Skessuhorn - 22.03.2017, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 201714
Um síðustu helgi mátti í Hörpu í
Reykjavík kynnast mörgu af því
nýjasta sem bændur og ýmsir aðr-
ir framleiðendur hafa verið að fást
við í nýsköpun og framleiðslu. Þar
stóð yfir matarmarkaður Búrsins.
Að vanda var ýmislegt fróðlegt að
sjá og fullt af nýsköpun. Má þar
nefna fjallakryddaða kæfu af Aust-
urlandi, eðalsnakk frá Gullauga,
gulrætur matreiddar með ýms-
um hætti, korn af Héraði, rabar-
bara-sælgæti af Suðurlandi, hjarta-
styrkjandi fæðubótarefni unnið úr
lambahjörtum og handáburð unn-
inn úr fitu minkanna frá Skörðugili.
Héðan af Vesturlandi mátti meðal
annars sjá geitaafurðir frá Háafelli
og tvíreykt ærket frá Ytra-Hólmi.
Sjón var vissulega sögu ríkari, en
meðfylgjandi myndir voru teknar á
laugardaginn, þegar vart var þver-
fótað fyrir gestum sem stóðu í röð-
um við að kynnast því ferskasta og
nýjasta í nýsköpun.
mm
Fjölmenni á
matarmarkaði Búrsins
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar
samþykkti á fundi sínum 14. mars
síðastliðinn, með sex atkvæðum og
hjásetu þriggja bæjarfulltrúa, áskor-
un til þingmanna um að fella frum-
varp um afnám einkaleyfis ÁTVR
á smásölu áfengis og að heimila
áfengisauglýsingar. Tillöguna fluttu
Valgarður L Jónsson og Ingibjörg
Valdimarsson frá Samfylkingunni.
Við afgreiðslu málsins sátu hjá þrír
bæjarfulltrúar meirihlutans í bæjar-
stjórn, þau Ólafur Adolfsson, Sig-
ríður Indriðadóttir og Rakel Ósk-
arsdóttir. Aðrir bæjarfulltrúar voru
málinu fylgjandi.
Ályktunin sem samþykkt var
hljóðar þannig: „Bæjarstjórn Akra-
ness hvetur alþingismenn til þess að
taka tillit til ábendinga landlæknis
og heilbrigðisstarfsfólks þegar þeir
gera upp hug sinn varðandi frum-
varp það sem liggur fyrir Alþingi,
um afnám einkaleyfis Áfengis- og
tóbaksverslunar ríkisins á smásölu
áfengis og heimilar áfengisaug-
lýsingar. Landlæknir, heilbrigðis-
starfsfólk, samtök lækna og fjöl-
margir aðilar sem vinna að heilsu-
eflingu og velferðarmálum vara við
þeirri breytingu sem felst í sam-
þykkt frumvarpsins og benda á að
rannsóknir sýna að aukið aðgengi
að áfengi, sem verður með mikilli
fjölgun sölustaða, leiðir til aukinnar
neyslu, meðal annars meðal barna
og ungmenna. Kannanir sýna að
meirihluti landsmanna er andvíg-
ur frumvarpinu. Þessar ábendingar
verður að taka alvarlega.
Íslendingar hafa tekið forvarn-
ir gegn ávana- og vímuefnaneyslu
barna og ungmenna föstum tök-
um og náð þar undraverðum ár-
angri. Bæjarstjórn Akraness legg-
ur mikla áherslu á forvarnastarf og
setur í forgang að búa börnum og
ungmennum sem best uppvaxtar-
skilyrði. Á undanförnum árum hafa
kannanir sýnt, að ávana- og vímu-
efnaneysla barna og ungmenna á
Akranesi er með því allra minnsta
sem þekkist hér á landi. Það er
mikilvægt að við glutrum ekki nið-
ur þessum góða árangri. Við eigum
að láta hagsmuni og velferð barna
og ungmenna njóta forgangs í allri
stefnumörkun. Aukið aðgengi að
áfengi og áróður í formi áfengis-
auglýsinga gengur gegn því sjón-
armiði.“
mm
Bæjarstjórn Akraness mótmælir
áfengisfrumvarpinu
Ljósmynd úr verslun í Danmörku en þar í landi er heimilt að selja vín í mat-
vöruverslunum.
Stjórnendur Reykhólahrepps
hafa áhyggjur af því að bryggjan
í Flatey á Breiðafirði sé að brotna
niður og geti því verið hættu-
leg. Þetta kom fram í samtali
Ingibjargar Birnu Erlingsdótt-
ur, sveitarstjóra Reykhólahrepps,
við Morgunblaðið. Hún seg-
ir að stjórnendur hreppsins hafi
ítrekað viðrað áhyggjur sínar við
Vegagerðina, enda sé góð hafnar-
aðstaða í eynni ekki aðeins hags-
munamál sveitarfélagsins, heldur
einnig rekstraraðila Breiðafjarð-
arferjunnar Baldurs, íbúa í Flatey
og síðast en ekki síst þess mikla
fjölda fólks sem heimsækir eyjuna
á ári hverju.
