Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2017, Qupperneq 5

Skessuhorn - 26.04.2017, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2017 5 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Vorhreinsun Vorhreinsun íbúa, fyrirtækja og stofnana fer fram dagana 29. apríl – 7. maí Bæjarbúar, ungir sem aldnir eru hvattir til að fagna vori og taka þátt í hreinsun og fegrun lóða og umhverfis í þágu allra bæjarbúa. Gámar verða staðsettir á ákveðnum stöðum í bænum á tímabilinu og geta íbúar og fyrirtæki skilað þar endurgjaldslaust því sem til fellur við vorhreinsunina. Ætlast er til að sorp sé flokkað og verða gámar merktir með viðeigandi flokkunarmerkjum. Aldraðir og öryrkjar geta óskað eftir að fá aðstoð við að sækja staka þunga eða stóra hluti. SK ES SU H O R N 2 01 7 Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Akraneskaupstaðar www.akranes.is Grundarfjarðarbær Starf aðalbókara laust til umsóknar Grundarfjarðarbær auglýsir starf aðalbókara laust til umsóknar. Aðalbókari hefur umsjón með bókhaldi Grundarfjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins. Hann annast bókun fylgiskjala, afstemmingar og aðra úrvinnslu úr fjárhagsbókhaldi, sér um reikningagerð, skýrslugerð og greiningarvinnu úr bókhaldi auk þess að annast uppgjör og áætlanagerð í samvinnu við yfirmann og endurskoðendur. Í boði er spennandi starf fyrir einstakling sem vill vinna sjálfstætt og hafa tækifæri til frumkvæðis í vinnubrögðum. Menntunar- og hæfniskröfur: Þekking og reynsla á bókhaldi skilyrði Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun á sviði bókhalds æskileg Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg Góð tölvukunnátta Nákvæmni, skipuleg vinnubrögð og talnagleggni Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Jákvæðni, sveigjanleiki og góðir samstarfshæfileikar Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 430 8500 eða með því að senda fyrirspurnir á sigurlaug@grundarfjordur.is. Ráðið er í starfið frá 15. júní nk. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila í Ráðhús Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, eða í tölvupósti á netfangið sigurlaug@grundarfjordur.is. Umsóknarfrestur er til og með 14. maí nk. SK ES SU H O R N 2 01 7 Landsnet undirbýr nú lagningu 66 kV jarðstrengs milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar. Samhliða þeirri framkvæmd verða byggð ný ten- gimannvirki á báðum þéttbýlisstöð- unum. Við þessa framkvæmd eykst til muna afhendingaröryggi raforku á Snæfellsnesi en truflanir með til- heyrandi straumleysi hafa verið tíð- ar undanfarin ár þar sem loftlínan milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar liggur um veðurfarslega mjög erfitt svæði á Fróðárheiði. Framkvæmdir við tengivirki í Grundarfirði hófust á síðasta ári auk þess sem Landsnet lét hanna nýtt tengivirki í Ólafsvík. Þá var gengið frá innkaupum á jarðstreng. Byrjun framkvæmda í Ólafsvík og lagning strengsins er fyrirhuguð nú í sumar en næsta sumar er ráðgert að fram- kvæmdum ljúki við tengivirkið í Ólafsvík, ásamt yfirborðsfrágangi á strengleiðinni. „Þar sem loftlínu- lausnin samræmdist ekki stefnu stjórnvalda um lagningu 66 kV raf- lína í jörð, auk þess sem hún var í ofanálag metin sem dýrari lausn, varð jarðstrengur fyrir valinu,“ seg- ir í frétt Landsnets um framkvæmd- ina. Við lagningu jarðstrengs verður strengurinn lagður í sand sem mok- að verður upp úr sjó beggja vegna Kirkjufells. Sandurinn er sóttur á útfiri og mokað á land. mm Lagning jarðstrengs hefst í sumar milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar Framkvæmdir við nýja spennistöð í Grundarfirði hófust í ársbyrjun í fyrra, en stöðin er ofan við iðnaðarsvæðið við Kvern. Ljósm. úr safni tfk. Í snjókomu haustið 2015 dró í skafla undir 66kV Ólafsvík- urlínu 1 á Fróðárheiði þannig að fólk var í hættu kæmi það nærri. Vegna þessa sá Landsnet ástæðu til að vara útivistarfólk við að vera á ferð í nágrenni línunnar þar sem hún liggur norðan við Miðfell. Komið var fyrir viðvörunarveifum á þessum stað til að vekja athygli á hættunni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.