Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 201726 Í tilefni 150 ára afmælis Borgar- ness, sem er í dag, stóð sveitarstjórn Borgarbyggðar fyrir ritun á Sögu Borgarness. Egill Ólafsson, blaða- maður og sagnfræðingur hóf ritun verksins í ársbyrjun 2014. Við and- lát Egils í ársbyrjun árið 2015 var Heiðar Lind Hansson sagnfræð- ingur ráðinn til að taka við verkinu og ljúka því. Saga Borgarness er tveggja binda verk „Byggðin við Brákarpoll“ og „Bærinn við brúna“. Sagan telur nær 1000 blaðsíður með á sjötta hundrað mynda. Sagan er rituð í læsilegum og léttum frásagnarstíl þar sem komið er inn á flest það sem hæst hefur borið í 150 ára sögu samfélagsins. Nefna má sem dæmi atvinnumál, sveitarstjórnarmál, menningarmál, verslun og við- skipti, skólamál, íþróttir, samgöng- ur, vaxtarskeið og varnarbaráttu og þannig mætti áfram telja. Saga Borgarness verður form- lega gefin út á 150 ára afmælishátíð Borgarness í Hjálmakletti þann 29. apríl n.k. Fram að þeim tíma verð- ur hún seld í forsölu. Umf. Skalla- grímur annast forsöluna og mun meðal annars ganga í hvert hús í Borgarnesi. -fréttatilkynning Hefja sölu á Sögu Borgarness í 150 ár Þriðjudaginn 14. mars síðastliðinn var póstlagt bréf á pósthúsi í Reykja- vík, stílað á Upplýsingamiðstöðina á Akranesi, Akranesvita, 300 Akra- nesi. Bréfið var borið út skömmu fyrir hádegi daginn eftir. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem bréf er bor- ið út í Akranesvita frá því hann var tekinn í notkun fyrir rétt tæpum 70 árum síðan. Raunar er heldur ekki vitað til þess að bréf hafi nokkurn tímann verið sent í gamla vitann á Suðurflös sem reistur var árið 1918 og starfræktur þar til Akransviti var tekinn í notkun árið 1947. Það var Finnur Andrésson, starfs- maður Póstsins, sem bar bréfið út og Hilmar Sigvaldason vitavörður tók á móti sendingunni. „Það stytt- ist í að þurfi að setja hér upp póst- kassa ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Hilmar léttur í bragði eftir að hann tók við bréfinu. Sendandi bréfsins sögulega var Slysavarna- félagið Landsbjörg og innihélt það sendingu af SafeTravel bæklingum sem nú liggja frammi í vitanum. Allt Finni að kenna „Líklega var nú kominn tími til að hingað bærist póstsending því í ár eru 70 ár síðan Akranesviti var tek- inn í notkun og Krossvíkurviti er 80 ára. Síðan á föstudaginn, 24. mars, eru fimm ár liðin frá því Akranes- viti var fyrst opnaður almenn- ingi,“ segir Hilmar. Hann bætir því við að til standi að halda aðeins upp á tímamótin laugardaginn 25. mars næstkomandi. „Það stendur til að opna sýningu hér í vitanum um sögu Breiðarinnar og sögu vit- anna á Breið,“ segir vitavörðurinn sem sjálfur er orðinn órjúfanleg- ur þáttur af samtímasögu vitanna. „Ég vil reyndar meina að það sé allt Finni að kenna að ég fór út í þetta vitabrölt á sínum tíma. Þess vegna fannst mér mjög viðeigandi að hann bæri út fyrsta bréfið sem hingað berst. Það var nefnilega þannig að við vorum báðir stofnfélagar í ljós- myndafélaginu Vitanum. Finn- ur fékk þá flugu í höfuðið að það væri gaman að fara upp í vitann og taka myndir yfir bæinn. Á endanum fengum við leyfi til þess og Finnur fór suður til Reykjavíkur, sótti lyk- ilinn á skrifstofu Siglingastofnunar og við fórum upp og tókum mynd- ir,“ segir hann. „Þar sem Hilmar var þá formaður ljósmyndaklúbbs- ins taldi ég rétt að hann geymdi lykilinn eftir að við fórum upp að mynda. En hann hefur ekkert skil- að lyklinum eftir þetta,“ segir Finn- ur léttur í bragði. Ferðaþjónusta heldur vonandi áfram að vaxa Akranesviti var síðan opnaður al- menningi í mars 2012 en fram að þeim tíma höfðu aðeins vitaverð- ir haft aðgang að honum. Var það hugmynd Hilmars að opna dyr vit- ans öllum og gera að áfangastað fyr- ir ferðamenn. Síðan þá hefur stöð- ugt vaxandi fjöldi sótt vitann heim og Hilmar starfar í dag alfarið við móttöku ferðamanna og sem upp- lýsingafulltrúi ferðamála á Akranesi, en upplýsingamiðstöðin er einmitt til húsa í vitanum. „Ég renndi mjög blint í sjóinn með þetta á sínum tíma. Fyrsta árið sem vitinn var op- inn öllum komu 3.200 manns og ég var himinlifandi. Á síðasta ári komu 14 þúsund gestir,“ segir Hilmar brosandi og lítur björtum augum til framtíðar. „Það eru spennandi tímar framundan. Tvö skemmtiferðaskip eru búin að boða komu sína til Akra- ness í