Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 201716 Dalakonan Christine Sarah Arndt, jafnan kölluð Stína, hyggur á vit ævintýrana snemma í ágúst í sum- ar. Hún verður keppandi í erfiðustu og líkast til hættulegustu kappreið- um heims. Keppin fer fram í Mong- ólíu og gengur undir nafninu Mon- gol Derby. Stína er fædd í Þýskalandi 1979 og þótt hún hafi aldrei átt hross þar í landi hafði hún alla tíð góð tæki- færi til að umgangast hross. Þá komst hún reglulega á hestbak og æfði með- al annars hindrunarstökk. Árið 1998 kom Stína til Íslands með þau áform að fara í dýralæknanám. Þar sem hún komst ekki inn í námið í fyrstu ákvað hún að nýta biðtímann og sótti um starf sem vinnukona í sveit. „Mig langaði alltaf að læra að um- gangast kýr og kindur og vildi kynn- ast íslenska hestinum í leiðinni. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hestum en ég var mest í stóru hestunum úti. Ég hefði þurft að bíða í ár með að komast inn í dýralækninn og þá byrj- aði ég á því að fara á Leirulæk á Mýr- um og vann þar við almenn bústörf,“ segir Stína. Gerðist sauðfjárbóndi í Dölum Eftir árið á Leirulæk breyttust náms- áform Stínu og hélt hún til náms í Landbúnaðarháskólanum á Hvann- eyri þar sem hún útskrifaðist sem búfræðingur. Sumarið áður en hún hóf námið á Hvanneyri kynntist hún Guðbrandi Þorkelssyni og fljót- lega tóku þau saman. Eftir útskrift frá Landbúnaðarháskólanum ákváðu þau að stökkva til og gerast bændur, keyptu jörðina Skörð í Dalabyggð og búa þar í dag ásamt tveimur börnum sínum. „Við erum aðallega með sauð- fjárbúskap, tæplega 700 fjár og eig- um í kringum 20 hross. Þegar ég átti börnin dró úr hestamennskunni hjá mér en á síðustu misserum er hún að koma sterkar inn aftur. Áhuginn er gríðarlegur. Ég hef verið mikið í kringum hesta frá því að ég var smá- krakki,“ segir Stína sem ásamt búskap stundar nám í kennslufræðum við Háskólann á Akureyri og stefnir á út- skrift í haust. Búbót fyrir hirðingjafjölskyldur Keppnin Mongol Derby hefst 9. ágúst í sumar og segist Stína beita ýmsum leiðum til að undirbúa sig. Hún hefur fylgst með keppninni í nokk- ur ár og m.a. góðum árangri Anítu Margrétar Aradóttur sem keppti árið 2014. Fyrir tveimur árum tók norsk kona, sem Stína hafði kynnst á Ís- landi, þátt í keppninni og Stína fylgd- ist spennt með. Það varð til þess að kveikja áhugann hjá henni sjálfri fyrir því að taka þátt í þessari keppni og nú á að láta drauminn rætast. „Ég mæti til Mongólíu nokkrum dögum fyrir keppni en við fáum að undirbúa okkur í þrjá daga og sá und- irbúningur hefst 6. ágúst. Ég er að fylgja einhverri ævintýraþrá og finnst líka mjög spennandi að kynnast hirð- ingjamenningunni,“ segir Stína. „Þetta eru mongólskir hestar sem hirðingjar rækta. Það er mikil hefð fyrir því að það sé keppt á þeim, litlir krakkar keppa á þessum hestum, allt niður í sex ára gömul. Börn hirðingjanna fara á bak þegar þau hafa líkamlega burði til þess. Hestarnir eru mjög mikilvæg- ir fyrir hirðingjafjölskyldurnar,“ bæt- ir Stína við. Hún segir keppnina vera mikla búbót fyrir hirðingjafjölskyldur en þær leggja til hesta fyrir keppnina og sjá um allan undirbúning og fá fyrir það greiðslu. Einnig sjá þær keppend- um fyrir fæði og gistingu. Sá fyrsti á stöð getur valið hross „Hver knapi fær tæplega þrjátíu hesta meðan á keppni stendur því það þarf að skipta reglulega. Og það er fólk í utanumhaldi þar í kring. Keppn- in byggist á gamalli hefð þar sem líkt er eftir póstleiðum frá tímum Geng- his Khan en undir hans stjórn varð til mongólska heimsveldið upp úr 1200 eftir Krist. Þá fóru knapar ákveðnar leiðir með skilaboð og á leiðinni gátu þeir skipt um hesta. Þannig var hægt að fara langar leiðir með skilaboðin,“ útskýrir Stína. Þannig er fyrirkomulagið einnig í keppninni en á völdum stöðum eru stöðvar þar sem keppendur geta skipt út hestum en hver leggur leiðarinnar er um 40 kílómetrar. Sá sem fyrstur kemur á