Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017 21 Dagur umhverfisins var 25. apríl en þann dag hóf Landvernd nýtt átak: Hreinsum Ísland. Í ár er at- hygli sérstaklega dregin að þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi. Í tilefni af degi umhverfisins setti Kristján Ingi Arnarsson, bygginga- fulltrúi Dalabyggðar, inn færslu á Facebook síðu sem er ætluð íbúum búsettum í Dalabyggð. Þar hvatti hann íbúa til að leggja sitt af mörk- um í hreinsun náttúrunnar og var 26. apríl valinn til verkefnisins þar sem veðurspá var hagstæð. Eins og oft vill verða eftir vetur var af nógu að taka og þótt hópurinn hafi ekki verið í stærri kantinum þá skilaði hann góðum afköstum. Í lok dags- ins buðu Kristján og fjölskylda þátttakendum upp á að koma að heimili þeirra þar sem búið var að kynda upp í grillinu og gat hver og einn komið með sitt til að grilla. Hvatning Kristjáns fékk jákvæð viðbrögð og ljóst að þónokkrir hyggjast leggja sitt af mörkum í sínu nærumhverfi. Þess má geta að átak Landvernd- ar stendur til 7. maí og hægt er að fá upplýsingar um verkefnið á síð- unni hreinslumisland.is sm Einstaklingsframtak í tilefni af degi umhverfisins Kristján Ingi Arnarsson, Svanhvít Lilja Viðarsdóttir og sonur þeirra Viðar Örn Kristjánsson. Þorgerður og Dagbjört María. Jón Egill, Alexandra, Henríetta og Stefanía í hreinsunarstörfum á Vesturbraut. Framleiðslufyrirtækið Behind the Scenes stefnir á tökur í sumar á stutt- myndinni Ólgusjó og verður myndin tekin upp á litlum báti við Snæfells- nes. Myndin er einlæg saga sem fjallar um unga elskendur sem starfa sam- an á litlum báti fyrir utan Snæfells- nes en yfirmaður þeirra stýrir þeim með harðri hendi í gegnum talstöð á meðan margt leynist undir yfirborð- inu. Leikstjóri myndarinnar er Andri Freyr Ríkharðsson og er stuttmyndin frumraun hans eftir að hann útskrif- aðist frá Kvikmyndaskóla Íslands árið 2012, þar sem hann hlaut verðlaun fyrir bestu útskriftarmyndina. Verk- efnið er unnið fyrir Kvikmyndastöð Íslands og er styrkt af Uppbygging- arsjóði Vesturlands. Samið hefur ver- ið við leikara sem fara með aðalhlut- verk í myndinni en það eru þau Haf- dís Helga Helgadóttir, sem fer með hlutverk Telmu, og Eysteinn Sigurð- arson, sem fer með hlutverk Baldurs, ásamt Arnari Jónssyni sem fer með hlutverk Geirs. Framleiðsla verkefn- isins er á lokametrunum og eru tökur áætlaðar í júní á þessu ári. Í fréttatilkynningu frá Behind the Scenes segir að myndin sé umkringd metnaðarfullu og duglegu fólki á öllum sviðum kvikmyndagerðar. „Andri Freyr leitaði til okkar í janú- ar 2015 og sagði okkur frá stuttmynd sem hann vildi gera og þannig hófst ferðalag þessa verkefnis.“ Behind the Scenes er ungt framleiðslufyrirtæki sem samanstendur af fólki með mis- munandi menntun og bakgrunn. „Ef fólk hefur sögu sem það vill segja og hefur metnaðinn og viljann til að ýta því í framkvæmd er ekkert sem getur stoppað það ferli nema fólkið sjálft,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Framleiðendur Ólgusjós eru Ásta Marteinsdóttir, Ásþór Aron Þor- grímsson, Marinó Flóvent og Unn- steinn Garðarsson. grþ Ólgusjór tekinn upp við Snæfellsnes Stuttmyndin Ólgusjór verður tekin upp við strendur Snæfellsness í sumar. Andri Freyr Ríkharðsson leikstjóri myndarinnar. loknu fengu nemendur að borða og gerðu sig klára til að mæta á Lyngbrekkuball. Mikil stemning var í hópnum og skemmtu nem- endur og fylgdarmenn sér ljóm- andi vel. Þegar heim var komið gistu nemendur í skólanum enda beið þeirra að mæta í flug morg- uninn eftir. Hópurinn lagði síð- an af stað klukkan 6:00 á föstu- dagsmorgun sáttur og glaður með heimsóknina til Íslands. Margir lögðu hönd á plóg Það sem mestu máli skiptir er að til þess að svona verkefni og heimsóknir gangi upp þurfum við í skólasamfélaginu að vinna sam- an. Því langar okkur sem að verk- efninu stöndum að þakka öllum sem tóku á móti hópnum okk- ar kærlega fyrir frábærar mót- tökur. Allir staðir sem við heim- sóttum voru virkilega þess virði að sýna gestum okkar að ógleymdum þeim tíma og vinnu sem foreldr- ar lögðu í að taka á móti gestun- um okkar erlendu til að láta þeim líða vel á Íslandi. Samstarfsverk- efni eins og þetta eru nemend- um okkar mjög mikilvæg þar sem samvinnan og aðstæðurnar stuðla yfirleitt að miklum þroska og gef- ur þeim tækifæri til að takast á við nýja hluti og aðstæður. Ása Erlingsdóttir Í Víðgelmi fengu gestirnir fyrirtaks leiðsögn um íslenska jarðfræði. Farið var í leiki á skólalóðinni á Kleppjárnsreykjum. Fulltrúar þriggja landa komu saman. Svipmynd úr heimsókninni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.