Skessuhorn - 26.04.2017, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2017 21
11:00 Opnaðar sýningar í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi
15:00 Afmælishátíð í Hjálmakletti (Menntaskóla Borgarfjarðar)
o Ávarp formanns afmælisnefndar
o Söngur leikskólabarna frá Klettaborg og Uglukletti
o Ávarp forseta sveitarstjórnar
o Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar
o Ávarp formanns nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi
o Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar flytja frumsamda tónlist
Kaffiveitingar í hléi
o Saga Borgarness – ávörp í tilefni af útgáfu verksins
o Fjöldasöngur
o Frásagnir um Borgarnes úr ýmsum áttum
o Gleðigjafar - kór eldri borgara syngur undir stjórn Jónínu Ernu
Arnardóttur
Allir velkomnir!
Saga Borgarness til sölu og afhending á bókum í forsölu
13:00 - 14:45 Sýningin Tíminn gegnum linsuna opin í Safnahúsinu
Borgarnes 150 ára
Hátíðardagskrá 29. apríl 2017
li
l i l l l l
i j
li i i li l fj
l l í i
li l fj j li
i í l i
í l i i
j l
i
l i j l i i j í
l l i í l
Allir á völlinn
ÍA - FH
Sunnudaginn 30. apríl kl. 17:00
OPNUNARLEIKUR Í PEPSI-DEILDINNI:
MÆTUM ÖLL GUL OG GLÖÐ
NORÐURÁLSVÖLLUR
„Mér líst bara vel á sumarið og við
hlökkum til að mótið byrji. Vonandi
verður bara gott veður í sumar,“
segir Ejub Purisevic, þjálfari karlal-
iðs Víkings Ó, léttur í bragði í sam-
tali við Skessuhorn. Víkingur hefur
leik í Pepsi deild karla í knattspyrnu
sunnudaginn 30. apríl næstkomandi
þegar liðið heimsækir Val á Hlíð-
arenda. Undirbúningur er á loka-
metrunum og Ejub kveðst ánægður
með hópinn. „Ég er ánægður með
liðið, hópurinn er alltaf að styrkjast
og verður betri og betri. Breyting-
ar hafa orðið frá síðasta ári, eins og
gengur og gerist en ég held að það
sé ekkert óeðlilegt fyrir lið frá litlum
bæ eins og Ólafsvík,“ segir hann.
„Hins vegar er ég alltaf að leita að
góðum leikmönnum og dyr okkar
eru opnar fyrir góðum leikmönnum
sem vilja koma og spila í Ólafsvík,“
bætir hann við.
„Getum skapað
framtíð“
Aðspurður um markmið sumars-
ins vonast Ejub til að geta gert bet-
ur en síðast. „Helst viljum við gera
betur en í fyrra og gaman væri að
geta komið á óvart í deildinni. En
mestu máli skiptir að hafa gam-
an af þessu,“ segir hann. Víkingur
hafnaði í 10. sæti í deildinni á síð-
asta ári. Liðið byrjaði mótið af mikl-
um krafti en fór að halla undan fæti
á miðju sumri. Víkingur náði ekki
sigri í síðustu 13 leikjum sumarsins
en tókst að bjarga sér frá falli. „Ef
markmiðið næst þá skiptir ekki máli
hvar í mótinu maður vinnur leikina
og fær stigin,“ segir Ejub og telur
engar líkur á að slæmt gengi í síðari
umferðinni í fyrra hafi áhrif á liðið
nú. „Þetta er gleymt frá því í fyrra.
Nú er nýtt mót og nýr leikur í hvert
skipti. Ég hugsa bara um einn leik
í einu. Leikir vinnast og leikir tap-
ast, við förum yfir málin og svo er
það búið. Við breytum ekki fortíð-
inni en við getum skapað framtíð,“
segir hann.
Geta gert vel
Lið Ejubs eru þekkt fyrir að byggja
á þéttum og skipulögðum varnar-
leik, en síðan er reynt að draga fram
styrkleika leikmanna í sókninni. Að-
spurður telur hann að engin breyt-
ing verði á því í sumar. „Áætlun
okkar er að byggja á sterkri vörn.
Bæði mér og Víkingi hefur geng-
ið vel með þessu fyrirkomulagi. Ég
held raunar að flest lið í heiminum
fyrir utan Barcelona og Real Ma-
drid reyni að byggja að stærstu leyti
á góðum varnarleik,“ segir hann.
„Við byggjum á því sem við höfum
gert undanfarin ár og sjáum hvaða
árangri það skilar okkur. Við erum
með góða leikmenn og leikmanna-
hópurinn getur gert vel í sumar,“
segir Ejub. „En fyrst og fremst vona
ég að við getum notið sumarsins.
Þetta er þriðja tímabilið okkar á síð-
ustu fimm árum í úrvalsdeild, það er
ótrúlega gaman og við erum ánægð
með það. Mér finnst frábært þegar
Pepsi deildin kemur í Ólafsvík. Það
er miklu betra að horfa á Pepsideild-
arleiki í Ólafsvík en annars staðar,“
segir Ejub léttur í bragði. „Ég vona
að allir hlakki til hér í Ólafsvík eins
og við og bæjarbúar vilji njóta sum-
arsins með okkur. Ég hef trú á að
við getum gert þetta vel og vona að
fólk verði duglegt að styðja sitt lið
eins og áður,“ segir Ejub Purisevic
að lokum.
kgk/ Ljósm. úr safni
„Frábært þegar Pepsi
deildin kemur í Ólafsvík“
Leikmenn Víkings Ó. fagna marki síðasta sumar.
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó.