Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Side 10

Skessuhorn - 03.05.2017, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 201710 Á sjávarútvegssýningunni í Brus- sel í liðinni viku var tilkynnt um stofnun nýs markaðsfyrirtækis á sviði skipalausna; Knarr Mari- time. Að hinu nýja fyrirtæki standa íslensku fyrirtækin Skaginn 3X, Nautic, Kælismiðjan Frost, Brimrún, Naust Marine og Verk- fræðistofan Skipatækni. Öll þessi fyrirtæki hafa á undanförnum árum komið að hönnun, þróun, smíði og sölu á búnaði og skip- um til veiða og vinnslu á sjávar- fangi. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir sjávarútvegsráðherra sagði við þetta tilefni ánægjulegt að hafa komið að því að ýta þessu verkefni úr vör. Hún segir hugvit og frum- kvæði íslenskra hátæknifyrirtæki hafa skipað þeim og sjávarútvegi okkar í fremstu röð og það skref sem stigið var með stofnun fyrir- tækisins staðfesti það frumkvæði og forystu. Þrátt fyrir að fyrirtækin sex hafi nú stofnað sameiginlegt markaðs- fyrirtæki hafa þau átt í talsverðu samstarfi á undanförnum árum og má þar nefna samstarf við hönn- un, smíði og uppsetningu vinnslu- stöðva innanlands og utan auk þess sem þau taka flest svipaðan þátt í smíði þeirra skuttogara sem hafa verið og eru nú í smíðum fyrir ís- lensk sjávarútvegfyrirtæki. Starf- semi Knarr Maritime byggir því í raun á áratuga reynslu og þekkingu. „Íslenskur sjávarútvegur og iðnaður hafa ávallt verið í fararbroddi hvað þekkingu og tækni varðar og sam- starf þessara fyrirtækja getur styrkt þá stöðu enn frekar,“ segir Finn- bogi Jónsson sem er stjórnarfor- maður hins nýja fyrirtækis. Bjóða fiskiskip af ýmsum stærðum Fyrirtækin sem að Knarr Maritime standa munu hvert um sig koma að hönnun og smíði á afmörk- uðum þáttum sem ýmist verða smíðaðir af fyrirtækjunum sjálf- um eða undirverktökum þeirra. Smíði aðalvéla og skipsskrokksins sjálfs verður síðan ákveðin í nánu samstarfi við kaupendur skip- anna hverju sinni. Þannig verður hægt að bjóða fiskiskip af ýmsum stærðum og gerðum allt eftir ósk- um kaupenda hverju sinni. „Við- skiptavinir okkar geta á einum stað nálgast allt það besta við fisk- veiðar sem Íslendingar hafa fram að færa hvort heldur vinnslan fer fram um borð í veiðiskipi eða í landi,“ segir Haraldur Árnason nýráðinn framkvæmdastjóri Knarr Maritime, en hann hefur um ára- tugaskeið stjórnað ýmsum fyrir- tækjum Hampiðjunnar víðs vegar um heim. mm Sex fyrirtæki standa að baki Knarr Maritime Alfreð Túliníus framkvæmdastjóri Nautic, Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans 3X, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra, Finnbogi Jónsson stjórnarformaður Knarr Maritime og Haraldur Árnason framkvæmdastjóri Knarr Maritime. Myndin var tekin þegar tilkynnt var um stofnun Knarr Maritime á sjávarútvegssýningunni í Brussel. Sveitarstjórn Reykhólahrepps sam- þykkti á síðasta fundi sínum stofn- un fyrirtækis um rekstur ljósleiðara. Fyrirtækið mun heita Fjarskipta- félag Reykhólahrepps og verður al- farið í eigi sveitarfélagsins. Ástæða þess að sveitarfélagið ræðst í stofn- un fyrirtækisins er sú að engin fjar- skiptafélög sýndu því áhuga að koma að uppbyggingu ljósleiðarakerfis í sveitarfélaginu þegar auglýst var eft- ir slíku. „Þar sem sveitarstjórn Reyk- hólahrepps telur núverandi ástand á nettengingum í sveitarfélaginu óá- sættanlega hefur hún tekið ákvörð- un um að ráðast í það verkefni að leggja ljósleiðaranet til allra heimila í sveitarfélaginu þar sem íbúar hafa skráð lögheimili og hafa þar heils- ársbúsetu,“ segir í fundargerð frá síðasta fundi sveitarstjórnar. Miðað er við lögheimili eins og þau voru skráð 1. desember 2016. Þá verður einnig lagður ljósleið- ari í húsnæði fyrirtækja með heils- ársstarfsemi. Eigendum sumarhúsa í sveitarfélaginu verður boðið að tengjast kerfinu, en slíkar tengingar verða gerðar eftir samkomulagi við hvern og einn sumarhúsaeiganda. „Sveitarstjórn Reykhólahrepps er meðvituð um þá miklu þörf sem er á því í nútíma samfélagi að hafa að- gang að háhraða nettengingu. Slík eftirspurn eykst stöðugt og telst nú þegar nauðsyn í daglegu lífi einstak- linga og í daglegum rekstri fyrir- tækja,“ segir í fundargerð og telur sveitarstjórn enn fremur að skort- ur á háhraða nettengingu geti haft neikvæð áhrif á framþróun sveitar- félagsins. „Sveitarstjórn Reykhóla- hrepps telur aðgang íbúa sveitar- félagsins að háhraða nettengingu vera þjónustu sem hefur almenna, efnahagslega þýðingu.