Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 201710 Þórdís Kolbrún R. Gylfadótt- ir ráðherra ferðamála hefur stað- fest tillögu stjórnar Framkvæmda- sjóðs ferðamannastaða um úthlut- un styrkja vorið 2017. Alls eru veitt- ir styrkir til 58 verkefna á landsvísu og nemur heildarfjárhæð þeirra 610 milljónum króna. Þar af renna tæp- lega 116 milljónir til 13 verkefna á Vesturlandi, eða sem nemur 19% af úthlutun sjóðsins. Að auki hefur ráð- herra falið Ferðamálastofu að ganga til samninga við Vegagerðina um þróun á ölduspákerfi vegna Reynis- fjöru og Kirkjufjöru þar sem ferða- fólk hefur ítrekað farið sér að voða í ölduróti. Lagðar voru 20 milljónir af ráðstöfunarfé sjóðsins í það verk- efni. Hæsti styrkur sem sjóðurinn veitir að þessu sinni er 60 milljónir króna í verkefni í Landmannalaug- um. Næsthæsta styrkinn á lands- vísu hlýtur Snæfellsbær, 31,2 millj- ón, vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. Þá fær Akraneskaup- staður úthlutað 30 milljónum króna vegna Guðlaugar, vaðlaugar í grjót- garði á Jaðarsbökkum. Þriðji hæsti styrkurinn á Vesturlandi er til stækk- unar bílastæða og annarra verkefna við Hraunfossa. Þetta er sjötta árið sem Fram- kvæmdasjóður ferðamannastaða út- hlutar styrkjum. Hlutverk sjóðsins er samkvæmt lögum að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og vernd- un ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt, leit- ast við að tryggja öryggi ferða- manna og vernda náttúru landsins og fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferða- mannastaði. Styrkir á Vesturland eru þessir: Stykkishólmsbær. 12,82 milljón- ir til að ljúka göngustígagerð í Súg- andisey. Grundarfjarðarbær. 7 milljónir til að gera áningarstað við Kirkjufells- foss. Styrkur til hönnunar bílastæð- is og lagfæringar núverandi göngu- stíga. Snæfellsbær. 31,19 milljónir króna til að bæta aðkomu, bílastæði og göngustíga við Rauðfeldargjá. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes. 2,84 milljónir króna til að end- urhanna gamla félagsheimilið að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholts- hreppi til að gera það að gestastofu fyrir Svæðisgarðinn á Snæfellsnesi. Dalabyggð. 3,07 milljónir króna til að leggja stíg með ströndinni við Búðardal (áfangi 2), gera á bílastæði og áningarstað við enda stígarins. Akraneskaupstaður. 30 milljónir króna til að byggja heita laug, Guð- laug, sem staðsett verður í grjótvörn við Langasand á Akranesi. Mann- virkið samanstendur af útsýnispalli, heitri laug og grynnri laug sem nýt- ur vatns úr yfirfalli efri laugarinnar. Hvalfjarðarsveit. 5,7 milljónir króna vegna áframhalds á endur- bótum og viðhaldi gönguleiða upp að fossinum Glymi. Gönguleiðir við Glym eru brattar, hættulegar og við- kvæmar fyrir rofi. Umhverfisstofnun fær 800 þúsund króna styrk til að endurheimta illa farin gróðursvæði með uppgræðslu, mosaflutningi, girðingum til að girða af viðkvæm svæði og merking- um við Grábrók. Hreðavatn ehf. 3,27 milljóna króna styrkur til úrbóta vegna gróður- skemmda við Glanna og Paradísar- laut; lokun óæskilegra stíga, endur- bóta á stígum, lagfæringar á gróður- skemmdum og uppsetningu merk- inga og skilta. Skógrækt ríkisins. 2,5 milljónir í lokafrágang útsýnispalls við Laxfoss í Norðurárdal, m.a. smíði stiga og millipalla niður á útsýnisstað ásamt lokafrágangi staðarins með því s.s. að klára malarstig, sá í kanta, loka gróðursárum og setja upp stikur og skilti. Snorrastofa í Reykholti. 7,4 millj- ónir króna í eflingu minjasvæðis í Snorragarði í Reykholti. Styrkur til að loka skurðum, setja lokræsi, laga stíga og setja upp skilti. Umhverfisstofnun. 22 milljónir í endurhönnun, stækkun og malbik- un núverandi bílastæðis við Hraun- fossa í Hálsasveit, þar sem núver- andi bílastæði ber ekki þann þunga umferðar sem um það fer. Reykhólarhreppur. 6,7 milljónir króna til frekari hönnunar, stíga- og áningarstaðagerð, öryggismerking- ar og fleira neðan við þorpið á Reyk- hólum (Kúalaug). mm Lárus Hermannsson úr Borgar- nesi rær við annan mann á Sig- nýju HU. Lárus er kokkur og hef- ur starfað sem slíkur en einnig sótt sjóinn. „Við höfum gert út á línu frá Ólafsvík en fluttum okkur um set sunnudaginn 13. mars eftir að loðnan var mætt í Breiðafjörðinn. Þá fórum við til Sandgerðis og fór- um jafnframt yfir á handfærin. Síð- ustu vikuna hefur veiðin verið æv- intýralega góð og fiskurinn smekk- fullur af loðnu. Á fimmtudaginn vorum við við Garðskagann og náðum 4,3 tonnum áður en dagur var að kveldi kominn. Vorum við líklega með mest allra handfæra- báta þann daginn. Á föstudaginn var veiðin 3,4 tonn en þá sigldum við út eftir hádegi,“ segir Lárus. Skipsfélagi hans tók meðfylgj- andi myndir af Lárusi með einn rígvænan þorsk sem þeir drógu á sunnudaginn. „Þetta er 40-50 kílóa drellir og sjaldan sem mað- ur hefur séð svona þungan fisk því ekki var hann langur. Reyndar er ég sjálfur ekki hár í loftinu en þeg- ar við báðir réttum úr okkur er sá guli allavega heldur feitari, en ég ívið lengri,“ sagði Lárus léttur í bragði. mm Vel haldinn þorskur á handfærin Á Vesturland fara 116 milljónir til umhverfisverkefna Á þessu korti má sjá punkta sem merkja þá staði sem úthlutað er til að þessu sinni. Snæfellsbær fær 31,19 milljónir króna til að bæta aðkomu, bílastæði og göngustíga við Rauðfeldargjá. Guðlaug verður byggð fyrir í grjótvarnargarði við Langasand á Akranesi. Tæpar 13 milljónir fara til að ljúka göngustígagerð í Súgandisey við Stykkishólm. Bílastæði við Hraunfossa verða stækkuð enda bera þau engan veginn þá umferð sem er um svæðið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.