Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 21
Hér er að finna þrjá textabúta
úr Fjallvegabókinni eftir Stef-
án Gíslason. Stefán valdi þessa
texta af nokkru handahófi, en
þeir eiga það þó allir sameig-
inlegt að tengjast leiðum á
Vesturlandi sem hann hljóp
síðasta sumar. Í bókinni eru
lýsingar á samtals níu fjallveg-
um á Vesturlandi, auk þriggja
sem liggja á milli Vesturlands
og annarra landshluta.
Arnardalsskarð
Brattasti kaflinn í hlíðinni reyndi
talsvert á fæturna. En okkur lá ekk-
ert á. Það er líka óráðlegt að flýta sér
svo upp brekkurnar að ekki gefist
færi á að njóta útsýnisins. Þarna sést
út eftir öllu sunnanverðu nesinu og
Snæfellsjökull vakir yfir öllu saman.
Það er eitthvað alveg sérstakt við
það að ná hæstu hæðum á fjallvegi,
sérstaklega ef leiðin upp hefur ver-
ið þokkalega torsótt. Og ekki spill-
ir fyrir að fara um ósnortnar fann-
ir undir glampandi sól. Heimurinn
sem opnaðist svo fyrir okkur þegar
við komum upp í skarðið var jafnvel
enn bjartari og fegurri en sú glaða
eftirvænting sem hafði fylgt okkur á
uppleiðinni. Annars er það oft þann-
ig í lífinu að tilhlökkunin er best.
Þess vegna borgar sig stundum að
draga sem lengst það sem tilhlökk-
uninni veldur. Það er einmitt þess
vegna sem það bætir jólin ekki neitt
að taka forskot á þau í nóvember.
Þar sem við stóðum í Arnardals-
skarði blasti við nýtt tilhlökkunar-
efni, því að norðan í skarðinu voru
miklar og brattar fannir. Þarna gafst
því færi á að gera það sem mér þykir
allra skemmtilegast í fjallvegahlaup-
um, þ.e.a.s. að hlaupa aðeins hrað-
ar niður fannirnar en sumir myndu
telja ráðlegt fyrir fólk á mínum aldri.
Þessar aðstæður minna mig á það
þegar ég var lítið barn og hljóp að-
eins hraðar en ég gat niður brekk-
una í túninu heima í Gröf. Þá var
leikurinn fólginn í því að bera fæt-
urna nógu hratt fyrir sig til að steyp-
ast ekki á hausinn. Ég er hættur að
reyna þetta á hörðu undirlendi en
brattar fannir með hæfilegri sólbráð
frelsa barnið í mér.
Ég hafði ætlað mér að hlaupa nið-
ur með Kverná að austanverðu alla
leið til byggða en lagði þó meiri
áherslu á að fylgja stikunum. Þær
leiddu okkur niður að ánni og vestur
yfir hana og þar með breyttist áætl-
unin. Á svona ferðum reyni ég yfir-
leitt að velja augljósustu leiðina og
þar með þá leið sem aðrir eru lík-
legastir til að fara á eftir mér. Vestan
við Kverná sameinast leiðin sem við
fórum ofan úr Arnardalsskarði ann-
arri leið ofan úr Egilsskarði, sem er
nokkru vestar í fjallgarðinum. Eftir
það er augljóst hvert halda skuli og
Kirkjufellið villir heldur ekki á sér
heimildir í björtu.
Svínbjúgur
Hlaupið um Svínbjúg hefst við eyði-
býlið Hól í Hörðudal. Hlaupið er
vestur yfir Hólsskarð yfir í Selár-
dal og upp með ánni Skraumu með
stefnu í suðurátt. Innarlega í daln-
um er vaðið yfir ána og stefnt inn
Burstardal sem opnast milli Burstar
og Burstarkolls að austan og Hellu-
fjalls að vestan. Áfram er hlaupið til
suðurs upp með Burstará að vestan-
verðu. Innst í dalnum er sveigt ör-
lítið meira til vesturs og upp á Svín-
bjúg, en svo nefnist grýttur hrygg-
ur á vatnaskilum inn af Burstardal.
Af Svínbjúg opnast útsýni suður yfir
Hítarvatn og við taka brekkur nið-
ur Bjúgshlíð niður á grösugt undir-
lendi við norðurenda vatnsins.
Við norðurenda Hítarvatns voru
áður nokkrir bæir sem nú eru allir
löngu komnir í eyði. Mest er vitað
um býlið Tjaldbrekku sem stóð efst
á flatlendinu við Þröskuldardalsá.
Við Tjaldbrekku var tjaldstaður í
haustleitum Hraunhreppinga fram
til ársins 1906, en þá var reist svo-
nefnt Fjallhús við Hítarhólma neð-
an við vatnið. Líklega höfðu leitar-
menn tjaldað þarna frá „örófi alda“.
