Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 11 Aðalfundur Við höldum 1. vetrardag hátíðlegan og blásum til veislu í Kaupfélagi Borgfirðinga laugardaginn 25. október 2008 kl. 12-15 Flugger litir veita ráðgjöf og verða með tilboð Mjólka kynnir vörur sínar Kynning á hreinsiefnum frá Kemi Kynning og tilboð á Kerckhaert járningavörum, umboðsmaður á staðnum, býður upp á ís * Vetrarskeifurnar með breiða teininum komnar * Tískusýning á vetrarfatnaði, tilboð á fatnaði frá 66°N 10 - 50 % afsláttur af völdum vörum í versluninni Royal Canin, glaðningur fylgir öllum pokum af hunda-og kattamat. Umboðsmaður á staðnum Kaffi og rjómaterta SK ES SU H O R N 2 01 7 Aðalfundur Kaupféla s Borgfirði ga verður haldinn að Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 23. mars 2017 og hefst kl. 20:30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Önnur mál. Skv. 14. gr. samþykkta KB þá hafa allir félagsmenn aðgang að fulltrúafundum og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Borgarnesi, 9. mars 2017 Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga. Límtré Vírnet ehf. í Borgarnesi leitar að starfsmönnum Framleiðsla Um er að ræða almenn og sérhæfð störf, við völsunarlínu fyrirtækis, jafnvel verkstjórn. Reynsla af umgengni við vélar æskileg. Blikksmiðja Leitum að fólki við vinnu við blikksmíði, menntun eða reynsla í blikksmíði æskileg. Járnsmiðja Leitum að fólki til vinnu við járnsmíði, menntun eða reynsla í þessu fagi eða skildum greinum æskileg. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Símonarson í síma 617-5302 eða á netfangið: alli@limtrevirnet.is Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á: asa@limtrevirnet.is fyrir 28. mars 2017. Störfin henta jafnt konum sem körlum og er um framtíðarstörf að ræða. Atvinna í Borgarnesi Ágætis horfur eru á bygginga- markaði á Akranesi. Að sögn Sig- urðar Páls Harðarsonar, sviðs- stjóra skipulags- og umhverf- issviðs, er nú verið að byggja á nokkrum stöðum. Auk þess eru lausar til umsóknar tæplega 40 íbúðarhúsalóðir og mun þeim fjölga þegar líður á árið. „Sú upp- bygging sem er fyrst og fremst í gangi er í Skógarhverfi 2. Þar eru byrjaðar framkvæmdir við fjöl- býlishúsalóðir og verið að byggja bæði parhús og raðhús. Fjölbýlis- hús við Asparskóga 27 verður til- búið í sumar og sami framkvæmda- aðili mun reisa tvö fjölbýlishús til viðbótar við Asparskóga 24 og 29. Samtals eru þetta 32 íbúðir,“ seg- ir Sigurður Páll. Hann segir það aðallega vera verktaka sem sæki um fjölbýlishúsalóðirnar. „En ein- staklingar og fyrirtæki sækja um parhúsa- og einbýlishúsalóðirnar. Það er búið að úthluta einhverjum slíkum lóðum. Trésmiðjan Akur hefur til dæmis lokið við byggingu við Blómalund 2-4 og það eru að bætast tvö parhús við til viðbótar í þeirri götu, ásamt raðhúsalengju.“ Sigurður Páll segir að til standi að fleiri rað- og parhús verði reist og einnig sé verið að byggja ein- býlishús við nokkrar götur í Skóg- arhverfi. „Þetta er svona í pípun- um og svo er verið að spyrjast fyrir um eitt og annað. Það líður varla sá dagur að ekki berist einhverjar fyrirspurnir,“ heldur hann áfram. Hann segir að einnig sé verið að skoða hugsanlegar breytingar annars staðar í bænum. Við Vall- holt 5 sé skipulagsferli í gangi en þar verður gert ráð fyrir fjölbýlis- húsi með tólf íbúðum. „Það var áður tengt fjölbrautaskólanum og breytingin felst í því að núna yrðu íbúðirnar fyrir almennan mark- að.“ Forgangur að ljúka skipulagsvinnu Þá eru einnig í pípunum tvö stór mál sem eru í skipulagsferli. Ann- ars vegar er um að ræða Dalbraut- arreitinn og hins vegar Sements- reit. „Þetta er í báðum tilfell- um skipulagsvinna sem er kom- in vel af stað en svolítið eftir að hún klárist. Það er töluvert magn íbúða þar undir. Um 200 íbúðir eru á Dalbrautarreitnum en þær eru töluvert fleiri á Sementsreitn- um,“ segir Sigurður Páll. Þeg- ar skipulagsferli lýkur þarf yfir- leitt að fara í framkvæmdir tengd- ar gatnagerð. Sigurður segir að á Dalbrautarreitnum þurfi ekki að fara í miklar aðgerðir til að gera lóðirnar byggingarhæfar. „Þar er mest allt til staðar. Varðandi Sem- entsreitinn, þá verða fyrstu lóðirn- ar sem fara út við Suðurgötuna og það er í sjálfu sér allt klárt.“ Sam- hliða skipulagsvinnunni við Sem- entsreitinn er verið að útbúa gögn varðandi niðurrif mannvirkja á reitnum. Reiknað er með því að þær framkvæmdir hefjist síðsum- ars á þessu ári. Það sem liggur undir er efnisgeymslan, ofnhúsið og allt þar á milli. Það stendur til að halda eftir skrifstofubygging- unni, pökkunarhúsinu, sements- sílóunum við höfnina og stromp- Margar tiltækar íbúðarhúsalóðir lausar á Akranesi urinn er inni eins og er, annað er að fara.“ Skipulagsvinnan við bæði Sementsreitinn og Dalbrautar- reitinn hefur verið í gangi frá því á síðasta ári. Sigurður Páll segir þessa vinnu hafa tekið töluverðan tíma og að heilmikil vinna sé þar á bakvið. „Það er forgangsatriði hjá okkur að ljúka þessari skipulags- vinnu. Þessi skipulög munu klár- ast á nánast sama tíma, vonandi í kringum júlí eða ágúst.“ grþ Hér má sjá þær lóðir sem eru tiltækar í Skógarhverfi 2 á Akranesi, en þar er töluverð uppbygging í gangi. Svona gæti yfirbragð byggðar við Sementsreit orðið. Gunnar Örn Sigurðsson arkitekt sýndi meðal annars þessa mynd þegar hann kynnti tillögur að deiliskipulagi á Sementsreit á íbúafundi sem haldinn var um skipulagsmál fyrr á árinu. Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 28. mars 2017 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Hvenær varð Hákon gamli konungur Íslendinga? Sverrir Jakobsson sagnfræðingur flytur Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Fjallað verður um hina dramatísku stjórnmálasögu Íslands á 12. og 13. öld. sem gegnt hefur miklu hlutverki í sögulegu minni þjóðarinnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.