Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2017 9
Kaffihúsið Kaldilækur verður opn-
að á næstunni í Snæfellsbæ. Það
er staðsett í Sjómannagarðinum í
Ólafsvík og verður rekið af þeim
bræðrum Antoni Jónasi og Ólafi
Hlyni Illugasonum. Aðspurð-
ur um hugmyndina sagði Anton
Jónas: „Ég hef lengi velt því fyrir
mér hvað er lítið að gera fyrir ungt
fólk hérna í Snæfellsbæ, eða í það
minnsta hefur mér fundist sárvanta
kaffihús eða stað þar sem vinir geta
komið saman og horft saman á leik
í enska, spilað borðspil eða bara
spjallað saman yfir kaffibolla. Ég
sjálfur hef þrætt fjölmörg kaffihús
í öllum heimshornum og það hefur
alltaf heillaði mig að sjá heimafólk
á öllum aldri koma saman á einum
stað til þess að læra, hittast á fundi
eða ræða um daginn og veginn. Á
endanum hugsaði ég að ef að ég,
tvítugur maður sem er ekki bund-
inn við neitt, leggst ekki í svoleið-
is verkefni þá veit ég ekki hver ætti
að gera það.“
Anton Jónas segir að staðsetning
Kaldalæks sé eitthvað sem lengi
hefur heillað hann. „Kaldilækur
stendur í hjarta Sjómannagarðsins
sem er svo í hjarta Ólafsvíkur. Hús-
ið er aldargamalt og á mikla sögu
sem snertir flesta bæjarbúa sem
hafa á einhverjum tímapunkti búið
eða í það minnsta tengst húsinu
á einn eða annan hátt. Kaffihúsið
mun svo líka vonandi auka traffík
í gegnum garðinn sjálfan sem, að
mér finnst, er allt of lítið notaður.”
Til að byrja með ætla þeir bræður
að bjóða upp á gott kaffi, bjór, vín
og kökur. Boðið verður upp á súpu
í hádeginu þegar fram líður. „Svo
sjáum við til hvort við verðum ekki
með eitthvað óvænt og skemmti-
legt í framtíðinni,“ sagði Anton
Jónas.
Stefnt er að því að kaffihúsið
Kaldilækur verði opnað helgina 5.
maí og verður hægt að fylgjast nán-
ar með því á fésbókinni, Instagram
og Twitter undir Kaldilækur. Ætla
þeir að láta opnunartímann ráð-
ast af því hvernig aðsóknin verður
enda eru þeir báðir að opna svona
stað í fyrsta sinn og vilja spila þetta
af fingrum fram í byrjun. Þeir hafa
þó ekki staðið einir í því að koma
þessu af stað og hafa fengið góða
aðstoð frá fjölskyldu og vinum og
eru vissir um að allir muni áfram
standa þétt við bakið á þeim. Þeir
munu verða tveir félagarnir að
vinna til að byrja með en sögðu að
það yrði aldrei að vita hvort þeir
réðu inn starfsmann til viðbótar
þegar líður á sumarið. Hlakkar þá
bræður til sumarsins. þa
Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar,
VR, FIT Félag iðn- og tæknigreina, Kennarasamband Íslands
og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á hátíðar-
og baráttudegi verkafólks 1. maí.
1. MAÍ
AKRANESI!
Félagsmenn fjölmennið! 1. maí-nefndin
Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00
og genginn verður hringur á neðri-Skaga. Undirleik
í göngu annast Skólahljómsveit Akraness.
Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal
Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40.
Fundarstjóri:
Vilhjálmur Birgisson
Ræðumaður dagsins:
Ólafur Arnarson, formaður
Neytendasamtakanna
Kvennakórinn Ymur
syngur nokkur lög
Kaffiveitingar
Athugið! Frítt í bíó fyrir börnin
í Bíóhöllinni kl. 15:00
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200
bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranes.is
Kæru Akurnesingar og nærsveitungar!
Sumarafgreiðslutími
Bókasafnss Akraness tekur gildi 1. maí
Opið: mánudaga – föstudaga kl. 12:00 - 18:00
Lokað á laugardögum til 1. október
Verið velkomin á bókasafnið í sumar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Sjálfstæðisflokkurinn
Aðalfundur fulltrúaráðs verður haldinn
í Stúkuhúsinu 5. maí klukkan 19:30.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf samkv. 6. gr. laga
fyrir Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi.
Stjórn fulltrúaráðs
AÐALFUNDUR
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Bræður opna Kaffihúsið
Kaldalæk í Ólafsvík
Bræðurnir Anton Jónas og Ólafur Hlynur Illugasynir við Kaldalæk.