Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2017, Síða 4

Skessuhorn - 26.04.2017, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson hlh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Ein ríkisprósenta Óhætt er að segja að yfirlýsing forystumanna ríkisstjórnarinnar um að hækka um mitt næsta ár virðisaukaskatt í ferðaþjónustu upp í efra skattþrep hafi valdið titringi. Hörð orð hafa verið látin falla af hálfu forystumanna í greininni enda miklir hagsmunir sem þeir hafa að verja. En þrátt fyrir að vera ung er ferðaþjónustan orðin sú atvinnugrein sem vegur mest í gjald- eyrisinnkomu þjóðarinnar. Þau rök sem vörslumenn ríkissjóðs hafa þeg- ar þeir tala fyrir hækkun skattþreps ferðaþjónustunnar úr 11 í 24 prósent eru einmitt þau að nú hefur þessi grein slitið barnsskónum. Það hljóti því að vera réttlætanlegt að hún gjaldi keisaranum sitt líkt og flestar aðrar at- vinnugreinar. En er málið svona einfalt? Skoðum það. Gistiþjónusta í neðra skattþrepi virðiskeðjunnar var upphaflega hugsuð til þess að ferðaþjónustan hér sæti við sama borð og sambærileg þjónusta í öðrum löndum Evrópu. Einnig er lágt skattþrep hugsað til að örva inn- flutning ferðamanna. Menn hafa litið þannig á að sígandi lukka sé best og smám saman verði hægt að hækka þennan gjaldstofn sem svo aftur hið opinbera mynd njóta góðs af. Þessi lága skattheimta hefur þó ekkert að gera með ívilnanir fyrir greinina heldur til að jafna samkeppnisstöðu við þau lönd sem þurft hefur að taka ferðamenn frá, ef svo má segja. Margir telja því eðlilegt og rétt að ferðaþjónustan sé í svipuðu skattaumhverfi og tíðkast í öðrum löndum. Ferðamaður sem tekur ákvörðun um til hvaða lands hann fer í fríinu sínu horfið ekki einvörðungu á gæðin, sérstöðuna og aðgengi- leika landsins. Hann lítur að sjálfsögðu á verðmiðann. Af þeim sökum má segja að þessi boðskapur um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu komi á versta mögulega tíma. Þegar gengi krónunnar gagnvart öllum helstu við- skiptalöndum okkar er í sögulegu hámarki. Reyndar skal halda því til haga að þetta mikla gjaldeyrisinnflæði vegna ferðaþjónustunnar á hvað stærstan þátt í að gengi krónunnar er í sögulegu samhengi fremur hátt. Stjórnmálamenn sem tala fyrir hærri skattlagningu ferðaþjónustu hljóta að hafa spurt sig gagnrýnna spurninga áður en þeir slógu þessu fram: Þolir landið okkar að hingað verði dýrara að ferðast? Hversu mikið mun draga úr vextinum og mun þetta jafnvel þýða samdrátt í fjölda ferðamanna? Munu ferðamenn halda áfram að koma þrátt fyrir hátt gengi krónu og hærri skatta? Hvar liggja mörk þess verðs sem hægt er að bjóða án þess að illa fari? Ég einfaldlega gef mér að þeir hafi spurt sig þessara spurninga, áður en þeir gáfu þetta út frændurnir Benedikt og Bjarni. Þeir hljóta að hafa ígrundað vel þessi mál áður en þeir boðuðu að ferðaþjónustan yrði eina út- flutningsgreinin sem yrði látin búa við fullan virðisaukaskatt, hærri skatt en ferðaþjónustufyrirtæki í öllum löndunum í kringum okkur. Með núverandi virðisaukaskattskerfi eru stjórnvöld að viðhalda umgjörð þar sem beinlínis er kallað eftir skattsvikum. Of há skattheimta hefur nefni- lega þá eiginleika að menn reyna að forðast að borga. Í dag höfum við þrjú skattþrep, allt frá engu og upp í 24%, en reyndar er jafnframt boðað að lækka efsta þrepið niður um hálft annað prósentustig í árslok 2018. Ég er og verð á þeirri skoðun að Ísland myndi áorka miklu með einfölduðu skattkerfi þar sem einungis ein prósenta virðisaukaskatts yrði í gangi. Dá- lítið eins og Marteinn Mosfell myndi leggja til; ein ríkisprósenta. Líklega værum við þá að tala um 15% virðisaukaskatt. Engar undantekningar yrðu leyfðar, allir greiddu sama skatthlutfall, sama hvaða vöru eða þjónustu þeir selja. Ótalmargt myndi ávinnast með þessu. Fyrir utan almennt réttlæti, værum við að tala um stórauknar tekjur ríkissjóðs og hagræðingu á ótal sviðum. En, það skortir kjark til að framkvæma svo stórhuga breytingu og frumkvæði að slíku kemur ekki frá embættismannakerfinu sem beinlínis þrífst á flóknu skattkerfi. Embættismenn eru nefnilega þeir sem semja lögin hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Magnús Magnússon. Leiðari Lögreglan á Vesturlandi greinir á vefsíðu sinni frá fallegu atviki sem átti sér stað í hvassviðrinu á öðrum degi páska. Vegfarandi átti leið um Vesturlandsveg og kom að umferð- aróhappi þar sem lögreglumenn