Alla vega er til saga úr fyrndinni um
samskipti tjaldbúa við tröllkonuna
Foxu í Foxufelli, sem ætlaði að hafa
þá í kvöldmatinn eitt haustið. Þeir
gripu þá til þess ráðs að senda einn
af yngri mönnunum nakinn á móti
henni. Þetta dugði til að hún lagði
á flótta og tók ekkert nesti með sér
nema stærsta hestinn. Reyndar má
efast um trúverðugleika þessarar
sögu, því að líklegt verður að telja
að Foxa hefði frekar séð tækifæri en
ógnir í nektinni. Það hlýtur jú að
vera auðveldara að borða smala ef
búið er að taka utan af þeim hýðið.
Bærinn Hóll í Hörðudal, þar
sem hlaupið hefst, var „mest jörð í
Hörðudalnum“ að því er fram kem-
ur í Árbók FÍ 1947. Bærinn hefur
verið í eyði frá því haustið 2011 þeg-
ar síðasti ábúandinn, Guðmundur
Guðbrandsson, eða Mundi á Hóli
eins og hann var oftast kallaður, féll
frá 96 ára að aldri. Sama ættin hafði
þá búið á Hóli í 205 ár. Síðustu árum
Munda á Hóli voru gerð nokkur skil
í heimildarmyndinni Land míns
föður sem Ólafur Jóhannesson og
kvikmyndafélag hans Poppoli Pict-
ures gerðu um baráttu bænda í Döl-
um. Myndin var frumsýnd skömmu
áður en Mundi dó. Bærinn á Hóli
brann aðfaranótt 16. júlí 2012 og nú
stendur þar fátt eftir sem minnir á
þessa ættarsögu.
Nokkur örnefni á hlaupaleiðinni
vekja forvitni. Þar má fyrst nefna
ána Skraumu í Selárdal. Algenga
skýringin á þessu nafni er að það sé
kennt við tröllkonuna Skraumu eða
Skrámu sem hafi hlaupið þarna yfir
ána á sínum tíma. Það hafa víst fleiri
gert, enda er árgljúfrið víða mjög
þröngt. Í samantekt Árna Björns-
sonar, þjóðháttafræðings, kemur
t.d. fram að einu sinni hafi mað-
ur hlaupið yfir gljúfrið með ljós-
móður í fanginu sem hann sótti til
konu sinnar í barnsnauð. Að mati
Árna gæti Skrauma líka þýtt há-
vaði enda vel líklegt að hátt bylji í
svona þröngu gljúfri. Örnefnið er
gamalt, en í Landnámu kemur fram
að þarna hafi verið mörk landnáms
Auðar djúpúðgu sunnan Hvamms-
fjarðar.
Sú saga er einnig til að tröllkon-
an Skrauma hafi misst son sinn í ána
og eftir það mælt svo um að tutt-
ugu manns skyldu drukkna í henni.
Sagt er að talan sé komin í 19 og að
síðast hafi feðgar frá Gautastöðum
drukknað í ánni árið 1806. Sam-
kvæmt heimildum Jóns Guðnason-
ar, æviskrárritara, gerðist þetta nán-
ar tiltekið 27. janúar 1807. Þeir sem
drukknuðu voru Jón Þorsteinsson,
bóndi, hreppstjóri og meðhjálpari
og 8 (eða 9) ára sonur hans. Sam-
kvæmt þessu vantar einn upp í töl-
una og því vissara að fara að öllu
með gát.
Arnarvatnsheiði
5. áfangi: Arnarvatn
stóra – Álftakrókur
Bláberjasúpan hans Guðmundar á
Hrímni II beið okkar við Arnarvatn
stóra og stóð fyllilega undir vænt-
ingum. Eiríkur skálavörður gaf okk-
ur góð ráð um framhaldið og spáði
rigningu. Því var reyndar auðvelt
að trúa þegar horft var lengra suð-
ur á heiðina. Við vorum heldur ekki
komin langt þegar fyrstu droparnir
mættu okkur, smáir að vísu.
Við vegamótin við Skammá er
skilti með vegalengdum sem rétt er
að taka með fyrirvara. Þarna voru
rétt um 43 km að baki og samkvæmt
skiltinu voru 40 km eftir að Húsa-
felli. Í reynd er það nokkru lengra.
