnu- staða í sveitarfélaginu til að koma í spinning og þrek til sín og við- brögðin létu ekki á sér standa. „Eitt leiddi af öðru og nú hópast þeir hver af öðrum til mín. Samfélagið er nú sannarlega að komast á hreyfingu.“ Tímarnir urðu að fastapunktum Gunna Dan er borinn og barnfædd- ur Borgnesingur og má rekja ættir hennar til fyrstu íbúa bæjarins sem fluttu þangað um aldamótin 1900. Hún hefur unnið sem bankastarfs- maður í Borgarnesi frá níunda ára- tugnum, lengst af hjá Sparisjóði Mýrasýslu, en síðustu ár hjá Ar- ion banka. Meðfram því hefur hún skipulagt spinning og þrektíma en upphaf þeirra má rekja til þess þegar hún átti sitt síðara barn árið 1993. „Við vorum nokkrar mæður hér í Borgarnesi með ung börn og vorum að sækja þreksalinn í Íþróttamið- stöðinni á svipuðum tíma á morgn- ana. Okkur vantaði einhverja skipu- lagða hreyfingu inn í rútínuna okk- ar. Svo tókum við vinkonurnar, ég og Erla Kristjánsdóttir, okkur til og fórum að vera með blandaða tíma alla virka morgna, hún klukkan sjö og ég klukkan átta. Það myndað- ist strax góð stemning og vatt þetta upp á sig. Svo bættum við stöllurn- ar við síðdegistímum í spinning og síðar svokölluðu kvennaþreki sem var tvisvar í viku um nokkurra ára skeið,“ segir Gunna. „Einnig var æskuvinkona mín Íris Grönfeldt með annálaða tíma og er enn með hádegispúl og vatns- leikfimi. Áður en langt um leið var Indriði Jósafatsson, sem var íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hér í bænum, búinn að munstra tímana inn í dag- skrá Íþróttamiðstöðvarinnar þann- ig að hver sem vildi gat verið með,“ segir Gunna. „Þetta gekk eftir og urðu tímarnir að fastapunktum hjá mörgum,“ segir hún. „Mæti fyrir þig Gunna mín“ Gunna Dan segir sterk og ánægu- leg tengsl hafi myndast hjá hópn- um sem mætti til að taka á því. „Vinskapurinn sem myndaðist hjá okkur í morgunhópnum mín- um var einstakur, yndislegar kon- ur. Það var líka margt brallað fyrir utan hreyfinguna; farið til Reykja- víkur í bíó og upp á Hvanneyri í laufabrauðgerð. Svo var stundum skellt í olíunudd og andlitsbað, ó já, það var ýmislegt brallað á þess- um árum,“ segir Gunna og brosir við upprifjunina. „Það er gaman að geta þess að við erum fjórar úr þessum morg- unhópi sem enn hittumst reglu- lega og borðum saman, þó að þess- ir tímar séu hættir fyrir nokkrum árum,“ bætir hún við og segir að minningarnar ylji. Margir hafa mætt í tímana í ára- raðir. „Það hefur verið einstaklega gefandi að standa í þessu og er ég svo hrærð og þakklát hvað fólk hreinlega nennir að mæta til mín. Það er alveg dásamlegt,“ segir Gunna í léttum tón og viðurkenn- ir að henni vökni um augun þegar hún staldrar við og hugsar tilbaka. „Sumir segja stundum: „Ég mæti fyrir þig Gunna mín“. Mér finnst það góð tilhugsun því þá er klárt að viðkomandi fær góða hreyfingu í sinn hlut. „Ég er afar þakklát yfir viðtökunum í gegnum árin.