Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 20172 hluta. Þar af námu rekstrartekjur A hluta 5.627,4 milljónum. Álagningarhlutfall útsvars var 14,52%, sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A flokki nam 0,3611% en lögbund- ið hámark þess er 0,5%, í B flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C- flokki nam hlutfallið 1,650% en lögbundið hámark þess er 1,32%, auk heimildar sveitarstjórna til að hækka álagningu A og C flokka um allt að 25%. Rekstrarniðurstaða A hluta fyr- ir óreglulega liði, þ.e. uppgjör líf- eyrisskuldbindingar Höfða, er já- kvæð um 152,9 milljónir en í fjár- hagsáætlun var gert ráð fyrir um 93,2 milljóna króna jákvæðri nið- urstöðu. Eftir óreglulega liði var rekstrarniðurstaða A hluta jákvæð um 122,9 milljónir, en gert hafði verið ráð fyrir 66,6 milljóna króna afgangi. Rekstrarniðurstaða B hluta fyr- ir óreglulega liði, uppgjör lífeyris- skuldbindinga Höfða, var neikvæð um 32,6 milljónir króna, en í fjár- hagsáætlun var gert ráð fyrir nei- kvæðri niðurstöðu upp á um 48,5 milljónir. Eftir uppgjör lífeyris- skuldbindgar Höfða var rekstrar- niðurstaða B hlutans jákvæð um 892,2 milljónir, en gert hafði verið ráð fyrir 936,4 milljóna króna já- kvæðri niðurstöðu í fjárhagsáætl- un. Skuldaviðmið Akraneskaupstað- ar er 62% en var 84% árið 2015 og skuldahlutfall er 94% en var 116% árið áður. Veltufé frá rekstri er 14,6% en var 11,9%, eiginfjár- hlutfall er 53% en var 45% og veltufjárhlutfall er 1,7 en var 1,3 árið 2015. kgk Knattspyrnuáhugamenn til sjávar og sveita geta glaðst því keppni í efstu deild- um karla og kvenna er handan við horn- ið. Konurnar hefja leik á morgun, fimmtu- dag, en karlarnir á sunnudaginn, 30. apríl. Í efstu deild karla eiga Vestlending- ar tvo fulltrúa, ÍA og Víking Ólafsvík, sem bæði leika sinn fyrsta leik á sunnudag- inn. Kvennalið ÍA og Víkings leika bæði í 1. deildinni og þar hefst keppni 12. maí næstkomandi. Vaxandi sunnanátt, 10-15 m/s á Suður- og Vesturlandi verður seinni partinn á morgun, fimmtudag. Fer að rigna en lík- ur á slyddu eða snjómuggu til fjalla um kvöldið. Hægari vindur norðan- og aust- anlands og léttskýjað. Hiti 5 til 12 stig, hlýj- ast á norðausturhorninu. Kólnar vestan- lands með kvöldinu. Suðaustan 8-15 m/s og talsverð rigning suðaustanlands á föstudag. Slydda á Vestfjörðum fyrir mið- nætti. Bjart fyrir norðan og austan. Hiti 4 til 10 stig en kólnar niður undir frostmark vestanlands. Austan- og suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum á laugardag, en þurrt á Norður- og Norðvesturlandi. Kólnar lítið eitt. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir austan- og suðaustan 5-13 m/s. Skýjað og rigning með köflum en úr- komulítið norðaustanlands. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Suðvesturlandi. „Ætlar þú að ferðast í sumar?“ var spurn- ingin sem lesendum vefs Skessuhorns gafst kostur á að svara í síðustu viku. „Já, innanlands“ sögðu flestir, eða 32% en næstflestir, 29%, sögðu „já, bæði innan- lands og utan“. „Veit það ekki ennþá“ sögðu 17%, „já, erlendis“ sögðu 13% og „nei, ekkert“ sögðu fæstir eða 9%. Í næstu viku er spurt: „Ætlar þú að fylgjast með fótboltanum í sumar?“ Helga R. Höskuldsdóttir ljósmóðir lætur af störfum á morgun, fimmtudag, eftir að hafa starfað sem ljósmóðir á Akranesi í tæp 47 ár. Hin síunga og eldspræka Helga er Vestlendingur vikunnar! Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Þórarinn lægstur á leið 11 BORGARBYGGÐ: Í frétt um opnun tilboða í skólaakstur í Borgarbyggð í síðustu viku kom fram að Ben og félagar hefðu átt lægsta boð í akstur á leið 11 (fyrri) í Hálsasveit. Þetta reynd- ist ekki rétt því lægsta boð átti Þórarinn Skúlason á Steindórs- stöðum í Reykholtsdal. Tilboð Þórarins hljóðaði upp á 29.606 kr. á ferð en tilboð Ben og fé- laga var 33.364 kr. á ferð. Fyrri frétt byggði á gögnum af heima- síðu Ríkiskaupa en þar vantaði tilboð Þórarins. -hlh Næturlokanir í þessari viku HVALFJ: Hvalfjarðargöng verða lokuð fjórar nætur í þess- ari viku. „Vakin er sérstök at- hygli á að lokað verður kl. 22 að kvöldi mánudags 24. apríl en á miðnætti næstu þrjú kvöld þar á eftir. Næturlokun gang- anna á þessum tíma árs er hefð- bundinn vor- og sumarboði, tími sem nýttur