Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 201720
Síðastliðið fimmtudagskvöld var þrí-
tugasti Flandraspretturinn hlaupinn
í Borgarnesi og voru ýmis tímamót
í hlaupinu að þessu sinni. Hlaupa-
hópurinn Flandri stendur fyrir þess-
um fimm kílómetra keppnishlaupum
þriðja fimmtudag í mánuði frá októ-
ber til mars, alls sex sprettir á vetri.
Á fimmtudaginn var að ljúka fimmta
hlaupatímabilinu. Fyrir nokkrum
vikum fóru félagar í Flandra að ræða
það sín á milli hvort þetta væri ekki
rétti tíminn til að gera eitthvað fyr-
ir Stefán Gíslason sem hefur verið
aðalsprauta hlaupahópsins og lím-
ið í starfi hlauparanna. Tilefnið var
að kappinn fagnaði sextugsafmæli
sínu 18. mars sl. Ákveðið var að nú
skyldi slegið þátttökumet í Flandra-
spretti en fyrra met var 33 þátttak-
endur. Haft var samband við tengi-
liði í hlaupahópum á höfðuborgar-
svæðinu, Akranesi, Hólmavík og
víðar og fólk hvatt til að taka þátt.
Í stuttu máli þá tókst þetta svo um
munaði því 77 hlupu þennan þrítug-
asta Flandrasprett. Þar voru sleg-
in fleiri met. Arnar Pétursson bætti
eigið brautarmet frá árinu 2013 um
9 sekúndur, hljóp á tímanum 15:57.
Einnig setti Elísabet Líf A. Ólafs-
dóttir úr Fjölni brautarmet í flokki
18 ára og yngri, en hún hljóp á 23:56
mín, sem er tveggja mínútna bæting
á fjögurra ára gömlu meti Irmu Jón-
geirsdóttur. Elísabet er einungis 12
ára.
Eftir að allir voru komnir í mark
í hlaupinu höfðu nokkrir félagar
útbúið veitingar, hellt uppá kaffi og
kakó og boðið upp á aðrar veiting-
ar. Sunginn var afmælissöngur fyrir
„Stebbann“ og þar á eftir fór fram
verðlaunaafhending. Einnig voru
dregin út útdráttarverðlaun sem
ýmsir aðilar höfðu gefið, meðal ann-
ars Kaupfélag Borgfirðinga, Nettó,
Hótel Hamar, Búnaðarsamtök Vest-
urlands, Borgarsport, Landnáms-
setirð, Ok bistro, La Colina, Salka
og Mýranaut. Flandrahópurinn vill
koma á framfæri þakklæti til þessara
stuðningsaðila.
Kom af fjöllum!
Afmælisveislan sem hlaupafélagar
Stefáns buðu til síðastliðið fimmtu-
dagskvöld í íþróttamiðstöðinni í
Borgarnesi kom Stefáni á óvart. „Ég
kom af fjöllum,“ sagði hann þegar
blaðamaður heyrði í honum hljóð-
ið næsta morgun. „Það er þá ekki í
fyrsta skipti á liðnum árum sem ég
geri það,“ bætir hann við léttur í
bragði. Sjálfur segist hann ekki vera
mikill efnishyggjumaður og fannst
því afar vænt um að hlaupafélag-
ar hans gæfu honum í afmælisgjöf
að stuðla að metfjölda í þrítugasta
Flandrahlauinu. Sextugsafmæli sínu
fagnaði Stefán hins vegar með því að
bjóta til útgáfuteitis í tilefni bókar
sem hann hefur skrifað og bókafor-
lagið Salka gefur nú út. „Já, það var
þannig að í fimmtugs afmælisgjöf
gaf ég mér að stefna að útgáfu bók-
ar tíu árum síðar. Ég einsetti mér
að hlaupa fimmtíu fáfarnar leiðir á
næsta áratug, skrá ferðalýsingar og
gefa síðan út bók á sextugsafmælinu
um þessar hlaupa- eða gönguleiðir.
Bókin Fjallavegahlaup er afrakstur-
inn af því. Bókin var svo kynnt á Kex
Hostel í Reykjavík á laugardaginn,“
segir Stefán.