Fimmti áfanginn var sá lengsti á
öllu ferðalaginu. Rigningin var ekki
lengur í grennd og smátt og smátt
blotnuðum við í gegnum hlaupaföt-
in. Þá er betra að halda sér á hreyf-
ingu. Auk þess bar a.m.k. fernt til tíð-
inda. Við hlupum fram hjá flugvelli,
Gunnar fann númeraplötu af bíl frá
Belgíu, Haukur klifraði upp skilti og
við fundum þrjá örsmáa rjúpuunga
á veginum og færðum þá út í kant
svo að þeir færu sér síður að voða.
Þessi orð um tíðindin eða tíðinda-
leysið má þó ekki skilja svo að okkur
hafi leiðst. Þvert á móti skemmtum
við okkur hið besta, enda af nógu að
taka til að gleðjast yfir. Eitt af því var
að hafa lagt rúma 50 km að baki al-
gjörlega vandræðalaust og án þess
að þreyta væri farin að gera vart við
sig að neinu ráði.
Þar kom að húsin í Álftakróki birt-
ust í þokunni. Þegar þangað kom
sýndi kílómetramælirinn 52,6 km,
skeiðklukkan 7:58 klst, klukkan var
orðin 13:19 og hæðarmælirinn stóð
í 494 m. Þarna fyrst var ég orðinn
hálfslæptur enda úrkoman farin að
ágerast og stutt í hrollinn þegar hægt
var á. En við þurftum samt ekkert að
kvarta með allan hugsanlegan búnað
við hendina og rúmgóðan trússbíl á
næsta leiti. Það hlýtur að hafa verið
kaldara hjá Trippa-Siggu þegar hún
var þarna ein á ferð sléttum 53 árum
fyrr, í miklu verra veðri, líklega í
peysufötum og gúmmískóm, með
lítið nesti og ekkert GPS-úr á hand-
leggnum.
Áning við Álftakrók
Leiðin frá Álftakróki niður að
Helluvaði var greiðfarin og fljótfar-
in. Eitthvað var búið að skeggræða
um hvort það samræmdist stífum
reglugerðum fjallvegahlaupanna að
fá bílfar yfir ána. Ég taldi það ský-
laust brot á regluverkinu. Hins vegar
kæmi vel til greina að strengja kað-
al yfir til að tryggja öryggi hlaupara.
Sjálfur hafði ég reyndar kviðið svo-
lítið fyrir Helluvaði. Gerði ráð fyr-
ir að vatnið væri jökullitað þannig
að ekki sæist til botns – og við þær
aðstæður er aldrei skemmtilegt að
vaða, sérstaklega ekki í straumþung-
um vötnum.
Norðlingafljót var miklu minni
farartálmi en ég hafði reiknað með
og vatnið tært. Hinum megin við
vaðið beið Hrímnir II og kom í
góðar þarfir, því að nú var farið að
sjá svolítið á mannskapnum. Huga
þurfti að næringu, líma styrktarbönd
á eitt hné og þar fram eftir götun-
um. Þarna höfðum við lagt rúmlega
61 km að baki og varla nema rétt um
20 eftir.
Valdir bútar úr Fjallvegabók Stefáns Gíslasonar
Hlaupið úr Sóleyjardölum niður í Arnardal. Leiðin niður úr skarðinu var auðrötuð,
bæði vegna þess að hún var vel stikuð og vegna þess að Kirkjufell vísaði veginn.
Kannski eru allar leiðir líka auðrataðar í svona góðu veðri. Þarna er hins vegar
hlaupið í miklum hliðarhalla og því ekki auðvelt að fara hratt yfir, hvort sem undir
voru fannir eða grjót. Svona dagar eru ekki venjulegir dagar!
Ljósm. Stefán Gíslason.
Meirihluti hópsins á endastöð við Sögumiðstöðina. F.v. Gunnar Viðar Gunnarsson,
Haukur Þór Lúðvíksson, Tómas Orri Ragnarsson, Sverrir Ingibjartsson, Ásdís Björg
Ingvarsdóttir og Helgi Borg Jóhannsson. Á myndina vantar Birgittu Stefánsdóttur,
Bryndísi Óladóttur, SG og Sævar Skaptason. Skiltið á steininum minnir á vina-
bæjarsamband Grundarfjarðar við Paimpol. Ljósm. Stefán Gíslason.
Nýlögð af stað upp í Hólsskarð. Bæjarhóllinn á Hóli í baksýn. Hólsskarð er kannski
frekar laut en fjallvegur, þó að vegurinn fari reyndar hæst í um 220 m.y.s. Þarna
yfir liggur jeppafær vegur og honum er auðvelt að fylgja inn allan Selárdal!
Ljósm. Stefán Gíslason.
Gunnar og Haukur á leið úr Álftakrók niður að Helluvaði.
Ljósm. Kristín Gísladóttir
Bryndís, Sævar og Gunnar hjálpast að á Helluvaði.
Ljósm. Guðmundur K. Einarsson.