voru við störf. Var veður vont á vettvangi, um 40 m/s í vindhviðum og lofthitinn um þrjár gráður. Tók vegfarandinn eftir lögreglumanni sem var að stjórna umferð á vegin- um. Þótti honum líklegt að honum væri nú orðið ansi kalt á höfðinu og rétt honum því kuldahúfu út um gluggann þegar hann ók framhjá lögreglumanninum. Engin orð fóru á milli þeirra en lögreglumaður- inn tók við húfunni. „Var húfan vel nothæf, svört að lit, og sómdi sér vel á höfði lögreglumannsins,“ seg- ir í fréttinni. Hefur húfunni nú ver- ið skilað til eiganda síns með þökk- um fyrir lánið og hlýlegheitin. mm Ber afar hlýjan hug til lögreglu Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segir að allt frá árs- byrjun 2010, þegar Heilbrigðis- stofnun Vesturlands var stofnuð og St.Franciskusspítalinn var sett- ur undir yfirstjórn HVE, hafi mik- il þrautarganga staðið við að koma af stað endurbyggingu hjúkrunar- deildar sjúkrahússins. Þeirri hjúkr- unardeild er ætlað að leysa Dvalar- heimili Stykkishólms af hólmi með sérinnréttuðu húsnæði. „Allan þennan tíma hafa bæjaryfirvöld átt í viðræðum við heilbrigðisyfirvöld sem létu teikna breytingar og gera áætlanir sem hlutu ekki samþykki. Eftir mikla vinnu á vegum bæjar- ins og eftir að búið var að endur- hanna verkefnið náðist loksins sá áfangi að frumáætlun um verkið var samþykkt í október 2016 og undirrituð af fulltrúum Heilbrigð- isráðuneytis, Framkvæmdasýslu ríkisins og Stykkishólmsbæjar. Þar er um að ræða áform um breyting- ar á sjúkrahúsinu sem fela í sér að þar verði 18 hjúkrunarpláss sam- kvæmt reglugerð um hjúkrunar- heimili, 2-4 rúm til dagdvalar og fjögur sjúkrarúm auk þeirra rúma sem tilheyra bakdeildinni,“ skrif- ar Sturla meðal annars í grein sem birtist hér aftar í blaðinu í heild sinni. „Aðstaðan á bakdeild verð- ur auk þess bætt með því að færa þvottahúsið í kjallarann og taka núverandi rými þvottahúss fyrir sjúkraþjálfun bakdeildar. Áætlað- ur kostnaður við verkið allt er 582 milljónir króna.“ Sturla segir að næstu skref verði að heilbrigðisráðherra beini mál- inu til Samstarfsnefndar um opin- berar framkvæmdir sem vonandi afgreiðir verkefnið fljótt og vel til Framkvæmdasýslunnar sem sér um að bjóða verkið út. „Rætt hef- ur verið um að verkið verði boð- ið út í einum áfanga. Áður en til þess kemur þarf að liggja fyrir samningur milli Heilbrigðisráðu- neytis og Stykkishólmsbæjar um skiptingu kostnaðar við hjúkrun- ardeildina, en sveitarfélaginu er ætlað að greiða 15% kostnaðar við þann hluta verksins. Það sem vekur bjartsýni um framvinduna og næstu skrefin er að veittar voru 100 milljónir af fjárlögum þessa árs til verksins. Þrátt fyrri þessa fram- vindu er ástæða til þess að vona að þrautagangan sé á enda og verkið verði sett af stað,“ skrifar Sturla. Þeir sem sitja í Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir eru forstjóri Framkvæmdasýslunnar sem undirritaði frumáætlunina í október sl., ráðuneytisstjórinn í Fjármálaráðuneytinu sem jú þekk- ir fjárlögin vel og formaður Fjár- laganefndar sem jafnframt er fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis. Sturla kveðst nú bíða eftir að kall- að verði til viðræðna um samning vegna þessa mikilvæga verkefnis. „Af gefnu tilefni er rétt að taka það fram að verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga er þannig að það er ríkissjóður sem kostar rekstur hjúkrunarheimila að fullu og 85% af stofnkostnaði hjúkrunarheimila svo sem að framan er getið. Aðr- ar framkvæmdir á vegum bæjarins koma því ekki í veg fyrir eða tefja úrbætur við hjúkrunaraðstöðu fyr- ir aldraða í bænum.“ mm/ Ljósm. sá. Nú styttist óðum í að strandveið- ar hefjist að nýju og eru strand- veiðisjómenn á fullu við að und- irbúa farkosti sína fyrir tímabil- ið. Garðar Hafsteinsson gaf sér þó smá tíma til að líta upp til ljós- myndara Skessuhorns þegar hann átti leið hjá við smábátahöfn Grundarfjarðar í vikunni. Garð- ar gerir út bátinn Nafna SH 151 frá Grundarfirði og leggst sumar- ið ágætlega í hann. Hann ætlar að byrja í maí og sjá svo til með fram- haldið þar sem hann verður á sjó annars staðar í júní. Þá er bara að vonast eftir hagstæðu veðri og að- stæðum þegar flotinn æðir af stað þriðjudaginn 2. maí næstkomandi. tfk Undirbúningur í fullum gangi fyrir væntanlegar strandveiðar Hillir undir samning um endurbygg- ingu hjúkrunardeildar í Stykkishólmi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.