Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 23
Aukinn kaupmáttur og vaxandi
væntingar er jafnan ávísun á aukna
kaupgleði. Þess sjást meðal ann-
ars merki í neyslu á mat og drykk.
Í nýrri skýrslu Rannsóknaseturs
verslunarinnar kemur fram að í
febrúar var velta dagvöruverslana
3% meiri en í sama mánuði í fyrra
og að jafnaði hefur velta dagvöru-
verslana aukist um 6% síðustu 12
mánuði. Þar sem verð á matvæl-
um fer lækkandi er magn þess sem
keypt meira en velta í krónum gef-
ur til kynna. Velta áfengisverslunar
vex einnig og var 8% meiri í febrú-
ar en í sama mánuði í fyrra. Athygli
vekur að í hinum mikla hagvexti,
sem að nokkru er drifinn áfram af
aukinni neyslu, skuli fataverslun
dragast saman. „Velta fataverslana
var 12,4% minni í febrúar síðast-
liðnum en í sama mánuði í fyrra.
Á þessu tólf mánaða tímabili lækk-
aði samt verð á fötum um 7,3%.
Þess ber að geta að fataverslunum
hér á landi hefur farið fækkandi frá
áramótum, en það er mikilvægur
hluti skýringarinnar. Veltutölurn-
ar byggja á upplýsingum frá öllum
stærstu verslunarkeðjum, sem selja
föt hér á landi. Sumar þeirra hafa
lokað hluta af fataverslunum sín-
um,“ segir í samantekt RMV.
Þá segir að ætla mætti að hluti
skýringar á minnkandi verslun með
fatnað sé aukin netverslun frá út-
löndum auk þess sem sterkar vís-
bendingar eru um að landsmenn
kaupi stóran hluta fatnaðar þegar
þeir ferðast til útlanda. Þetta á hins
vegar ekki við um skóverslun því
hún jókst um 23,7% í febrúar. Verð
á skóm í síðasta mánuði var 6,1%
lægra en í sama mánuði í fyrra.
Hraður vöxtur er jafnframt í hús-
gagnaverslun, sem jókst um 13,9%
á tólf mánaða tímabili, og bygg-
ingavöruverslun, sem jókst um
14,2% frá febrúar í fyrra. Verð á
húsgögnum fer lækkandi en verð á
byggingavörum hækkaði lítillega í
árssamanburði.
Eftir langt tímabil vaxtar í raf-
tækjaverslunum og verslunum með
skyldar vörur, virðist sem held-
ur hafi dragið úr vextinum. Sala
á minni raftækjum, svokölluðum
brúnum vörum, jókst vissulega um
10,3% í febrúar frá febrúar í fyrra
en velta stærri heimilistækja var
svipuð og í fyrra.
Greiðslukortavelta heimilanna
innanlands var 57,2 milljarðar kr. í
febrúar. Kortavelta erlendra ferða-
manna hér á landi var 16,8 millj-
arðar kr. sem er næstum 30% af
innlendu veltunni. Tölur um ein-
staka útgjaldaliði erlendar korta-
veltu hér á landi sýnir að lang-
stærstu upphæðir sem fara til versl-
ana er til kaupa í dagvöruverslun-
um. Hins vegar virðist sem dragi úr
vexti veltu á kaupum útlendinga á
útivistarfatnaði, sem e.t.v. má rekja
til styrkingar krónunnar að undan-
förnu. Athygli vekur að debetkorta-
velta Íslendinga í útlöndum jókst
um 54% frá febrúar í fyrra, sam-
kvæmt tölum Seðlabankans.
mm
Aukin kaupgleði og
vaxandi væntingar
Það var eftirvænting í loftinu með-
al Alaska Husky sleðahundanna í
Hlíðarbæ á Hvalfjarðarströnd þeg-
ar blaðmaður Skessuhorns leit þar
við á dögunum. Hann var mættur
til að spjalla við eiganda þeirra, Pál
Tryggva Karlsson, sem hefur rækt-
að sleðahunda af þessari tegund
í tæpa þrjá áratugi. Páll er „mus-
her“ eins og það heitir á tungumáli
inúíta á Norðurslóðum, þar sem
rætur hundanna liggja, en það er
heiti sem notað er um sleðamenn.
Hafa dregið í aldir
„Það er fátt ánægjulegra en að vera á
fullri ferð á sleðanum fjarri manna-
byggðum. Það heyrist ekki múkk
í hundunum meðan þeir draga af
fullri ákefð eins og þeir hafa kyn
til. Eina sem heyrist er hvinur-
inn í sleðanum. Þetta eru dásam-
legar stundir,“ segir Páll við upp-
haf spjalls. Þegar blaðamann bar að
garði var Páll að ljúka við að hreinsa
út úr hundakofunum í hundabyrg-
inu sínu eða „kennelnum“ eins og
musherar segja gjarnan. Ekki var
að annað sjá en að hundarnir, sem
eru sjö talsins, væru sáttir með eig-
anda sinn og geltu dátt honum til
heiðurs.
Þrír áratugir eru síðan Páll eign-
aðist sinn fyrsta Alaska Husky. „Það
eru tæp 30 ár síðan. Ég bjó þá í Ár-
bænum í Reykjavík og var að vinna
hjá fyrirtæki miðsvæðis í borginni.
