Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017 13 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2017 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudagur 18. maí Föstudagur 19. maí Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE SS U H O R N 2 01 7 Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 9. maí 2017 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Bílaverkstæði Guðmundar Kjerúlf 1960–1981 Guðmundur Ingi Kjerúlf flytur Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Rakin verður saga verkstæðisins í Reykholti, sem veitti fjölda manns atvinnu og stóð að nýjungum í smíði og endurgerð bifreiða. Arnar Guðnason segir einnig frá nýlegri endurgerð Soffíu II, sem byggð var á verkstæðinu, og ekur henni í Reykholt í tilefni kvöldsins. DEILDARSTJÓRI OG LEIKSKÓLAKENNARI ÓSKAST Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hug- myndafræðinni Leiðtoginn í mér. Þar dvelja að jafnaði 21 börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára. Óskað er eftir deildarstjóra og leikskólakennara sem geta hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Deildarstjóri vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra. Hann er faglegur leiðtogi og ber ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfi sem fram fer á deildinni ásamt skólastjóra. Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskóla- kennara. Menntunar- og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun. Færni í mannlegum samskiptum. Sjálfstæð vinnubrögð. Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður. Góð íslenskukunnátta. Ef ekki fæst leikskólakennari í störfin kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og /eða reynslu. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2017. Umsóknir skulu sendar rafrænt á sjofn@borgarbyggd.is. Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G.Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7180 eða 862-0064, eða í tölvupósti, sjofn@borgarbyggd.is. Leikskólinn Hnoðraból Lífið er yndislegt með sól í hjarta SK ES SU H O R N 2 01 7 Á síðustu misserum hefur umræð- an um eflingu sveitarstjórnarstigs- ins og sameiningu sveitarfélaga far- ið vaxandi og eftir nokkurt hlé eru viðræður um sameiningu sveitar- félaga hafnar víða um land. Um mitt síðasta ár sendi Sturla Böðv- arsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, erindi til oddvita Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps auk forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar þess efnis að efnt yrði til samráðfundar um mögulega sameiningu umræddra sveitarfélaga. Niðurstaða þeirra samskipta varð sú að forsvarsmenn Grundarfjarðarbæjar, Helgafells- sveitar og Stykkishólmsbæjar skip- uðu þrjá fulltrúa hvert sveitarfélag í samráðsnefnd sem ætlað var að vinna að undirbúningi sameining- ar og íbúakosninga um hvort sam- eina eigi sveitarfélögin þrjú. Áður höfðu sveitarstjórnir í Snæfellsbæ og Eyja- og Miklaholtshreppi gef- ið frá sér aðild að viðræðum. Sam- ráðsnefnd þessara þriggja sveitar- félaga kom saman til fyrsta fund- ar í byrjun nóvember 2016 þar sem ákveðið var að óska eftir aðstoð at- vinnuráðgjafar Sambands sveitarfé- laga á Vesturlandi og hefur Páll S Brynjarsson verið tengiliður nefnd- arinnar við SSV. Leitað til KPMG með sviðsmyndagreiningu Í tilkynningu frá nefndinni, sem send var út í gær, segir að umræða um sameiningu sveitarfélaga sé með öðrum hætti en áður. „Meira er horft til framtíðar og þess með hvaða hætti sveitarfélög geta eflst og verið stöndugri til að takast á við sífellt fleiri verkefni og veita íbú- um enn betri þjónustu, en minna er horft til stöðu sveitarfélaganna í dag. Nefndarmenn eru sammála um að vanda verði til þessarar um- ræðu í samráði við íbúa sveitar- félaganna og því var ákveðið að leita til ráðgjafadeildar KPMG um næstu skref en hjá þeim liggur mik- il þekking á sviðsmyndagreining- um eða framtíðarfræðum, en ráð- gjafarnir eru um þessar mundir að aðstoða sveitarfélög víða um land í samskonar viðræðum. Tilgangur- inn með verkefninu og vinnu ráð- gjafanna er að greina helstu drif- krafta í starfsumhverfi sveitarfélag- anna á Snæfellsnesi og móta í kjöl- farið sviðsmyndir um hugsanlega þróun þeirra bæði með og án sam- einingar,“ segir í tilkynningunni. Í vinnunni framundan verður lögð áhersla á eftirfarandi atriði: „Að skoða hvernig mikilvægar forsendur í samfélaginu og áhrifa- þættir í tengslum við starfsum- hverfi sveitarfélaganna geti þróast á komandi árum. Öðlast skilning og þekkingu á helstu drifkröftum og megin- straumum sem munu móta vænt- ingar til sveitarfélaga og innviða þeirra í framtíðinni. Skapa sameiginlega sýn á mögu- legri þróun í sveitarfélögunum. Setja fram á aðgengilegan hátt ólíka valkosti sem dragi fram þá lykilþætti sem skipta máli með/án sameiningar.“ Ráðgjafarnir hafa sett upp tíma- línu þar sem miðað er við að hið eiginlega samtal við íbúa fari fram síðsumars eða í haustbyrjun á þessu ári og ef niðurstaða greiningarvinn- unnar verður með þeim hætti að samráðsnefndin telji að hagsbætur séu af sameiningu fyrir íbúa sveit- arfélaganna verður tillaga um sam- einingu borin undir íbúa í kosningu í byrjun desember 2017. „Samráðs- Skoða kosti sameiningar þriggja sveitarfélaga á Snæfellsnesi nefndin mun halda íbúum upplýst- um um framgang viðræðna eftir því sem við á,“ segir í tilkynningu frá samráðsnefnd, sem Hafdís Bjarna- dóttir, forseti bæjarstjórnar Stykk- ishólmsbæjar og ritari samráðs- nefndar, sendi í gær. mm/ Ljósm. úr safni. www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.