Skessuhorn - 26.04.2017, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2017 11
viðurkenning og fallegt klapp á bak-
ið fyrir það sem við höfum verið að
gera á liðnum árum og það er heið-
ur að fá slík verðlaun. Ég lít þannig
á að við séum að fá viðurkenningu
fyrir það þróunarstarf sem hér hef-
ur verið unnið sem bæði hefur ver-
ið unnið af okkar starfsmönnum og
starfsmönnum samstarfsfyrirtækja
okkar. Margt af því sem við erum
nú að sýna og selja er afrakstur af
þróun sem hægt hefur verið að ráð-
ast í af því forsvarsmenn íslenskra
útvegsfyrirtækja hafa borið traust
til okkar. Þeir hafa keypt af okk-
ur vöru sem oft á tíðum er einung-
is hugmynd þegar skrifað er und-
ir sölusamning. Hugmyndin leiðir
svo til nýsköpunar og vöruþróunar
og verður loks að vöru. Sú vara eyk-
ur síðan verðmætin og allir hagn-
ast af þróunarstarfinu þegar upp er
staðið.“
Sjö einkaleyfum lýst
Ingólfur segir að vöruframboð
Skagans 3X sé í dag samansafn af
tækjum og tilheyrandi tækni. „Við
erum að bjóða heildarlausnir fyrir
uppsjávarvinnslu og ferskfiskveiði-
skip. Meðal þess sem okkar lausn-
ir hafa umfram aðrar er þessi of-
urkælibúnaður sem ég nefndi hér
að framan, sem fyrst var settur um
borð í Málmey SK fyrir FISK Sea-
food fyrir um tveimur árum síð-
an. Nú er ísfiskveiðiskipið Engey
RE komin með búnað frá okkur
og líklega erum við þar að afgreiða
frá okkur eitt fullkomnasta fersk-
fiskveiðiskip í heimi. Síðan tekur
við raðsmíði í tvö önnur sambæri-
leg skip fyrir sama fyrirtæki á þessu
ári.“ Ingólfur nefnir til marks um
nýjar tæknilausnir um borð í Eng-
ey að fyrirtækið hafi lýst sjö nýjum
einkaleyfum vegna vinnsluaðferð-
anna um borð.
Erum lausnamiðað
fyrirtæki
Ingólfur segir fjölmörg verkefni
í pípunum hjá Skaganum 3X og
verkefnastaða fyrirtækjanna er
góð. „Við erum með verkefni í
undirbúningi og í gangi í nokkr-
um heimsálfum. Auk heildar-
lausna fyrir íslensk útgerðarfyr-
irtæki erum við t.d. að selja laus-
frysta til Chile og Brasilíu, lausn-
ir til vinnslu hörpuskeljar í Banda-
ríkjunum og krabbavinnslu í Kan-
ada. Allt er þetta tækni sem bygg-
ir á þróun sem íslensk fyrirtæki
hafa byrjað að kaupa af okkur í ár-
anna rás. Þau hafa veðjað á okkar
lausnir. Þannig eru íslensk útvegs-
fyrirtæki þau sem gert hafa okkur
mögulegt að þróa og smíða nýja
tækni og gert okkur að því sem við
erum í dag. Ég nefni Síldarvinnsl-
una í Neskaupsstað, Ísfélagið í
Vestmannaeyjum, Skinney Þinga-
nes á Höfn, HB Granda og Eskju
á Eskifirði, auk tveggja uppsjávar-
verksmiðja sem við settum upp í
Færeyjum. Nú erum við að vinna
stórt verkefni í makríl fyrir Ísfélag-
ið í Vestmannaeyjum sem á að vera
búið fyrir upphaf vertíðar í haust
og sitthvað fleira er í farvatninu.
Við lítum á okkur sem lausnamiðað
fyrirtæki og höfum sýnt og sannað
að við ráðum við býsna stór verk-
efni bæði hér heima og erlendis.“
Þrjú aðskilin fyrirtæki
en eitt vörumerki
Ingólfur svarar því aðspurður í
lokin að Skaginn 3X sé vörumerk-
ið sem keyrt er á en þrjú sjálfstæð
rekstrarfélög standa á bakvið það,
þ.e. Skaginn, Þorgeir & Ellert og
3X Technology. „Ég sé engan hag
í beinni sameiningu þessara félaga.