er til viðhalds af ýmsu tagi og hreingerningar,“ segir í tilkynningu á vef Spalar. Göngin verða opnuð klukkan 6 að morgni alla dagana. -mm Hylki með kannabisvökva komin í sölu LANDIÐ: Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á höfuðborg- arsvæðinu segir í samtali við fjölmiðla að lögregla hafi orð- ið vör við að talsvert magn af kannabisvökva sé komið í sölu hér á landi. Það sem er nýtt við dreifingu vökvans og neyslu er að hann er reyktur með svo- kölluðu rafsígarettum. Til að deyfa lykt af reykingum efnis- ins er blandað saman við lykt- arsterku efni eins og til dæmis myntu til að villa um fyrir fólki. Það var Sigvaldi Arnar Lárus- son, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem fyrstur greindi frá þessari nýjustu að- ferð fíkniefnasala til að koma efnum í umferð. Hann segir að verið sé að selja kannabisvökva á íslenskum fíkniefnasölusíð- um á Facebook og birti auglýs- ingar af þeim síðum máli sínu til stuðnings. „Ef þið foreldrar sjáið þessi hylki í fórum krakk- ana ykkar þá vitið þið hvað þetta er. Þessi vökvi er kom- inn út um allt land í sölu,“ seg- ir Sigvaldi Arnar. -mm Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði Ársreikningur Akraneskaupstað- ar fyrir árið 2016 var lagður fram á fundi bæjarráðs miðvikudag- inn 19. apríl síðastliðinn. Rekstr- arniðurstaða A og B hluta var já- kvæð um 1.015,1 milljónir króna en gert hafði verið fráð fyrir já- kvæðri niðurstöðu upp á 1.003,1 milljón í fjárhagsáætlun. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2016 nam 6.655 milljónum samkvæmt efna- hagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 6.719,8 milljónum. Rekstr- artekjur sveitarfélagsins á árinu námu 6.363 milljónum króna sam- kvæmt ársreikningi fyrir A og B Rekstur Akraneskaupstaðar jákvæður um rúman milljarð Svipmynd frá liðnu ári þegar regnbogafánum var flaggað við bæjarskrifstofurnar. Ársreikningar fyrir bæði A og B hluta Grundarfjarðarbæjar fyr- ir árið 2016 voru lagðir fram á fundi bæjarstjórnar 6. apríl síðast- liðinn. Þar kemur fram að heildar- tekjur samstæðunnar voru 965 m. kr., en heildarútgjöld hennar þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta að fjárhæð 47,2 m.kr. voru 870,1 m.kr. Rekstrarniðurstaða fyrir fjár- magnsliði var jákvæð í samstæð- unni um 94,9 m.kr. Að teknu til- liti til niðurstöðu fjármagnsliða að fjárhæð 58,1 m. kr. var samstæðan öll rekin með 36,8 m.kr. rekstrar- afgangi á síðasta ári. Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbinding- um hefur lækkað úr 149% árið 2015 í 140,5% árið 2016. Samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%. Skuldastaðan sem hlutfall af heildartekjum hafði verið mun hærra árin þar á undan. Fyrri áætl- anir bæjaryfirvalda gerðu ráð fyr- ir að 150% markinu yrði ekki náð fyrr en árið 2017-2018. „Ánægju- legt er að sjá hversu vel hefur tek- ist til í þessum efnum,“ segir Þor- steinn Steinsson bæjarstjóri. Hann segir að niðurstaða rekstrarreikn- ings sé betri en gert hafi verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. „Þessi góði árangur náðist sökum þess að gætt hefur verið aðhalds og hagræðingar í rekstri stofnana og deilda. Jafnframt skiptir sköpum að verðlag hefur verið stöðugt og innan þeirra marka sem spár gerðu ráð fyrir,“ segir Þorsteinn. Hann vill þakka starfsfólki bæj- arins fyrir vel unnin störf í rekstri sveitarfélagsins. „Ekki síður ber að þakka íbúum sveitarfélagsins fyr- ir þolgæði og gott samstarf með- an glímt hefur verið við lækkun skulda bæjarins.“ Í sjóðsstreymi samstæðunnar kemur fram að veltufé frá rekstri er 114,6 m.kr. og handbært fé frá rekstri er 103,9 m.kr., þegar tek- ið hefur verið tillit til breytinga á rekstrartengdum eignum. Fjárfest- ingar voru 73,9 m.kr. nettó. Af- borganir lána voru 107,3 m.kr., en á móti voru tekin ný lán að fjárhæð 60,4 m.kr. Handbært fé lækkaði á árinu um 16,9 m. kr. en í upphafi ársins var það 111,4 m.kr. Í árslok var handbært fé 94,5 m.kr. mm Skuldaviðmið Grundarfjarðarbæjar komið niður fyrir hámarkið Skuldir Grundarfjarðarbæjar sem hlutfall af tekjum er nú komnar niður í um 140%. Sá árangur hefur náðst fyrr en áætlað hafði verið. Hér er Þorsteinn Steins- son bæjarstjóri. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.