Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 201718
Vorboðinn í fyrirlestrum Snorra-
stofu að þessu sinni verður erindi
Guðmundar Inga Kjerúlf um bíla-
verkstæði föður hans, Guðmund-
ar Kjerúlf, sem stóð með miklum
blóma í Reykholti um tveggja ára-
tuga skeið, frá 1960 til 1981. Fyr-
irlesturinn verður í Bókhlöðunni
þriðjudaginn 9. maí og hefst að
venju kl. 20:30.
Guðmundur Kjerúlf flutti í Reyk-
holt árið 1936 með foreldrum sín-
um Andrési Kjerúlf bónda á Akri og
Halldóru Jónsdóttur. Hann nam bif-
vélavirkjun og vann þarnæst á bíla-
verksæði SÍS. Verkstæði sitt í Reyk-
holti reisti hann fyrst í verslunar-
húsi Steingríms Þórissonar, en árið
1963 byggði hann Litla-Hvamm í
landi Breiðabólsstaðar, sem var sam-
byggt íbúðar- og verkstæðishús. Auk
almennra viðgerða voru bílar ýmist
smíðaðir þar, settir saman eða end-
urgerðir auk þess sem verkstæðið
sinnti öðrum áhugaverðum verk-
efnum. Fjöldi manna og kvenna
starfaði hjá Guðmundi og voru þar
nær 20 starfsmenn þegar flest var.
Smíðaðar voru rútur, eldhúsbílar og
jeppar, kerrur og brýr svo eitthvað
sé nefnt. Þá voru einnig fluttir inn
bílar frá Belgíu, settir saman og að-
lagaðir íslenskum aðstæðum. Með
félaga sínum, Guðna Sigurjóns-
syni, smíðaði hann og gerði út tvær
rútur, Soffíu II og III. Guðmundur
hætti rekstri verkstæðisins 1981 og
hlutafélagið Breiðverk tók við. Ný-
lega er lokið endurgerð Soffíu II og
Arnar Guðnason ekur henni í tilefni
kvöldsins að Reykholti og segir frá
endurgerðinni.
Guðmundur Ingi Kjerúlf er sonur
Guðmundar og Ingibjargar Helga-
dóttur, fæddur á Akranesi 1968 og
ólst upp í Litla-Hvammi í Reyk-
holti. Hann lauk BA námi í heim-
speki, MA prófi í stjórnmálafræði og
hefur einnig lokið kennslufræði, allt
við Háskóla Íslands. Hann starfar nú
að fræðslumálum hjá Vinnueftirliti
ríkisins. Arnar Guðnason er einn-
ig fæddur í Reykholti sonur Guðna
Sigurjónssonar og Elínborgar Krist-
insdóttur. Hann var einn af forvígis-
mönnum þess að Soffíu II var bjarg-
að frá eyðileggingu og gerð myndar-
lega upp.
„Kvöldstundin með Guðmundi
og Arnari, sem fellur í röð Snorra-
stofu, Fyrirlestrar í héraði, er til-
hlökkunarefni og Snorrastofa þakk-
ar óeigingjarnt framlag þeirra í þágu
atvinnu- og mannlífssögu héraðs-
ins. Aðgangseyrir er kr. 500,“ segir
í fréttatilkynningu. mm
Brot úr atvinnusögu Reykholts:
Bílaverkstæði Guðmundar Kjerúlf 1960-1981
Vinirnir Vilhjálmur Einarsson og Guðmundur Kjerúlf standa hér framan við Soffíu II.
Soffía II var endurgerð fyrir tveimur árum að frumkvæði Elínborgar Kristinsdóttur
ekkju Guðna Sigurjónssonar og barna þeirra.