Fjallvegahlaup -
50 leiðir
Verkefni Stefáns eru á sviði um-
hverfisstjórnunar og sjálfur rekur
hann fyrirtækið Environice í Borg-
arnesi. Þá hefur hann verið formað-
ur verkefnisstjórnar um rammaáætl-
un. Það má því segja að útivistin og
þetta áhugamál hans að hlaupa fjall-
vegi og kynnast landinu samþætti
með augljósum hætti starf og áhuga-
mál. Bókin Fjallvegahlaup er 340
síðna bók eftir Stefán þar sem hann
lýsir í máli, myndum og með kort-
um þessum 50 hlaupaleiðum sem
hann hefur farið síðasta áratuginn.
Flestir landshlutar koma við sögu
en þó segir Stefán að síst á Suður-
landi megi finna fáfarnar hlaupa-
leiðir á fjöllum. Vestfirðir, Norður-
land og Austfirðir komi hins veg-
ar sterkir inn. „Þetta eru almenn-
ar leiðarlýsingar og gagnlegar upp-
lýsingar sem ég hef skráð. Yfirleitt
eru þessar hlaupaleiðir að tengja
saman tvær byggðir eða áhugaverða
staði. Til dæmis gamlar póstleiðir
eða sögutengdar leiðir á einhvern
annan hátt. Þessar leiðir þurftu að
vera a.m.k. níu kílómetra langar og
fara í 160 metra hæð yfir sjávarmáli.
Stundum fór ég í þúsund metra hæð
í þessum ferðum.“
Stefán segir að þegar hann hafi
orðið fimmtugur hafi hann sett sér
þrjú markmið. „Í fyrsta lagi að halda
mér í formi á sextugsaldrinum og
halda áfram að hlaupa. Annað hvort
það eða búast við hægfara líkamlegri
afturför. Í öðru lagi að vekja áhuga
fleiri á útivist og gildi hollrar hreyf-
ingar og í þriðja lagi vildi ég kynn-
ast betur þessu fallega landi sem við
eigum. Mér finnst að þessi markmið
hafi öll gengið eftir og fyrir það er
ég afar þakklátur nú á þessum tíma-
mótum,“ segir Stefán.
Stefán segir að upphaflega hafi
hann ætlað að hlaupa þessar fimm-
tíu leiðir einn. „Björk [Jóhanns-
dóttir] konu minni fannst hins veg-
ar ráðlegt að ég byði með mér fleir-
um þegar ég færi þessi fjallvega-
hlaup. Ég er dálítill einfari í mér en
samþykkti þessa tillögu hennar og
hlaupafélagar með mér í fjallvegas-
kokkinu hafa verið frá einum og upp
í tuttugu hverju sinni. Alls hafa 111
manns hlaupið þessi fimmtíu hlaup
með mér,“ segir Stefán Gíslason að
endingu. mm
Flandrafólk kom
hlaupagikknum á óvart
Stefán Gíslason er einn fremsti lang-
hlaupari landsins. Hann blæs vart
úr nös þótt aldurinn sé eins og fram
kemur á kertinu.
Ljósm. Torfi Bergsson.
Þátttökumet var ríflega tvöfaldað í þrítugasta Flandrasprettinum. Hér er hluti
hópsins í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Ljósm. Sigríður Júlía.
Þarna eru meðal annarra Stefán og Inga Dísa að afloknu hlaupi.
Ljósm. Torfi Bergsson.
Sigurvegarar í stigakeppni karla og kvenna veturinn 2016-2017. Jósep
Magnússon Flandra og Vala Friðriksdóttir Hólmavík, ásamt helmingi af stjórn
Flandra. Ljósm. Torfi Bergsson.
Hópur Skagaskokks frá Akranesi. Ljósm. Torfi Bergsson.
Forsíða nýju bókarinnar; Fjallvegahlaup sem kom út á sjálfan afmælisdaginn.
Margt var um manninn þegar Stefán áritaði nýju bókina á laugardaginn.
Ljósm. Etienne Menétrey.