Framan við gamla frystihúsið
við Tröllenda í Flatey er steypt
plan. Þar fyrir framan stendur
bryggjan í tveimur hlutum. Nær
landi er gamli hluti bryggjunnar,
sem er að sögn Ingibjargar orð-
inn fúinn og lélegur. Er það veiki
hlekkur mannvirkjanna sem þol-
ir illa aukið álag sem fylgir nýj-
um og stærri Baldri sem tekin var
í notkun árið 2015. Skipið getur
ekki lagst að bryggju öðruvísi en
að landfestarnar séu bundnar á
bryggjupolla og hann síðan not-
aður sem mótstaða á meðan ferj-
an er keyrð að bryggjunni. Í frétt
Morgunblaðsins segir að átökin
séu það mikil að bryggjan leiki öll
á reiðiskjálfi, bæði eldri og nýrri
hluti hennar, á meðan keyrt er í
springinn. Til að tryggja öryggi á
bryggjunni hefur fólki undanfar-
in misseri verið vísað frá á meðan
Baldur leggst að. Ingibjörg segir
slysahættu vera fyrir hendi og því
brýnt að ráðist verði í viðhalds-
framkvæmdir sem allra fyrst.
Deilt um forræði
Málið er að snúið því deilt er um
forræði yfir hafnarmannvirkjum í
Flatey og þar með hver skuli sjá
um viðhald þeirra. Ingibjörg segir
ferjusiglingar frá Stykkishólmi, í
Flatey og þaðan yfir að Brjánslæk
á Barðaströnd, vera þjóðveg þeirra
sem eiga erindi í Flatey og því á
forræði Vegagerðarinnar. Þannig
hafi það verið í áratugi. Vísar hún
til þess að sveitarfélagið hafi síð-
ast unnið reglugerð með gjaldskrá
fyrir höfnina fyrir 70 árum síðan,
árið 1947. Vegagerðin hafi síð-
an einfaldlega tekið við höfninni
án sérstakra samninga. „Fljót-
lega eftir hrun, þegar efnahags-
lífið var í mestri lægð, fór Vega-
gerðin hins vegar að tína utan af
sér verkefni, sem hún hafði haldið
utan um í fjölda ára, þar á meðal
hafnarmannvirkin í Flatey. Sveit-
arfélagið hefur ekki viljað taka við
höfninni, enda ekki hlutverk þess
að reka ferjuöfn. Ég hef hins vegar
trú á að lausn finnist á þessu máli
og Vegagerðin komi að nauðsyn-
legum endurbótum á höfninni,“
segir Ingibjörg. Hún segir Vega-
gerðina hafa lagt fram óformlega
hugmynd þess efnis að koma fyrir
tryggari pollum uppi í landi til að
halda á móti skipinu. Sú hugmynd
hafi þó ekki verið útfærð og geti
aðeins verið bráðabirgðalausn, en
ekki viðgerð til frambúðar.
Eðlilegast að ríkið taki
við bryggjunni
Sigurður Áss Grétarsson, fram-
kvæmdastjóri siglingasviðs Vega-
gerðarinnar, segir í umfjöllun Morg-
unblaðsins að Vegagerðin hafi gert
úttekt á bryggjunni í Flatey. Sam-
kvæmt þeirri úttekt sé ljóst að lag-
færa þurfi bryggjuna, meðal annars
krossbita og þverbita undir henni.
Sigurður kveðst ekki geta sagt til
um hvenær verði ráðist í þær fram-
kvæmdir, en það verði varla á þessu
ári þar sem engar fjárveitingar til
verksins séu fyrir hendi. Hann seg-
ir bryggjuna vera í eigu Reykhóla-
hrepps og hún hafi upphaflega til-
heyrt gamla Flateyjarhreppi. Hann
segir að Vegagerðin hafi ekki rekið
bryggjuna undanfarna áratugi, þó
ríkið hafi fjármagnað endurbygg-
ingu hennar og að Vegagerðin hafi
í raun engar heimildir til þess að
reka hana. Hins vegar megi velta
fyrir sér hvort ekki væri eðlilegast
að ríkið tæki með formlegum hætti
við bryggjunni í Flatey og hún fengi
eðlilegt viðhald í framhaldinu. Sam-
hliða því yrði gjald tekið af Baldri
vegna notkunar hafnarmannvirkj-
anna. kgk
Brýnt að viðhalda bryggjunni í Flatey
Baldur leggst að bryggju í Flatey. Ljósm. Reykhólahreppur.