Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 201730 „Hvar ætlar þú að vinna í sumar?“ Spurning vikunnar (Spurt í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) Ásgeir Darri Gunnarsson: „Hjá Vigni G. Jónssyni.“ Gunnar Jóhannesson: „Á Gamla Kaupfélaginu.“ Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir: „Í Norðuráli.“ Jón Mýrdal Böðvarsson: „Fer líklega í Norðanfisk.“ Selma Dís Hauksdóttir: „Ég verð að vinna sem þjónn á veitingastað sem heitir Sjávar- borg.“ Knattspyrnudeild kvenna í Vík- ingi Ólafsvík hefur gert nýja samn- inga við fjóra leikmenn; þær Birtu Guðlaugsdóttur, Fehima Líf Pur- isevic, Regínu Sigurjónsdóttur og Irmu Gunnþórsdóttur. Guðlaug- ur Mímir Brynjarsson formaður kvennadeildar sagði í samtali við Skessuhorn að hann væri ánægður með þessa samninga og sagðist eiga von á erfiðu tímabili þar sem fyrsta deildin væri sterkari en á síðasta ári. „Við náðum góðum árangri á síð- asta tímabili og komumst í umspil. En þetta verður erfitt í ár,“ sagði Guðlaugur Mímir. af Hluti kvennaliðs Víkings. Frá vinstri eru Ásdís Lilja Pétursdóttir stjórnarmaður, Björn Sólmar, þjálfari og svo stelpur úr Víkingi. Þá Einar Magnús Gunnlaugsson aðstoðarþjálfari og Harpa Finnsdóttir þrekþjálfari. Fremst er Guðlaugur Mímir Brynjarsson formaður og Birta Guðlaugsdóttir sem er einn efnilegasti markmaður landsins. Víkingur semur við fjórar stúlkur Inga Elín Cryer, sundkonan knáa frá Akranesi, hefur glímt við meiðsli og veikindi síðasta árið eða svo og lítið synt af þeim sökum. Engu að síður tók hún þátt í Íslandsmeistar- mótinu í 50 m laug sem fram fór í byrjun apríl. Þar hafnaði hún í öðru sæti í 50 og 100 metra flugsundi, háði meðal annars harða keppni við Bryndísi Rún um gullið í 100 m flugsundi. Þá varð hún í þriðja sæti í 200 m flugsundi eftir að hafa leitt sundið allan tímann. Það gekk þó ekki átakalaust fyrir sig. Þegar hún átti eftir um 15 metra eftir í bakk- ann lokaðist fyrir öndunarveginn hjá henni en einhvern veginn komst hún að bakkanum og var dregin upp úr lauginni og inn í sjúkraher- bergi, þar sem hún náði að jafna sig. Engu að síður var vel gert hjá henni að klára sundið. Loks keppti hún í boðsundi með Ægi og var útkom- an hennar eftir Íslandsmótið fimm silfur og ein bronsverðlaun. Inga Elín tognaði á ökkla í febrúar á síðasta ári og var sett í gips. Héldu læknar jafnvel að hún hefði brotnað, en um slæma tognun var að ræða og var hún lengi að jafna sig eftir það. Í ágúst í fyrra fékk hún loks slæma veirusýkingu sem greindist seint. Þannig varð árið 2016 erfitt fyrir sundkonuna. „En hún er ákveðin að komast yfir þessi áföll og er nú búin að ná að æfa þokkalega vel frá því í janúar. Inga Elín er staðráðin í að komast að nýju í sitt besta form. Við vildum koma þessu á framfæri til velunnara hennar á Skaganum, því mikið hefur verið spurt um líð- an hennar að undanförnu. Viljum við þakka hlýhug þeirra sem fylgst hafa með henni,“ segir Silla Karen móðir Ingu Elínar. mm Inga Elín stefnir á að komast í sitt besta keppnisform Sundsamband Íslands hefur birt nöfn þeirra 16 sundmanna sem munu keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum 2017. Leikarnir verða haldnir í San Marínó dagana 29. maí til 3. júní. Sundfélag Akra- ness á fulltrúa í hópnum; Ágúst Júlí- usson. Ágúst hefur síðastliðin ár ver- ið einn sigursælasti flugsundsmaður landsins. Hann hefur æft vel í vetur og er enn að bæta tímana sína. Sext- án