Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017 11 VR-15-025 Vilt þú vinna á líflegum vinnustað? N� Borgarnesi óskar eftir að ráða kraftmikið og þjónustulipurt starfsfólk í framtíðar- og sumarstörf. Þjónustumiðstöðin okkar er fjörugur vinnustaður og iðar af mannlífi frá morgni til kvölds. Unnið er á vöktum. Við leitum einnig að metnaðarfullum matreiðslumanni, matar- tækni eða áhugamanneskju um matseld í sumarafleysingar. Vinnutími 8-16 virka daga. Umsækjendur þurfa að vera liprir í samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í hópi. Reynsla af störfum í verslun og þjónustu er kostur. Áhugasamir sæki um á www.n1.is – merkt Borgarnes. Nánari upplýsingar veitir Herdís Jónsdóttir stöðvarstjóri í síma 440 1333 eða herdis@n1.is. Við hvetjum bæði kyn til að sækja um auglýst störf hjá fyrirtækinu. Helstu verkefni • Almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni Hæfniskröfur • Reynsla af sambærilegum störfum eða menntun sem nýtist í starfi • Snyrtimennska • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Dugnaður og jákvætt viðhorf Helstu verkefni • Matreiðsla • Umsjón með eldhúsi • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur • Rík þjónustulund • Samskiptahæfni • Reynsla af sambærilegum störfum kostur OKKUR VANTAR AÐSTOÐ Í SUMAR SUMARSTARFSFÓLK VANTAR Í 10–11 Á AKRANESI Vaktstjóri óskast í tímabundna ráðningu við afgreiðslustörf í 10–11 á Akranesi. Unnið er virka daga frá kl. 7:30–15:30 og aðra hverja helgi frá kl. 9:00–15:30. Frí alla föstudaga og annan hvern miðvikudag. Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri. Vera ábyrgur, stundvís, geta unnið sjálfstætt og undir álagi. Tímabil: 6. júní – 16. ágúst. Sumarstarfsmaður óskast til afgreiðslu- starfa. Unnið er á blönduðum dag- og kvöldvöktum. Möguleiki á aukavöktum og afleysingum. Starfsmaður þarf að hafa náð 18 ára aldri. Vera stundvís, geta unnið sjálfstætt og undir álagi. Umsóknir skulu sendar gegnum 10-11.is eða á akranes@10-11.is. Nánari upplýsingar veitir Anna Margrét, verslunarstjóri, í síma 571 1395 milli klukkan 8 og 16, alla virka daga. Það var þónokkur erill á höfn- inni í Grundarfirði á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Þá kom tog- arinn Snæfell EA 310 með rúm- lega 170 tonn af þorski og svo tog- arinn Anna EA 305 með rúmlega 50 tonn. Bæði skipin eru gerð út af Samherja hf. Þau héldu svo bæði til veiða aftur að lokinni löndun. tfk Lönduðu í Grundarfirði 1. maí Fyrirtækið Sæfell hf. var á sunnu- daginn með opið hús í nýju fjöl- býlishúsi við Neskinn 5 í Stykkis- hólmi. Í húsinu eru fjórar þriggja herbergja íbúðir, hver um sig 85 fermetrar að flatarmáli. Nú er búið að taka grunn að öðru eins húsi á lóðinni Neskinn 3, einn- ig með fjórum íbúðum, og stefnt á að það verði tilbúið til innflutn- ings eftir rétt ár. Húsin eru að sögn Gunnlaugs Árnasonar, framkvæmdastjóra Sæfells, byggð til að auka fram- boð leiguhúsnæðis í Stykkishólmi. „Hér hefur eins og víða um land skort leiguhúsnæði og þeir sem hafa leigt verið í óvissu með bú- setu þar sem leiguhúsnæði hefur yfirleitt einnig verið á söluskrá. Við fengum tveimur lóðum út- hlutað og ákváðum að byggja á annarri þeirra og meta viðbrögð markaðarins. Þau hafa ekki látið á sér standa og nú er ungt fólk að flytja inn í allar íbúðirnar. Gjarn- an er þetta fólk um þrítugt sem jafnvel hefur búið í foreldrahús- um fram til þessa, en einnig að- komufólk sem hér er að setjast að. Við lítum því afskaplega jákvætt á þetta verkefni og erum pínulít- ið stoltir af því,“ segir Gunnlaug- ur í samtali við Skessuhorn. Hann segir að íbúðir í báðum húsunum verði jafnframt til sölu óski fólk þess, en fyrst og fremst séu þær þó hugsaðar til viðbótar á leigumark- aðinn í Stykkishólmi. Gunnlaugur segir að þeir hjá Sæfelli hafi tekið við undirbúnu verki af Ásgeiri Ásgeirssyni húsa- smíðameistara. „Ásgeir var búinn Flutt inn í nýjar leigu- íbúðir við Neskinn í Stykkishólmi að undirbúa þessa framkvæmd en við sömdum við hann um að byggja og við keyptum svo af honum íbúðirnar tilbúnar. Hann mun jafnframt byggja seinna hús- ið,“ segir Gunnlaugur. Húsin eru byggð úr forsteyptum einingum frá Smellinn á Akranesi og eru íbúðirnar allar hinar vönduðustu að gerð og frágangi. Einingarn- ar í seinna húsið eru tilbúnar til reisingar og bíða nú flutnings frá Akranesi. mm Húsið við Neskinn 5 er nú tilbúið til innflutnings en nær á myndinni er lóðin sem búið er að moka fyrir grunni á Neskinn 3. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.