Nýverið var á aðalfundi í stjórn
Vélabæjar hf. í Bæjarsveit í Borg-
arfirði rifjað upp að á þessu ári
eru sextíu ár frá því verkstæðis-
rekstur hófst þar sem nú er starfs-
stöð Vélabæjar hf. Fyrsta húsið á
staðnum var byggt af Búnaðar-
félagi Andakílshrepps í samvinnu
við Ræktunarsamband Borgar-
fjarðardala og voru helstu verkefni
viðgerðir og viðhald á jarðvinnu-
tækjum. Var hús byggt á leigu-
lóð í Bæjarlandi og fyrsti starfs-
maður Pétur Haraldsson. Frá
árinu 1957 til 1970 var reksturinn
áfram í nafni Búnaðarfélagsins. Þá
tók Símon Aðalsteinsson rekstur-
inn á leigu og rak bíla- og búvéla-
verkstæði í eigin nafni til 1980 að
Vélabær hf. var formlega settur
á stofn. Stofnfélagar voru hjónin
Símon Aðalsteinsson og Þuríður
Jóhannesdóttir en auk þeirra þeir
Einar Gíslason frá Lundi, Ólafur
Óskarsson og Þorsteinn Júlíusson
í Laugarbæ. Frá upphafi hefur í
þrígang verið byggt við verkstæð-
ishúsið. Þorsteinn Júlíusson starf-
ar enn á verkstæðinu og á því lang-
lengstan starfsaldur þar að baki.
Verkstæðisformaður nú er Björn
Björnsson í Ásbrún, frá Snartar-
stöðum, en starfsmenn eru fimm
til sex auk hans. Það var rifjað upp
af þessu tilefni að þegar flest var
hafi níu manns starfað í Vélabæ.
Á uppvaxtarárum þess sem þetta
skráir er þess minnst að verkstæð-
ið í Vélabæ gegndi lykilhlutverki
fyrir bændur í Borgarfirði. Þang-
að var hægt að leita með viðgerð-
ir og viðhald á tækjum bænda og
annarra sem stunduðu rekstur, nú
eða fá viðhald á heimilisbílinn. Þar
var því oft mikið umleikis þegar til
dæmis heyannir stóðu sem hæst
enda þekkt að tæki bila náttúr-
lega helst þegar þau eru brúkuð.
Mikið mæddi á úrræðagóðum við-
gerðamönnum sem gjarnan voru
með sérstaka viðgerðabíla á ferð
um héraðið. Stundum þótti henta
að fá viðgerðamenn á bæina frem-
ur en flytja bilaðar bindivélar eða
önnur tæki um langa vegi.
Björn Björnsson segir að mik-
ið sé að gera í Vélabæ og þar hafi
menn ekki þurft að kvíða verk-
efnaskorti. Stór hluti vinnunnar
sé viðhald og viðgerðir á tækjum
bænda, en vaxandi hluti verkefn-
anna tengist þó viðgerðum á bíl-
um ferðamanna sem leið eiga um
Borgarfjörð. „Það er nóg að gera
og líklega vinnst okkur ekki tími
til að halda formlega upp á sex-
tíu ára afmæli verkstæðisrekstr-
ar hér,“ segir Björn. Fyrir dyr-
um eru breytingar innanhúss, en
meðal annars á að bæta við við-
gerðarými, gera nýjar innkeyrslu-
dyr, færa skrifstofu og kaffistofu
niður á jarðhæð og rífa þá milli-
loft. Þetta verður gert til að bæta
vinnuaðstöðu innanhúss. „Hér er
nóg að gera og einna helst að verk-
efnin breytist. Fyrir bankahrunið
keyptu sumir nýjan dekkjagang ef
sprakk á dekki, eða heilt pústkerfi
ef smá gat kom á rör. Eftir hrunið
breyttist þetta þannig að farið var
að gera við og nýta verðmætin bet-
ur. En tæki eru þeim eiginleikum
gædd að þau bila og því höldum
við ótrauðir áfram að bjóða við-
gerðaþjónustu hér í Vélabæ þótt
verkstæðisrekstur á þessum stað
komist á sjötugsaldurinn,“ sagði
Björn Björnsson að endingu.
mm
Vélabær er síungt sextíu ára vélaverkstæði
Björn verkstæðisformaður lagfærir hér drifskaft á keðjudreifara en Haukur bóndi
Engilbertsson á Vatnsenda fylgist með.
Fimm af sjö starfsmönnum í kaffipásu. F.v. Eysteinn Örn Stefánsson, Þorsteinn
Júlíusson, Björn Hákon Björnsson, Björn Björnsson og Ingi Þór Magnússon. Á
myndina vantar Guðrúnu Ólafsdóttur og Elvar Ólason.
Hundurinn Gáfi fylgist alla daga af
kostgæfni með starfinu í Vélabæ.
Nóg að gera. Ingi Þór í símanum og Björn Hákon að gera við ámoksturstæki. Milli þeirra eru tveir ungir menn sem voru í
starfskynningu þennan dag, þeir Sigurður Aron og Axel Örn.