Ég fór oft á hjóli í vinnuna og þá
notaði ég hundinn til að draga
mig áfram,“ segir Páll. Hann segir
hundana þrautþjálfaða til að draga
og gildir einu hvort það er sleði,
reiðhjól eða jafnvel gamalt fjórhjól
sem er dregið.
„Á sumrin fer ég um á gömlu
fjórhjóli sem ég á með hundana.
Það vekur vitanlega nokkra athygli
hér í sveitinni,“ segir hann kíminn.
„Þessi hundategund hefur dregið í
aldir og er þrautþjálfuð í því en eins
og nafnið gefur til kynna er hún
upprunnin í Alaska.“
Miklir karakterar
Páll segir hundana mörgum gáfum
gæddir. „Þetta eru miklir karakterar
en hundarnir búa yfir alveg gríðar-
legu þoli. Mitt hlutverk sem mus-
her er að hlúa vel að þeim, þjálfa
þá og kenna þeim að hvíla sig,“
segir hann og undirstrikar að hvíld
sé mjög mikilvægur hluti þegar
keppt er í sleðakappakstri. Einn-
ig skiptir máli að fylgjast vel með
líkamlegu ástandi hundanna, huga
að liðmótum og loppum. „Erlend-
is er keppt á allt að 1600 kílómetra
leið. Slík keppni getur tekið um 10
daga og þá reynir á að beita hund-
unum rétt. Yfirleit fer hvíld fram á
40 kílómetra fresti og þá er stopp-
að í allt að þrjár til fjórar klukku-
stundir. Þá þarf musherinn að róa
hundana, gefa þeim að borða og
búa um þá svo þeir geti sofið. Það
reynir því líka mikið á musherinn
sem þarf að vera í afar góðu formi
til að takast á við svona verkefni.
Aðstæður eru líka yfirleitt erfiðar,
frost og snjór.“
Karakter hundanna kemur
stundum fram í því að þeir gera
mannamun á fólki. „Þeir draga
ekki fyrir hvern sem er. Ef þeim
líkar ekki við einhvern þá sitja þeir
á rassinum. Þetta eru höfðingjar.“
Páll hefur í þjálfun sinni innleitt
hálfgert stýrikerfi til að stjórna
hundunum. „Ef ég segi „OK“ þá
fara þeir af stað. Þeir fara síðan til
vinstri og hægri ef ég kalla þau orð
og taka u-beygju í aðra hvora átt-
ina ef ég bæti „snú“ aftan við. Svo
stoppa þeir ef ég segi „hó“. Það
hljóma ég pínulítið eins og jóla-
sveinn,“ bætir Páll við brosandi.
Undankeppni á döfinni
Páll er meðlimur í félaginu Drag-
hunda Sport Iceland. Hann seg-
ir félagsmenn búa út um allt land
og er nokkur virkni í hópnum sem
heldur reglulega innanfélagsmót.
„Síðan er hópur sleðahundaeig-
enda með stóra keppni í undirbún-
ingi hér á landi sem ætlunin er að
verði undankeppni fyrir Evrópu-
mót alþjóða sleðahundaíþrótta-
sambandsins (IFSS). Stefnt hefur
verið að halda mótið núna í apríl
en leiðin sem farin verður er 200
km. Planið er að fara leiðina Bif-
röst-Blönduós. Ekki er þó útséð
hvort að ennþá verði snjór á þess-
ari leið og því er verið að skoða
hvort hægt sé að munstra leið frá
Þingvöllum og í Húsafell. Þetta
mun allt skýrast á næstunni,“ seg-
ir Páll.
Sleðaferðir fyrir
ferðamenn
Í vetur hóf Páll að bjóða upp á
sleðaferðir fyrir ferðamenn und-
ir merkjum Skriðhusky og hafa
undirtektir verið nokkrar. „Þetta
er tilraunaverkefni hjá mér og hef
ég fengið nokkra ferðamenn til
mín. Ég legg áherslu á að þeir fari
ekki bara í sleðaferð heldur taki
líka þátt í undirbúningi ferðar-
innar með mér. Þannig fá þeir að
kynnast hundunum betur og öllu
umstanginu í kringum umönnun
þeirra og þjálfun. Það er stór hluti
af sportinu,“ segir Páll.
Í sumar hyggst Páll bjóða upp
á styttri ferðir frá Laxárbakka í
Leirársveit. „Það mun ég vera
með hundana mína og bjóða ann-
að hvort upp á ferð á reiðhjóli eða
fjórhjólinu. Það verður spennandi
að sjá hvernig viðtökurnar verða,“
segir Páll að lokum.
hlh
Hundarnir eru
miklir karakterar
Rætt við Pál Tryggva Karlsson,
„musher“ á Hvalfjarðarströnd
Páll Tryggvi Karlsson ásamt sleðahundinum Kristal.
Páll við fjórhjólið sem hundarnir hans draga.
Alaska Husky hundarnir er miklir karakterar. Hér eru hundarnir Kristall og Snær í
kennelnum hjá Páli.
Annar af sleðum Páls. Allir hundarnir sjö draga sleðann og geta þeir dregið allt að
200 kg á 15 kílómetra meðalhraða á 40 kílómetra leið, án hvíldar.