Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 201730 insdóttir var kjörin meðstjórnandi til tveggja ára og Þórhildur María Kristinsdóttir var kjörin varameð- stjórnandi til tveggja ára. Skoðun- armenn reikninga voru kjörnir til eins árs og það voru þeir Eiríkur Ólafsson og Guðbrandur Brynj- úlfsson og Einar Ole Pedersen til vara. pb Rússneska Eurovisionstjarnan Díma Bilán hefur verið á ferðalagi um Vesturland síðustu daga. Af In- stagram síðu hans að dæma hefur hann mest haldið sig í Borgarfirðin- um og augljóslega notið dvalarinn- ar. Bilán skaust upp á stjörnuhim- innin í Evrópu þegar hann hafn- aði í öðru sæti í Eurovison söngva- keppninni sem fram fór í Aþenu í Grikklandi árið 2006, en þar söng hann lagið „Never let you go“. Tveimur árum síðar tók hann aft- ur þátt og bætti um betur því hann sigraði í keppninni. Sigarlag hans hét „Believe“ en keppnin fór fram í Belgrad í Serbíu. Bilán nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu og hafa lög hans notið mikillar hylli. Hann hefur einnig leikið í kvikmyndum og ver- ið dómari í rússnesku Voice keppn- inni. Hann þykir minna á spænsku poppstjörnuna Enrique Iglesias og kallar Rússar hann stundum hinn rússneska Iglesias. Á ferð sinni um Vesturland gaf Bílan sér að sjálfsögðu tíma til að lesa Skessuhorn og kynnast þann- ig nýjustu tíðindum úr landshlut- anum. Hér sést hann djúpt sokkinn í lesturinn. Myndin er af Instagram síðu Bíláns. hlh Eurovisionstjarna á ferðinni Laugardaginn 11. mars síðastlið- inn var 95. sambandsþing UMSB haldið í Hjálmakletti í Borgarnesi. Dagskrá þingsins var hefðbund- in samkvæmt lögum sambandsins og fengum við góða gesti í tilefni þingsins. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, færði kveðjur frá ÍSÍ en hann situr í stjórn ÍSÍ og Guðmundur Sigurbergsson færði kveðju UMFÍ ásamt því að hann veitti Írisi Grönfeldt starfs- merki UMFÍ fyrir störf hennar í þágu ungmenna og íþróttastarfs í gegnum árin. Sólrún Halla Bjarna- dóttir, sambandsstjóri UMSB, færði Rósu Marinósdóttur viður- kenningu sambandsins, en hún vann flestar vinnustundir allra sjálf- boðaliða í tengslum við undirbún- ing og framkvæmd Unglingalands- mótsins sem haldið var í Borgar- nesi um síðustu verslunarmanna- helgi. Það var mjög viðeigandi þeg- ar heiðra átti Rósu fyrir sjálfboða- liðastörf að hún var fjarverandi við sjálfboðaliðastörf í þágu kvenfélags sem var að sjá um kaffiveitingar fyrir sjálfboðaliða í Björgunarsveit- inni Ok. Það var því dóttir hennar sem tók við viðurkenningunni fyrir hennar hönd, en auðvitað fór Sól- rún Halla sambandsstjóri síðar um daginn og óskaði Rósu til hamingju og fékk mynd. Sex styrkir úr afreksmannasjóði Íris Grönfeldt sem situr í stjórn af- reksmannasjóðs UMSB tilkynnti um styrkveitingar úr sjóðnum fyr- ir afrek ársins 2016. Það voru sex íþróttamenn sem hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni en það eru; Bjarki Pétursson golfari, Birgitta Dröfn Björnsdóttir og Daði Freyr Guðjónsson dansarar, Bjarni Guð- mann Jónsson og Sigurður Aron Þorsteinsson körfuboltamenn og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir badmin- tonkona. Stjórn kosin Þingstörf gengu vel og Guðmund- ur Sigurðsson og Kristján Gísla- son þingforsetar stýrðu þinghald- inu af miklum myndarskap. Fram kom á þinginu að fjárhagslegur rekstur UMSB gekk vel á árinu 2016 og skilaði hagnaði, en það má að mestu leyti rekja til hækk- unar á lottótekjum frá fyrra ári og afgangi frá framkvæmd Ung- lingalandsmótsins. Mikil sam- staða var um þær tillögur sem af- greiddar voru á þinginu og fund- armenn almennt sáttir með gott þing. Í lok þingsins var kosið um laus embætti í stjórn og var Sól- rún Halla kjörin sambandsstjóri til eins árs, Kristín Gunnarsdótt- ir var kjörin ritari til tveggja ára og er hún að koma aftur í stjórn UMSB eftir stutta fjarveru. Þórð- ur Sigurðsson var kjörinn vararit- ari til tveggja ára, Anna Dís Þórar- Sambandsþing UMSB er afstaðið Góður rekstur á árinu og ýmsar viðurkenningar veittar Þeir sem hlutu styrki úr afreksmannasjóði UMSB á þinginu. Frá vinstri: Bjarni Guðmann Jónsson sem tók við styrk fyrir sig og systur sína Ingibjörgu Rósu badmintonkonu, Íris Grönfeldt, Sigurður Aron Þorsteinsson, Guðrún Þórðardóttir formaður Dans- íþróttafélags Borgarfjarðar, fyrir hönd Daða og Birgittu og Pétur Sverrisson faðir Bjarka golfara. Þingfulltrúar. Guðmundur Sigurbergsson úr stjórn UMFÍ afhenti Írisi Grönfeldt starfsmerki UMFÍ. Rósa tekur hér við viðurkenningunni frá Sólrúnu Höllu sambandsstjóra UMSB. „Hvers vegna stundar þú hreyfingu?“ Spurning vikunnar (Spurt eftir spinningtíma hjá Gunnu Dan í Borgarnesi) Guðrún Kristjánsdóttir Til þess að getað haldið lífi. Jóhanna María Þorvaldsdóttir Ég hreyfi mig til þess að líða betur. Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir Fyrst og fremst svo mér líði betur og til þess að halda góðri heilsu. Svo er bara svo ofboðs- lega gaman í tímunum hjá henni Gunnu! Svava Svavarsdóttir Til að auka styrk og þol. Inga Vildís Bjarnadóttir Finnst það nauðsynlegt til að halda mér í formi og líða vel.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.