sundmenn voru valdir til þátt- töku, átta karlar og átta konur, en auk Ágústs er Skagakonan Inga Elín Cryer, sem syndir fyrir sundfélagið Ægi, einnig með í hópnum. Íslendingar hafa alla tíð verið mjög sigursælir í sundhluta leik- anna og meira en helmingur allra verðlauna Íslands á Smáþjóðaleik- um frá upphafi koma úr sundi. Í liðinu sem keppir í San Marínó eru að auki Ágústs og Ingu; Aron Örn Stefánsson SH, Bryndís Bolladóttir Breiðabliki, Bryndís Rún Hansen Óðni, Davíð Hildiberg Aðalsteins- son ÍRB, Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi, Hafþór Jón Sigurðsson SH, Hrafnhildur Lúthersdóttir SH, Íris Ósk Hilmarsdóttir ÍRB, Karen Mist Arngeirsdóttir ÍRB, Kristinn Þórarinsson Fjölni, Kristófer Sig- urðsson ÍRB, Sunneva Dögg Frið- riksdóttir ÍRB, Viktor Máni Vil- bergsson SH og Þröstur Bjarnason ÍRB. Smáþjóðaleikarnir hafa verið haldnir annað hvert ár frá árinu 1985. Á þeim er keppt undir merkj- um Ólympíunefnda níu þjóða í Evrópu þar sem íbúar eru færri en ein milljón. Það eru Andorra, Ís- land, Kýpur, Liechtenstein, Lúx- emborg, Malta, Mónakó, San Mar- ínó og Svartfjallaland. Ísland hefur í tvígang verið gestgjafi leikanna; árið 1997 og árið 2015. tg/mm Ágúst og Inga Elín á Smáþjóðaleikana Skagakonan Inga Elín Cryer sem nú æfir og keppir með Ægi.Ágúst Júlíusson úr ÍA er einn fremsti flugsundsmaður landsins. Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík hefur sam- ið við tvo spænska leikmenn um að ganga til liðs við félagið. Annars vegar muni spænski knattspyrnumaðurinn Alonso Sanchez Gonzalez leika með liðinu í sumar. Alonso er miðjumaður, fæddur árið 1990, en hann lék seinast með Raufoss í Noregi. Alonso æfði með Víkingi Ó. í æfingaferð á Spáni fyrr í mánuðinum og tók þar þátt í æfingaleikjum gegn Stjörnunni og Keflavík. Hins vegar hefur Víkingur samið við Nacho Heras Anglada um að leika með lið- inu í sumar. Nacho er varnarmaður, fæddur árið 1991, og lék seinast með U.P. Plasencia í heimalandinu. Þá hefur hann einnig spilað í Ungverjalandi auk þess sem hann var á mála hjá Espanyol á yngri árum. mm Tveir Spánverjar til liðs við Víking Nacho Heras Anglada. Alonso Sanchez Gonzalez. Borgfirðingurinn Arnar Guðjónsson, þjálfari Svendborg Rabbits, stýrði sínu liði til brons- verðlauna í dönsku úrvalsdeildinni í körfu- knattleik. Kanínur Arnars höfðu öruggan 87-72 sigur á SISU í bronsleiknum sem fram fór að kvöldi mánudagsins í síðustu viku. Sterk hefð er fyrir því í Danmörku að liðin sem falla úr leik í undanúrslitum úrslita- keppninnar leiki einn leik um bronsið. Eru þetta fyrstu verðlaun Svendborg í dönsku úrvalsdeildinni síðan 2013, en Arnar hefur stýrt liðinu frá árinu 2015 þegar Craig Pedersen stýrði liðinu. Craig var þá jafnframt þjálfari íslenska landsliðsins en hætti til að einbeita sér að landsliðsþjálfun Íslands. Arn- ar var áður aðstoðarmaður Craig hjá Svend- borg. kgk Kanínurnar hans Arnars hrepptu bronsið Arnar Guðjónsson fer yfir málin með sínum mönnum í Svendborg Rabbits. Ljósm. fyens.dk. Skallagrímur er kominn í undanúrslit í C- deild Lengjubikarins. Liðið sigraði þrjá af fjórum leikjum sínum í riðlinum og gerði eitt jafntefli með markatöluna 13-4. Skalla- grímur mætir Kormáki/Hvöt í undanúrslita- leiknum sem fer fram í Borgarnesi á morgun, fimmtudaginn 4. maí og hefst kl. 19.15. kgk/ Ljósm. Skallagrímur. Skallagrímur í úrslit Lengju- bikarsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.