Við leggjum mikla áherslu á sjálf-
stæði og frumkvæði á öllum okkar
starfsstöðvum og teljum betra að
hafa þetta svona frekar en að fólkið
okkar verði hluti af einhverri deild
eða skúffu í sameinuðu fyrirtæki.“
mm
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Starf skrifstofustjóra hjá Hvalfjarðarsveit er laust til umsóknar,
starfshlutfall 80-100%. Skrifstofustjóri hefur umsjón með áætlana-
gerð og uppgjöri sveitarfélagsins og samhæfingu verkefna á sviði
fjármála á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Annast daglega fjár mála stjórn sveit ar fé lagsins.
Annast launavinnslu fyrir öll starfssvið sveitarfélagsins.
Undir bún ingur, gerð og eftir fylgni starfs- og fjár hags á ætlana.
Umsjón með framlagningu árshlutareikninga og ársreikninga.
Grein ing ar vinna og miðlun upplýs inga til kjör inna full trúa og
stjórn enda.
Annast álagningu fasteignagjalda og umsjón með innheimtu.
Almenn verkefni á skrifstofu sveitarfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun sem fellur að verkefnum og ábyrgðarsviði skrifstofu-
stjóra.
Reynsla af reikningshaldi, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg.
Góð samskipta- og leiðtogahæfni.
Greiningarhæfni og færni í notkun upplýsingatækni.
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2017. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni
viðkomandi.
Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3,
301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í
síma 433-8500 og á netfanginu skuli@hvalfjardarsveit.is
Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með um 635 íbúa. Nátt-
úrufegurð er mikil og möguleikar til að njóta fjölbreyttrar útiveru
eru óþrjótandi. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfélag með litlum
íbúakjörnum. Þar eru næg og fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur
landbúnaður, vaxandi ferðaþjónusta og metnaðarfullt skólastarf.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað á iðnaðarsvæðinu við
Grundartanga með fjölmörgum iðnfyrirtækjum. Hvalfjarðarsveit er
í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélög.
Nánari upplýsingar má finna á www.hvalfjardarsveit.is
Skrifstofustjóri - Hvalfjarðarsveit
Auðarskóli
Ábyrgð – Ánægja – Árangur
Auðarskóli óskar eftir að ráða í
eftirfarandi stöður næsta vetur
Kennarar í Auðarskóla
Tvo kennara vantar við Auðaskóla fyrir skólaárið 2017-2018. Um er að ræða
77% stöðu á unglingastigi og 100% stöðu á miðstigi.
Kennsla á unglingastigi
Smíðar
Enska
Danska
Umsjónakennsla á miðstigi
Stærðfræði
Upplýsingatækni
Náttúrufræði
Mikilvægt er að umsækjendur búi að:
Færni í samskiptum
Frumkvæði í starfi
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta
Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna eftir stefnu Auðarskóla í
teymiskennslu.
Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna í grunnskóla. Umsóknir
um starfið berist á netfangið hlodver@audarskoli.is. Í umsókninni þurf að vera
ferilskrá og ábendingar um meðmælendur. Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi
skólastjóri í síma 430 4757. Umsóknarfrestur er til 15. maí.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Dagskrá:
Kynnir: Kristín G. Ólafsdóttir, stjórnarmaður SDS
Ræðumaður: Eiríkur Þór Theódórsson, varaformaður ASÍUng og
stjórnarmaður í Stétt Vest
Skemmtiatriði: Stórsöngvarinn og leikarinn Egill Ólafsson
fer á kostum af sinni alkunnu snilld!
Kaffiveitingar að lokinni dagskrá. Drekkhlaðið borð
af hnallþórum og fleira góðgæti að hætti Katrínar.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
7
1. MAÍ
Í BÚÐARDAL 2017
1. maí 2017 samkoma Dalabúð,
Búðardal kl. 14:30
Ingólfur og fjölskylda hans veittu Útflutningsverðlaunum forseta Íslands viðtöku á Bessastöðum síðasta vetrardag.
Ljósm. Íslandsstofa.