“ Kerfið í eigu sveitarfélagsins Fjarskiptafélag Reykhólahrepps verður rekið sem deild innan sveit- arfélagsins og því alfarið á ábyrgð þess og í yfirumsjón sveitarstjórn- ar. Ljósleiðarakerfið verður alfarið í eigu sveitarfélagsins. „Bókhaldi Fjar- skiptafélags Reykhólahrepps skal haldið aðskildu frá bókhaldi sveitar- félagsins með skýrum hætti. Sveitar- stjórn skal fylgjast með rekstri, bók- haldi og fjárhagsstöðu verkefnisins,“ segir í fundargerð. Fjarskiptafélagið verður fjár- magnað af sveitarfélaginu, þeim tekjum sem af þjónustunni hljótast og með styrk ríkisins. Sveitarfélagið fékk sem kunnugt er 19 milljónir til ljósleiðaravæðingar þegar síðast var úthlutað úr Fjarskiptasjóði, auk sér- staks byggðastyrk til lagningar ljós- leiðara að verðmæti 6,5 milljónir króna. Frumhönnun og kostnaðar- mat á ljósleiðaravæðingu sveitar- félagsins hefur þegar verið sam- þykkt af sveitarstjórn. kgk/ Ljósm. úr safni. Stofna Fjarskiptafélag Reykhólahrepps Skaginn 3X hefur samið um smíði á uppsjávarverksmiðju um borð í hollenskt verksmiðjuskip. Um er að ræða áframþróun á búnaði og tækni sem fyrirtækið hefur selt til nokkurra staða í landvinnslur á undanförnum árum, meðal annars til Færeyja en nú síðast til Eskju á Eskifirði en sú verksmiðja var tekin í notkun á síðasta ári. Fyrr í þessum mánuði var geng- ið frá samningi milli útgerðar- fyrirtækisins France Pelagique og norsku skipasmíðastöðvarinnar Havyard um smíði þessa fullkomna uppsjávarverksmiðjuskips sem mun frysta afurðirnar um borð. Skipið er 80 metrar að lengd og tæpir 18 metrar að breidd. Gert er ráð fyrir að smíði skipsins ljúki í árslok 2018. Verksmiðjubúnaður skipsins verður hannaður og settur upp af Skagan- um 3X. Jón Birgir Gunnarsson, mark- aðs- og sölustjóri Skagans 3X, segir að verksmiðjuna vera mjög tækni- vædda, allt frá því að fiskur kemur úr veiðarfærum skipsins þar til full- frosin afurð verður komin á vöru- bretti í frystilest skipsins. Með- al annars verði notast við mynd- greiningartækni sem greinir hvern einasta fisk eftir tegund, stærð og gæðum og gefur möguleika á rekj- anleika í gegnum allt vinnsluferl- ið. Hjartað í þessu afkastamikla vinnslukerfi eru sjálfvirkir plötu- frystar sem þróaðir hafa verið á síð- ustu árum. mm Smíða búnað í fullkomið hollenskt verksmiðjuskip Tölvugerð mynd af skipinu sem verður um 80 metrar að lengd og 18 metra breitt. Svipmynd úr uppsjávarvinnslu Eskju á Eskifirði, en þaðan er búnaður frá Skaganum 3X. Úrslitakeppnin í Skólahreysti fór fram í Laugardalshöll í Reykjavík að kvöldi síðasta miðvikudags. Til úrslita kepptu lið frá tólf skólum víðs vegar af landinu. Grunnskól- inn í Stykkishólmi var fulltrúi Vest- urlands í úrslitum, en liðið tryggði sér keppnisrétt á lokakvöldi Skóla- hreystis eftir sigur í æsispennandi undankeppni í marsmánuði. Lið Grunnskólans í Stykkishólmi var skipað þeim Birtu Sigþórsdóttur, Heiðrúnu Eddu Pálsdóttur, Tinnu Alexandersdóttur og Ara Berg- mann Ægissyni úr 8. bekk og Ein- ari Bergmanni Daðasini og Ayus- htseren Khash-Erdene úr 10. bekk. Fulltrúar Grunnskólans í Stykk- ishólmi stóðu sig með stakri prýði í keppninni. Liðið náði öðru sæti í hreystigreip og þriðja sæti í arm- beygjukeppninni en náði sér ekki jafn vel á strik í upphýfingum, dýf- um og hraðaþrautinni. Fór að lok- um svo að Grunnskólinn í Stykk- ishólmi hafnaði í 10. sæti með 30 stig. Sigurvegari Skólahreystis 2017 var Síðuskóli á Akureyri með 59 stig. Liðið sigraði þrjár grein- ar af fimm og setti nýtt Íslands- met í hraðaþrautinni. Jafnframt var þetta í fyrsta skipti sem skóli utan Reykjaness og höfuðborgarsvæðis- ins vinnur í keppninni. kgk Hólmarar kepptu til úrslita í Skólahreysti Lið Grunnskólans í Stykkishólmi. Ljósm. Stykkishólmspósturinn.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.