“ „Dansað, hlegið og sungið“ Gunna hefur spilað eftir eyranu í skipulagningu tímanna sinna en hún hefur lagt áherslu á að þar sé „dansað, hlegið og sungið,“ eins og hún orðar það. „Ég titla mig sem leiðbeinanda en ég er ekki íþrótta- kennari að mennt. Ég hef allt- af reynt að fara fjölbreyttar leiðir í prógramminu sem ég býð upp á. Síðustu ár hef ég notað internetið mikið, fer gjarnan inn á YouTube og skoða hverjar eru heitustu æf- ingarnar hverju sinni sem ég inn- leiði svo í prógrammið mitt,“ seg- ir hún en dagskráin samanstendur af alls konar blönduðum æfingum með og án lóða, á hjóli og á dýnum og pöllum. „Svo er líka pínu húmor í þessu hjá mér. Nýjasta æfingin sem ég er með er klósettrúlluæfingin. Hún felst í alls kyns styrktaræfingum með klósettrúllum. Svo legg ég mig fram um að velja hressandi og taktfasta tónlist sem hæfir pró- gramminu. Það skiptir máli upp á hraðann og stemninguna,“ segir Gunna en hún ver gjarnan sunnu- dögum í undirbúning fyrir vikuna. Vinnuveitendur hvetji til hreyfingar Gunna segir brýnt að fólk hreyfi sig reglulega. „Það hefur oft komið fyr- ir að fólk mæti í tíma hjá mér sem hefur aldrei verið í íþróttum. Stund- um er erfitt að brjóta ísinn og byrja. Eitt skipti kom kona að máli við mig sem hafði lengi langað að hreyfa sig meira en vantaði frumkvæðið vegna stöðugra anna heimafyrir og í vinnu. Ég vissi að henni langaði mikið til að vera með og bauð henni að koma einn daginn og prófa. Þetta gerði það að verkum að hún fór að mæta reglulega og hún naut þess í botn,“ segir Gunna sem telur virkni fólks og vellíðan ráðast mikið á því hvort fólk hreyfi sig reglulega. „Þetta skiptir mjög miklu máli, ekki síst fyrir vinnustaði. Það eru meiri líkur á því að sá sem hreyfir sig reglulega er virkari starfskraft- ur en sá sem hreyfir sig ekki neitt. Við erum einfaldlega ekki hönnuð frá náttúrunnar hendi til setu við skrifborð allan daginn. Það eru líka minni líkur á því að sá sem hreyfir sig veikist. Ég vil því skora á vinnu- veitendur hér á svæðinu til þess að hvetja starfsfólkið sitt til að stunda hreyfingu.“ Hvetur fólk til dáða Varðandi hvatninguna í tengslum við heilsueflandi samfélag í Borgar- byggð segir hún að ánægjulegt hafi verið að fylgjast með viðbrögðun- um. „Ég átti alls ekki von á þessu og kom þetta ánægjulega á óvart. Það er mjög gaman að fá að taka þátt í þessu með starfsfólki hinna ýmsu fyrirtækja enda hverjum hollt að fara út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt. Ég er búin að fá hvern vinnustaðinn á fætur öðr- um til mín og það eru hópar skráðir nánast á hverjum degi út mars. Það var mjög gaman að sjá í þeim hópi fólk sem ég hef hreinlega aldrei séð áður í íþróttum,“ segir Gunna sem hvetur fólk til dáða. „Vonandi verður þetta allt til þess að fleiri fari að hreyfa sig. Það er stóra markmiðið. Ég er í það minnsta að reyna að leggja mitt af mörkum af ástríðu í þágu hreyfingar og gleði,“ segir hún að lokum og vill um leið þakka af öllu hjarta öllum sem hafa komið í tíma til sín í gegnum árin. „Minningarnar eru fjölmargar og yndislegar.“ hlh Í þágu hreyfingar og gleði Rætt við Gunnu Dan, spinning- og þrekleiðbeinanda í Borgarnesi Guðrún Emelía Daníelsdóttir (Gunna Dan). Ljósm. Gunnhildur Lind. Í tíma hjá Gunnu Dan á laugardaginn. Ljósm. Gunnhildur Lind. Hver vinnustaðurinn á fætur öðrum í Borgarbyggð hefur farið í tíma hjá Gunnu Dan að undanförnu. Hér eru starfsmenn Borgarbyggðar ásamt tveimur sveitarstjórnarmönnum sveittir og glaðir eftir að hafa tekið vel á því. Ljósm. Gunna Dan.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.