Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2017, Qupperneq 24

Skessuhorn - 26.04.2017, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 201724 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness LYFTULEIGA - ÞUNGAFLUTNINGAR DRÁTTARBÍLL - BÍLAFLUTNINGAR Í samræmi við samþykkt bæjar- stjórnar Stykkishólmsbæjar um að sameina Amtsbókasafn Stykk- ishólms, bókasafn Grunnskóla Stykkishólms og Ljósmyndasafn Stykkishólms er unnið að því að endurskipuleggja starfsemina í nýju húsi. Þar verður skipulögð ný stofnun; stofnun mennta, menn- ingar og upplýsingatækni. Svo sem þekkt er standa yfir framkvæmdir við byggingu húss yfir söfnin þrjú sem verða sameinuð og verða ein rekstrareining í nánu stjórnunar- legu og rekstrarlegu samstarfi við Grunnskóla Stykkishólms. Þetta eru vissulega mikilvæg áform og ástæða til þess að rifja upp í stuttu máli sögubrot um söfnin. Amtsbókasafn á gömlum merg Amtsbókasafnið var stofnað 1847 að tilstuðlan amtsmannsins Bjarna Thorsteinsonar sem sat á Arnar- stapa, Péturs Péturssonar prófasts á Staðarstað og síðar biskups og Árna Thorlacíus kaupmanns sem lagði til húsnæði í Norskahúsinu og hóf skráningu safnsins. Síðar flutti safnið í eigið húsnæði sem var rekið af sýslunefnd Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu og kost- að af öllum sveitarfélögunum í sýslunni. Stykkishólmsbær tók við rekstri safnsins og húsnæði þess (nú Vatnasafnið) af sýslunefndinni þegar sýslunefndin var lögð niður með nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi 1989. Á þeim tíma var gert ráð fyrir því að þar væri skjalasafn sýslunnar. Það hvíla því mikla skyldur á okkur að varðveita bókakost Amtsbókasafnsins og þróa það í takt við tímann. Grunnur lagður með gjöfum Bókasafn grunnskólans er í grunn- inn byggt upp af mjög merkileg- um bókagjöfum og styrkjum. Þar er m.a. um að ræða gjöf frá þeirri merku konu, Ásu Guðmunds- dóttur Write, sem ólst hér upp en flutti til London og þaðan til Karíbahafseyjarinnar Trínidad. Einnig er þar safn Ásgerðar Arn- finnsdóttur og Ágústar Þórarins- sonar kaupmanns. Jóhann Rafns- son sem var m.a. formaður skóla- nefndar skrifaði ávarp þegar safn- ið var afhent skólanum árið 1948. Jóhann segir þar að safnið „sé eitt merkasta skólabókasafn í land- inu“. Það ávarp gaf Jóhann mér þegar hann var að undirbúa að ánafna ljósmyndasafn sitt til bæj- arins. Það er því eðlilegt að koma þessu safni í gott skjól með viðeig- andi skráningu og aðgangi fræði- manna að því. Ljósmyndasafn Stykkishólms er í grunninn safn mynda sem Jó- hann Rafnsson ánafnaði Stykkis- hólmsbæ árið 1996 auk mynda frá Árna Helgasyni fréttaritara Morg- unblaðsins og fleiri ljósmyndur- um og myndasöfnurum. Safninu hefur ekki verið sýndur sá sómi sem vert væri m.a. vegna þess að skort hefur aðstöðu og skýra fram- kvæmd um uppbyggingu og nýt- ingu safnsins þrátt fyrir sérstaka samþykkt um safnið. Nú blasir við betri tími þegar nýtt húsnæði rís þar sem er ætlað sérstakt rými fyrir ljósmyndasafnið. Ljósmyndir og kvikmyndir er mikilvægur þátt- ur í því að varðveita og miðla sögu okkar og þróun bæjarlífsins hér í Stykkishólmi. „Endurræst“ söfn Upplýsingatækninni fylgja nýir kennsluhættir svo sem þekkt er úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Með því að leggja áherslu á bók- menninguna með aðstoð upplýs- ingatækninnar og tengja starfsemi Amtsbókasafnsins við grunnskól- ann skapast aðstaða til að nýta upp- lýsingatæknina til nýrra kennslu- hátta í þágu bættrar menntun- ar nemenda. Með uppfærðum og „endurræstum“ bókasöfnum í nýju húsnæði blasir við betri tíð og nýir möguleikar í skólamálum okkar Hólmara. Það