Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 201722 Mikið var um dýrðir á laugardag- inn þegar sveitarfélagið Borgar- byggð efndi til hátíðardagskrár í til- efni af 150 ára afmæli Borgarness. Dagskráin hófst með opnun sýn- ingar í Íþróttamiðstöðinni tengd ljóðum, list og íþróttum. Opnuð var sýning á ljóðum annars vegar eftir Borgnesingana Ásbjörn Jóns- son, Finn Torfa Hjörleifsson og Jón Þ. Björnsson og Mýramanninn Egil Skallagrímsson. Hins vegar var sýning eftir nemendur í 5. bekk Grunnskólans í Borgarnesi. Ljóð- in prýða glugga Íþróttamiðstöðvar- innar og innilaugar. Um leið frum- fluttu tveir nemendur 5. bekkjar, þau Kolfinna Dís Kristjánsdóttir og Sara Sól Guðmundsdóttir lag um Borgarnes í tilefni afmælisins. Verkið Hlaupaleiðir í Borgarnesi og Landslagsverk sem unnið er eftir hæðarlínum fjallanna í kringum bæ- inn voru afhjúpuð en þau eru eftir Borgnesinginn Loga Bjarnason. Þá var ólympíufarinn og íþróttaþjálf- arinn Íris Inga Grönfeldt heiðruð þegar afhjúpað var veggspjald um glæsilegan íþróttaferil hennar. Íris er fæddur og uppalinn Borgnesing- ur og er sá íþróttamaður sem náð hefur lengst á afrekssviðinu í sögu Borgarness. Íris keppti í tvígang í spjótkasti á Ólympíuleikum, árið 1984 í Los Angeles og 1988 í Seo- ul. Dagskráin yfir í Hjálmaklett Dagskráin hélt áfram eftir hádegi þegar blásið var til afmælishátíðar í Hjálmakletti þar sem verkið Saga Borgarness eftir frændurna Egil Ólafsson og Heiðar Lind Hans- son var formlega gefið út. Fjöldi fólks mætti á hátíðina en talið er að á fjórða hundrað gesta hafi kom- ið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jó- hannesson, og eiginkona hans Eliza Reid voru sérstakir heiðursgestir hátíðarinnar og veitti forsetinn við- töku fyrstu formlegu eintökunum af sögu Borgarness. Guðni forseti ávarpaði samkomuna í kjölfarið þar sem hann þakkaði fyrir sig og ósk- aði héraðsbúum til hamingju með afmælið og glæsilegt ritverk. Um leið minntist hans Egils Ólafssonar, annars höfunda Sögu Borgarness, með fögrum orðum. Fulltrúar allra kynslóða stigu á stokk Flutt voru hátíðarávörp og stigu í pontu þau Björn Bjarki Þorsteins- son forseti sveitarstjórnar, Birna G. Konráðsdóttir formaður ritnefndar Sögu Borgarness og Heiðar Lind Hansson annar höfunda verks- ins. Þá fluttu fulltrúar tveggja kyn- slóða Borgnesinga, þau Ingibjörg Hargrave og Guðlaugur Þór Þórð- arson utanríkisráðherra, skemmti- legar ræður þar sem þau rifjuðu upp æskuár sín í Borgarnesi. Flutt voru tónlistaratriði á vegum nem- enda Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Gleðigjafi, kór eldri borgara, söng fyrir gesti og þá heiðraði Lína lang- sokkur samkomuna með hressilegri nærveru sinni, en Lína var leikin af Írisi Líf Stefánsdóttur nemenda í Grunnskólanum í Borgarnesi. Veislustjórn var í höndum Bjarkar Jóhannsdóttur formanns hátíðar- nefndar 150 ára afmælisins Borg- arness. Nánar má fræðast um afmælishá- tíðina og dagskrá hennar í með- fylgjandi myndum sem flestar eru teknar af Gunnhildi Lind Hans- dóttur. mm/hlh 150 ára afmælis Borgarness fagnað á hátíðarsamkomu Leikskólabörn á leikskólunum Klettaborg og Uglukletti í Borgarnesi sungu lög fyrir veislugesti við góðar undirtektir. Ljósm. Unnur Lárusdóttir. Það kom í hlut Björns Bjarka Þorsteinssonar forseta sveitarstjórnar Borgar- byggðar að færa Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands fyrstu eintökin af Sögu Borgarness fyrir hönd sveitarfélagsins. Áður en forsetinn fékk eintökin hafði Birna G. Konráðsdóttir formaður ritnefndar afhent Bjarka eintökin fyrir hönd ritnefndar. Hér standa Björn Bjarki og Birna ásamt Guðna forseta sem heldur á eintökunum góðu. Heiðar Lind Hansson, annar höfunda sögu Borgarness, flytur ávarp þar sem hann kynnti verkið. Sveitastjórnarkonurnar Hulda Hrönn Sigurðardóttir og Guðveig Anna Eyglóardóttir ásamt Gunnlaugi Júlíussyni sveitarstjóra. Borgnesingurinn og utanríkisráðherr- ann Guðlaugur Þór Þórðarson flutti skemmtilegt ávarp á hátíðinni þar sem hann rifjaði upp uppvaxtarár sín í Borgarnesi. Nemendur Tónlistarskóla Borgar- fjarðar fluttu tónlistaratriði. Hér leikur Elinóra Ýr Kristjánsdóttir á þverflautu við undirleik Ólafs Flosasonar. Ljósm. Kristján Ingi Hjörvarsson. Systurnar Valborg Elva og Kristný Halla Bragadætur notuðu tækifærið ásamt Almari Orra Kristinssyni og gripu Guðna forseta með í selfie. Eftir að Guðni forseti hafði fengið fyrsta eintakið af sögu Borgarness í sínar hendur voru forseld eintök afhent. Fjölmargir gestir notuðu líka tækifærið og keyptu sér eintak. Hér sést kápa fyrra bindis, Byggðin við Brákarpoll. Theodóra Þorsteinsdóttir og Björk Jóhannsdóttir stýra samsöng. Björk, sem var formaður hátíðarnefndar, var jafnframt veislustjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.