Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 18. tbl. 20. árg. 3. maí 2017 - kr. 750 í lausasölu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 6 -3 0 6 7 Greiðslumat á � mínútum fyrir viðskiptavini allra banka Nú geta allir gert fullgilt greiðslumat á arionbanki.is og fengið nákvæma mynd af greiðslugetu sinni með nokkrum smellum. Kynntu þér þessa spennandi nýjung Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Verkir í liðum? Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Á Sögulofti Landnámsseturs Föstudagur 12. maí kl. 20:00 Sunnudagur 14. maí kl. 17:00 Miðapantanir: landnam@landnam.is sími 437-1600 SK ES SU H O R N 2 01 7 www.skessuhorn.is Minnum á fríar smáauglýsingar á vef Skessuhorns Yfirstandandi grásleppuvertíð hefur verið slök; gæftir slæmar og veiðin lítil. Af þeim sökum hefur sjávarútvegsráðherra boðað útgáfu reglugerðar í dag þar sem yfirstandandi veiðitímabil verður lengt um tíu daga, verður 46 dagar, en með óbreyttri veiðiráðgjöf. Á meðfylgjandi mynd bregður Kristján Helgason á Karli Magnúsi SH á leik á bryggjunni í Ólafsvík síðastliðinn föstudag. Hann var þá að landa hálfu tonni af grásleppu og verður einn þeirra sem mun nýta lengra veiðitímabil. Sjá nánar í frétt á næstu síðu. Ljósm. af. Íslandsmótinu í körfuknattleik kvenna lauk síðasta miðvikudag þeg- ar Keflavík bar sigurorð af Snæfelli í fjórða leik liðanna í úrslitaviðureign- inni. Keflavík sigraði viðureignina með þremur sigrum gegn einum og hampaði því Íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik kvenna 2017. Að móti loknu er vert að líta til baka og vekja athygli á árangri Vest- urlandsliðanna tveggja; Snæfells og Skallagríms. Snæfell þurfti að sætta sig við annað sætið að þessu sinni en undanfarin þrjú ár, 2014, 2015 og 2016, hefur liðið staðið uppi sem Íslandsmeistari. Auk þess varð liðið deildarmeistari í ár og vann Snæ- fell tvöfalt á síðasta ári, varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Undan- gengin úrslitaviðureign gegn Kefla- vík var því fjórða úrslitarimma liðs- ins á jafnmörgum árum. Á þeim tíma hefur Snæfell rækilega fest sig í sessi sem stórveldi í íslenskum kvenna- körfuknattleik. Skallagrímskonur voru nýliðar í Domino‘s deild kvenna í vetur og hafnaði í liðið þriðja sæti deildar- innar. Skallagrímur mætti Keflavík í undanúrslitum úrslitakeppninnar en varð að játa sig sigrað í fimm leikjum gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Keflavíkur, þar sem oddaleik þurfti til að knýja fram úrslit. Skallagríms- konur léku fyrr í vetur gegn Kefla- vík í úrslitum bikarkeppninnar eftir magnaðan sigur á Snæfelli í undan- úrslitum. Þær þurftu hins vegar að játa sig sigraðar í jöfnum og spenn- andi úrslitaleik. Árangur Skallagríms í deild og bikar í vetur er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að aðeins eru liðin tæp tvö ár síðan meistara- flokkur kvenna var endurvakinn eft- ir að hafa legið í dvala í tvö ár þar á undan. Skallagrímsliðið hefur því náð góðum árangri á þeim stutta tíma sem liðið hefur verið starfrækt í núverandi mynd. kgk Vestlensk körfuknattleikslið í fremstu röð Snæfell og Skallagrímur eru tvö af bestu körfuknattleiksliðum landsins. Hér eigast við í undanúrslitum bikarsins þær Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Skallagríms og Andrea Björt Ólafsdóttir úr Snæfelli er til varnar. Ljósm. úr safni/ jho. Sveitarfélögin Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær og Helga- fellssveit munu á þessu ári vinna áfram að undirbúningi þess að kanna vænleika sameining- ar sveitarfélaganna í eitt. Leit- að hefur verið til ráðgjafarfyr- irtækja og sett upp tímalína þar sem miðað er við að hið eigin- lega samtal við íbúa fari fram síð- sumars eða í haustbyrjun á þessu ári. „Ef niðurstaða greiningar- vinnu verður með þeim hætti að samráðsnefndin telji að hags- bætur séu af sameiningu fyrir íbúa sveitarfélaganna verður til- laga um sameiningu borin und- ir íbúa í kosningu í byrjun des- ember 2017. Samráðsnefnd- in mun halda íbúum upplýstum um framgang viðræðna eftir því sem við á,“ segir í tilkynningu frá samráðsnefnd. Sjá nánar á bls. 13 Dalakonan Christine Sarah Arndt, jafnan kölluð Stína, hygg- ur á vit ævintýrana í ágústmán- uði. Hún hyggst keppa í ein- hverjum erfiðustu og líkast til hættulegustu kappreiðum heims. Keppin fer fram í Mongólíu og gengur undir nafninu Mongol Derby. Rætt er við Stínu um þessa þúsund kílómetra kapp- reiðar í Skessuhorni í dag. Með- fylgjandi mynd er tekin á Mon- gol Derby á síðasta ári. Sjá nánar á bls. 16. Ljósm. Richard Dunwoody. Tekur þátt í Mongol Derby Skoða áfram sameiningu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.