Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017 15 SK ES SU H O R N 2 01 7 Kartöflugarðar 2017 Reitir í kartöflugörðum Akraneskaupstaðar eru lausir til útleigu fyrir sumarið 2017. Í boði eru 100 fermetra reitir sem kosta kr. 4.000 og 50 fermetra reitir sem kosta kr. 2.000. Garðarnir verða tilbúnir til notkunar 25. maí n.k. Athugið að takmarkað magn er til úthlutunar og er eingöngu fyrir íbúa sem hafa lögheimili á Akranesi. Þeir sem hafa áhuga á að leigja sér reit eru beðnir um að hafa sambandi við þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, í síma 433-1000 eða á akranes@akranes.is. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Skipulagsauglýsingar SK ES SU H O R N 2 01 7 Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt á 156. fundi þann 7. apríl 2017, að auglýsa eftirfarandi skipulög: Móttökustöð fyrir úrgang við Grímsstaði, Reykholtsdal – lýsing á breytingu aðalskipulags Borgarbyggðar 2010 – 2022 Fyrirhugað er að breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Tillagan felur í sér uppsetningu móttökustöðvar fyrir úrgang við Gríms- staði í Reykholtsdal. Tillagan er sett fram í greinargerð dagsettri í mars 2017 og verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skriflegum ábendingum vegna lýsingar á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022, ef einhverjar eru, skal komið á framfæri í bréfi eða í tölvupósti við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en föstudaginn 2. júní 2017. Syðri Hraundalur – Nýtt deiliskipulag Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulag fyrir Syðri-Hraundal 2 til auglýsing- ar. Tillagan er sett fram með uppdrætti og greinargerð dags. 13. mars 2017 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á þremur lóðum með byggingarreit fyrir íbúðarhús, vinnustofu og hesthús í landi Syðri- Hraundals 2. Tillagan er auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulags- laga nr. 123/2010. Skriflegum athugasemdir vegna nýs deiliskipulags, ef einhverjar eru, skal komið á framfæri í bréfi eða í tölvupósti við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en mánudaginn 19. júní 2017. Tillögur liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar og eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar – www.borgarbyggd.is. Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, borgarbyggd@borgarbyggd.is veitir fúslega nánari upplýsingar, sé þess óskað. www.lyfja.is 10-30% AFSLÁT TUR af völd um heilsuv örum Heilsutjútt 3.–14. maí Góð heilsa er gulli betri - vertu hress fyrir sumarið! Skoðaðu fjölda tilboða á heilsuvörum í bæklingi Lyfju eða í vefversluninni á lyfja.is Séra Aðalsteinn Þorvaldsson fermdi sex ungmenni í Grundarfjarðar- kirkju sunnudaginn 30. apríl. Veðr- ið var fallegt og vor í lofti í Grund- arfirði á þessum ágæta degi. Séra Aðalsteinn brá á leik með börnun- um að athöfn lokinni og stillti upp í svokallaða sjálfu með ljósmynd- ara Skessuhorns. Það var létt yfir mannskapnum og börnin eflaust fegin að lokinni athöfn. tfk Stillt upp í sjálfu að lokinni fermingarathöfn Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur í fimmtánda skipti fyrir átak- inu Hjólað í vinnuna, heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land. Mun hún að þessu sinni standa yfir dag- ana 3. – 23. maí. „Landsmenn hafa tekið átakinu gríðarlega vel. Einn- ig má merkja að hjólreiðar allt árið hafa aukist til muna síðan að verk- efnið hófst. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, um- hverfisvænum og hagkvæmum sam- göngumáta,“ segir í kynningu um verkefnið. Meðan á átakinu stendur eru ýms- ir leikir í gangi svo sem skráningar- leikurinn þar sem allir þátttakendur fara sjálfkrafa í pott og eiga mögu- leika á að vera dregnir út í Popp- landi á Rás 2 alla virka daga. Hjól- reiðaverslunin Örninn gefur glæsi- lega vinninga og þann 23. maí er dregið út glæsilegt reiðhjól að verð- mæti 100.000 kr. Myndaleikur verð- ur í gangi á Instagram, Facebook og á vefsíðu Hjólað í vinnuna þar sem fólk er hvatt til að taka skemmtileg- ar myndir af þátttöku sinni í verk- efninu og merkja myndina með #hjoladivinnuna. Með því gætu þátttakendur unnið veglega vinn- inga frá Nutcase á Íslandi. Nánari upplýsingar um Hjólað í vinnuna er að finna á www.hjoladi- vinnuna.is mm Átakið Hjólað í vinnuna hefst í dag Þegar vegir eru árum og jafnvel áratugum saman slæmir og ekki boðlegir sem hluti vegakerfis í nú- tíma þjóðfélagi, tekur brúnin smám saman að síga á þeim sem búa verða við slíkar aðstæður. Aðrir geta þó hent að því gaman. Skessuhorn fékk senda meðfylgjandi mynd af Mýrunum. Með henni fylgdi þessi orðsending: „Hann er líklega far- inn miðinn sem átti að hanga á bíl- rúðu vörubílsins. Þar stóð einhverju sinni: „Skruppum í kaffi.“ Vonandi verður þeim kaffið að góðu.“ mm „Skruppum í kaffi“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.