er vissulega ánægju- legt verkefni að sameina söfnin og koma þeim í gott húsnæði og færa að nútímanum og þjóna bæði sem almenningsbókasafn og skóla- bókasafn. Við sjáum fyrir endann á þessu verkefni og getum tekið til við önnur verkefni sem varða uppbyggingu og framfarir í okkar góða bæ. Næsta skrefið í skólamálum okk- ar verður að byggja nýtt hús austan við skólahúsið þar sem verða sér- kennslustofur fyrir grunnskólann og aðstaða fyrir Tónlistarskóla Stykkishólms. Ef vel verður hald- ið á málefnum okkar mun það hús geta risið fyrr en marga grunar. 100 milljónir vegna hjúkrunardeildar Frá ársbyrjun 2010 þegar Heil- brigðisstofnun Vesturlands var sett á stofn, og St.Franciskusspítalinn var settur undir yfirstjórn HVE, hefur staðið mikil þrautarganga við að koma af stað endurbygg- ingu hjúkrunardeildar sjúkrahúss- ins. Þeirri hjúkrunardeild er ætl- að að leysa Dvalarheimili Stykkis- hólms af hólmi með sérinnréttuðu húsnæði. Allan þennan tíma hafa bæjaryfirvöld átt í viðræðum við heilbrigðisyfirvöld sem létu teikna breytingar og gera áætlanir sem hlutu ekki samþykki. Eftir mikla vinnu á vegum bæj- arins og eftir að búið var að end- urhanna verkefnið náðist loksins sá áfangi að frumáætlun um verk- ið var samþykkt í október 2016 og undirrituð af fulltrúum Heilbrigð- isráðuneytis, Framkvæmdasýslu ríkisins og Stykkishólmsbæjar. Þar er um að ræða áform um breyting- ar á sjúkrahúsinu sem fela í sér að þar verði 18 hjúkrunarpláss sam- kvæmt reglugerð um hjúkrunar- heimili, 2-4 rúm til dagdvalar og 4 sjúkrarúm auk þeirra rúma sem tilheyra bakdeildinni. Aðstaðan á bakdeild verður auk þess bætt með því að færa þvottahúsið í kjallarann og taka núverandi rými þvotta- húss fyrir sjúkraþjálfun bakdeildar. Áætlaður kostnaður við verkið allt er 582 milljónir króna. Næsta skrefið er að heilbrigð- isráðherra beinir málinu til Sam- starfsnefndar um opinberar fram- kvæmdir sem vonandi afgreiðir verkefnið fljótt og vel til Fram- kvæmdasýslunnar sem sér um að bjóða verkið út. Rætt hefur verið um að verkið verði boðið út í ein- um áfanga. Áður en til þess kemur þarf að liggja fyrir samningur milli Heilbrigðisráðuneytis og Stykkis- hólmsbæjar um skiptingu kostnað- ar við hjúkrunardeildina, en sveit- arfélaginu er ætlað að greiða 15% kostnaðar við þann hluta verksins. Það sem vekur bjartsýni um fram- vinduna og næstu skrefin er að veittar voru 100 milljónir af fjár- lögum þessa árs til verksins. Þrátt fyrri þessa framvindu er ástæða til þess að vona að þrautagangan sé á enda og verkið verði sett af stað. Þeir sem sitja í Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir eru for- stjóri Framkvæmdasýslunnar sem undirritaði frumáætlunina í októ- ber sl., ráðuneytisstjórinn í Fjár- málaráðuneytinu sem jú þekk- ir fjárlögin vel og formaður Fjár- laganefndar sem jafnframt er fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis. Undirritaður bíður eftir að kall- að verði til viðræðna um samning vegna þessa mikilvæga verkefnis. Af gefnu tilefni er rétt að taka það fram að verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga er þannig að það er ríkissjóður sem kostar rekstur hjúkrunarheimila að fullu og 85% af stofnkostnaði hjúkr- unarheimila svo sem að framan er getið. Aðrar framkvæmdir á vegum bæjarins koma því ekki í veg fyrir eða tefja úrbætur við hjúkrunarað- stöðu fyrir aldraða í bænum. Stykkishólmi, 19. apríl 2017, Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Mikilvægar úrbætur tveggja stofnana í Stykkishólmi Stofnun mennta,- menningar og upplýsingatækni í nýju húsi Pennagrein

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.