sumar. Annað er nokkuð stórt og kemur 30. júlí. Hitt er minna en ætlar að koma 14 sinnum og það er mjög ánægjulegt. Síðan verður von- andi af flóasiglingum milli Akra- ness og Reykjavíkur í sumar. Þann- ig að ferðaþjónustan heldur vonandi áfram að vaxa á Skaganum,“ segir hann. kgk Vitanum hefur borist bréf Finnur Andrésson frá Póstinum (t.v.) afhendir Hilmari Sigvaldasyni vitaverði fyrsta bréfið sem borið er út í Akranesvita frá því hann var tekinn í notkun árið 1947. Barnabókahöfundurinn Ævar Þór Benediktsson er á lista yfir 39 bestu evrópsku barnabókahöfundana und- ir 39 ára aldri. Var þetta kynnt á al- þjóðlegu bókamessunni London Book Fair sem fram fór í London í liðinni viku. Um er að ræða svokall- aðan Aarhus 39-lista og er Ævar Þór eini Íslendingurinn sem þar er að finna. Ævar var staddur í London í liðinni til að veita viðurkenningunni móttöku en þar tók hann einnig þátt í pallborðsumræðum um barnabæk- ur. Ævar segir það mikinn heiður að komast á listann og virkilega gaman að komast þarna á blað. „Íslenskar barnabækur eru vel á pari við þær er- lendu,“ segir hann. Í dómnefnd sátu þrír barnabóka- höfundar, Kim Fupz Aakeson frá Danmörku, Ana Cristina Herreros frá Spáni og Matt Haig frá Englandi. Fengu höfundarnir sem valdir voru það verkefni að skrifa sögu sem bygg- ir á þemanu „ferðalag“og koma sög- urnar út á ensku og dönsku, annars vegar hjá Alma Books í Bretlandi og hins vegar Gyldendal í Danmörku. Saga Ævars heitir Bókaflóttinn mikli og fjallar um vaskan bókasafnsfræð- ing sem kemst í hann krappan. Höf- undarnir á Aarhus 39 listanum munu einnig koma til með að vinna saman að metnaðarfullu verkefni fyrir Aar- hus en þar stendur til að halda bók- menntahátíð síðar á árinu. Næsta bók Ævars kemur út í maímánuði næstkomandi og ber hún nafnið „Gestir utan úr geimnum,“ og verð- ur hún sú þriðja í röðinni um Ævar vísindamann. Það er Forlagið sem gefur bókina út. grþ Ævar Þór einn af bestu barna- bókahöfundum Evrópu Ævar Þór í gervi sínu sem Ævar vísindamaður. Tveir meðlimir samfélagsmiðlahóps- ins Áttunnar heimsóttu félagsmið- stöðina Eden í Grundarfirði á dög- unum. Þá komu þau Nökkvi Fjal- ar Orrason og Anna Lára Orlowska og hittu krakkana í félagsmiðstöð- inni. Þau fóru í leiki með þeim og spjölluðu svo um allt mögulegt enda margar spurningar sem brunnu á krökkunum. Félagsmiðstöðin Eden fékk veglega styrki frá G.Run hf, Blossa ehf, Soffaníasi Cecilssyni hf og Samkaup Úrvali til að þessi heim- sókn yrði að veruleika og heppnaðist hún mjög vel. Það var hvert einasta unglingsandlit með bros á vör eftir þetta fjör. tfk Áttan heimsótti grund- firska unglinga Nökkvi Fjalar og Anna Lára stilltu sér upp með hópnum. Freisting vikunnar Hvítlauksbrauð er gott og vin- sælt meðlæti. Það bragðast vel með nánast öllum mat og því ætti ekki að koma á óvart að hvítlauks- brauð getur allt eins verið stór hluti af aðalrétti. Ein góð upp- skrift sem inniheldur hvítlauks- brauð er nokkurs konar útgáfa af lasagne, stútfullt af bragðgóðum osti, þar sem pastaplötunum hefur verið skipt út fyrir sneiðar af hvít- lauksbrauði. Þetta er líklega ekki hollasti maturinn sem hægt er að útbúa en rétturinn er einfaldur og bragðgóður og hittir beint í mark, til dæmis hjá yngstu kynslóðinni. Hvítlauksbrauðs lasagne Innihald: Olía til steikingar Nautahakk 2 - 3 pressuð hvítlauksrif ½ - 1 laukur, smátt skorinn 2 - 3 msk. tómatpúrra 1 dós tómatmauk (sósa) Hvítlauksbrauð sem búið er að baka í ofni og sneiða niður Smá skvetta af rauðvíni (má sleppa) Ferskur mozarella ostur, skorinn í sneiðar Salt og pipar Rifinn ostur. Aðferð: Steikið hakk í olíu og látið brúnast. Bætið hvítlauk og lauk út í og látið mýkjast á pönnunni. Passið að steikja ekki of lengi. Bætið við tómatpúrru, rauð- víni og tómatmauki og hrærið vel saman. Saltið og piprið eftir smekk. Látið malla við miðlungs- hita í 10 mínútur. Fletjið hverja sneið fyrir sig af hvítlauksbrauði með flötum lófa. Byrjið svo að raða í eldfast mót. Fyrst er hakkblandan sett, því næst er útflöttum sneiðum af hvítlauksbrauði raðað yfir og sneiðum af mozzarella osti raðað ofan á brauðið. Endurtakið. Áður en rétturinn er settur inn í ofn er gott að setja rifinn ost yfir. Bakist í 20 - 30 mínútur við 180°C. grþ Lasagne úr brauði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.