Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2017 17
Landsvirkjun hefur um áratugaskeið
starfrækt sumarvinnuflokka ungs
fólks. Hóparnir sinna viðhaldi,
uppbyggingu og fegrun starfsstöðva
Landsvirkjunar og vinna jafnframt að
ýmsum samstarfsverkefnum víða um
land. Samvinna sumarvinnuflokka
Landsvirkjunar og félagasamtaka,
sveitarfélaga og stofnana hefur skilað
sér í auknum umhverfisgæðum og betri
aðstöðu til útivistar og ferðamennsku.
Í boði er vinnuframlag sumarvinnu-
flokka og flokksstjórn yfir þeim. Verkefnin
lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og
öðrum umhverfisbótum ásamt ýmsum
samfélagsverkefnum.
Óskað er eftir að samstarfsaðilar leggi fram
vel skilgreind verkefni. Umsóknarform
með nánari upplýsingum er að finna á vef
Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is.
Nánari upplýsingar veitir Þóra María
Guðjónsdóttir í síma 515 9000 og á
netfanginu lettverk@landsvirkjun.is.
Umsóknarfrestur er til og með 14. maí
2017. Umsóknarform er að finna
á landsvirkjun.is.
Landsvirkjun auglýsir eftir
samstarfsaðilum að verkefninu
Margar hendur vinna létt verk
sumarið 2017.
Námið er sérsniðið að íslenskri ferðaþjónustu með
sterkri tengingu við leiðandi fyrirtæki í greininni. Áhersla
er lögð á stjórnun ferðaþjónustu í víðu samhengi, allt
frá stærri hótelum og veitingastöðum til móttöku gesta í
þjónustumiðstöðum og umsjón ferða um hálendið.
Hólaskóli -
Háskólinn á Hólum
Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur
Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is
w
w
w
.h
ol
ar
.is BA í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta
Ferðaþjónusta er skemmtilegt og síbreytilegt fag þar sem starfsfólk tekst á við flókin verkefni alla daga.
Ný námsleið
Háskólinn á Hólum
Hagnýtt háskólanám
• Ferðamálafræði
• Stjórnun ferðaþjónustu og móttaka gesta
• Viðburðastjórnun
• Fiskeldisfræði
• Reiðmennska og reiðkennsla
Tækifærin eru í okkar greinum
Hólaskóli -
Háskólinn á Hólum
Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur
Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is
Háskólasamfélag með langa sögu
Hólar í Hjaltadal er í senn mikill
sögustaður og útivistarparadís.
Háskólinn á Hólum er lítill en
öflugur háskóli sem sinnir kennslu
og rannsóknum á sviði ört
vaxandi atvinnugreina.
w
w
w
.h
ol
ar
.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Unnið er á vöktum við framleiðslu á lífrænt vottuðu
mjöli.
Gerðar eru strangar kröfur um öryggi og gæði.
Réttindi og hæfni til að nota vinnuvélar eru kostur.
Störfin geta hentað hvort sem er konum eða körlum á
öllum aldri.
Um Þörungarverksmiðjuna
Þörungaverksmiðjan rekur þurrkverksmiðju á Reykhólum,
þar sem þang og þari eru þurrkuð í mjöl í háum gæðaflokki.
Bæði framsleiðsla og hráefnisöflun fyrirtækisins hafa lífræna
vottun. Meginhluti framleiðslunnar er seldur á erlendum
mörkuðum, þar sem hún er m.a. nýtt í framleiðslu í lyfja- og
snyrtivöruiðnaði auk framleiðslu á fóðurbæti, áburði og fleiru.
Síðastliðinn föstudag lauk hrygning-
arstoppinu og máttu bátar setja út
veiðarfæri klukkan 10 að morgni þess
dags. Voru bátar að tínast úr höfn-
um Snæfellsbæjar fram eftir morgni.
Þeirra á meðal var Brynja SH. Ekki
vildi betur til en svo þegar Brynja
var kominn rétt út fyrir höfnina í
Ólafsvík að aðalvél bátsins stöðvað-
ist og þurftu skipverjar aðstoð í land.
Lítil hætta var á ferðum enda blíð-
skaparveður. Tryggvi Eðvarðs SH
sem einnig var á útleið kom áhöfn
Brynju SH til aðstoðar og dróu bát-
inn í land. Þar sem þetta var annar
dagur sumars hafði Gylfi Scheving
það á orði að þetta væri fyrsta góð-
verk sumarsins. Ekki var um alvar-
lega bilun að ræða og voru strákarn-
ir á Brynju SH komnir aftur af stað
skömmu síðar.
þa
Hikstuðu af stað að
afloknu hrygningarstoppi
Hestamannafélögin Faxi og Skuggi
standa fyrir Vesturlandssýningunni
2017 sem verður haldin í Faxaborg
í Borgarnesi föstudaginn 28. apríl
klukkan 20:00. Þar munu ræktun-
arbú af svæðinu koma fram. Börn
og unglingar sýna hesta sína, FT
verður með atriði, Íslandsmeistari
frá 2016 kemur fram á gæðingi sín-
um og nokkrir glæsilegir stóðhest-
ar munu mæta á svæðið. Þeirra á
meðal eru Sproti frá Innri-Skelja-
brekku, Logi frá Oddsstöðum,
Styrkur frá Stokkhólma og Bjarmi
frá Bæ. Grínatriði og fleira óvænt
verður í boði.
Forsala aðgöngumiða hófst í gær
í versluninni Líflandi í Borgarnesi.
Miðaverð er 2.500 kr. Sýningin
er til fjáröflunar fyrir Reiðhöllina
Faxaborg.
-fréttatilkynning
Vesturlandssýning 2017
í Faxaborg
Jakob S Sigurðsson sýnir hér
Loga frá Oddsstöðum, en þeir
verða á sýningunni.