stöð getur valið úr stóði en hestarnir í keppninni geta verið mjög mismunandi. Safnað til góðgerðarmála The Adventurists er fyrirtæki sem á og rekur keppnina Mongol Derby. Fyrirtækið skipuleggur mismunandi og óvenjulegar ævintýraferðir á ým- iskonar fararskjótum. „Viðburðir sem þeir skipuleggja ganga líka út á að fólk safni pen- ingum til góðgerðarmála. Allt sem kemur umfram kostnað hjá mér fer til styrkja. Ég þarf að safna lágmarks upphæð og það er tvennt sem þarf að styrkja. Annars vegar það sem The Adventurists hefur valið en það er verkefni um uppbyggingu og vernd- un regnskóga í Amazon sem Cool Earth stendur fyrir. Hins vegar er það málefni sem keppandinn sjálfur velur. Og ég valdi að styrkja Barna- spítala Hringsins,“ segir Stína. Margir falla úr keppni Stína segir keppendur hafa tíu daga til að klára þá 1000 kílómetra sem keppnisleiðin telur. Þeir sem fyrst- ir hafa komið í mark eru oft að ljúka keppni á átta dögum en það er þó langt frá því að allir nái að ljúka keppni. „Það er oft talað um villta hesta í þessari keppni en það er samt ekki þannig að maður stökkvi upp á næsta hest úti á túni heldur er haldið utan um þá og hestarnir eru undirbúnir undir keppni sem þessa. Þeir eru þó misvilltir í hegðun en þeir eru þjálf- aðir til keppni, þolið er þjálfað. Þeir eru ekki fulltamdir í okkar skilningi. Margir hafa dottið, slasast eða gefist upp á keppni,“ segir Stína. Gætt að velferð dýra Það eru ákveðnar reglur í kring- um keppnina og bæði lækna- og dýralæknateymi er til staðar. Mikil áhersla er lögð á að fara vel með dýr- in og því fylgja sektir í formi refsi- stiga ef einhver misbýður hrossi. „Það eru strangar reglur um hve- nær maður má fara á bak og hvenær skal hvíla, það er t.d. algjör hvíld á nóttunni. Allir keppendur eru með „Tracker“ svo hægt sé að fylgjast með ferðum þeirra, bæði upp á ör- yggi og eins til að auðvelda eftirlit svo farið sé eftir reglum. Keppand- inn fær líka leiðina upp gefna í GPS tæki,“ segir Stína. Hægt að fylgjast með staðsetningu keppenda Áhugasamir geta farið inn á vefsíðu hjá Mongol Derby og fylgst með framgangi keppninnar á keppnis- tímabilinu. Meðal annars verður hægt að sjá staðsetningu keppenda og fylgjast þannig með gengi Stínu í keppninni. Þegar síðan verður gefin upp áætlar Stína að miðla henni á Fa- cebook síðu sinni „Saddeling up for Mongolia“ en síðuna bjó Stína til í þeim tilgangi að miðla upplýsingum um keppnina og segja fréttir af sér og sinni reynslu. „Það má hafa með fimm kílóa far- angur, fyrir utan fötin sem maður mætir í til keppni. Þar inn í er t.d. svefnpoki og einhver neyðarbúnað- ur, t.d. auka ístaðsól, plástrar og þess háttar. Drykkjarvatn er ekki inni í þessari fimm kílóa tölu. Það þarf að sjálfsögðu að hafa vatn meðferðis og svo fær maður vatn á skiptistöð- vum. Þessa tíu daga er ekki í boði að fara í sturtu eða neitt slíkt, það verð- ur skrautlegt að ljúka keppni,“ segir Stína brosandi yfir tilhugsuninni og bætir við: „Fólk hefur dottið, slasast, gefist upp og ofþornað. Það eru ýms- ar ástæður fyrir því að fjöldi manns nær ekki að ljúka keppni en þetta eru taldar vera erfiðustu og lengstu kapp- reiðar í heiminum,” bætir Stína við. Hefur háleitt markmið Stína veit til þess að einn af þeim keppendum sem sigraði keppni í fyrra ætlar að mæta aftur með það að markmiði að klára keppnina og standa uppi sem einn sigurvegara. En sigurvegararnir voru þrír í fyrra. Þeir fóru samferða sem liðsheild í gegn- um markið þótt þeir hafi ekki lagt upp í keppnina sem liðsheild í upp- hafi. Þegar Stína er spurð út í eigin markmið stendur ekki á svörum: „Mitt markmið er fyrst og fremst að ljúka keppni, það væri rosalega mikið. Svona miðað við að allt að helmingur hefur dottið út og ekki náð að ljúka keppni af mismun- andi ástæðum held ég að það sé gott markmið.“ Leitar styrkja vegna keppninnar Keppnin kostar sitt og eins og áður hefur komið fram þarf að styrkja val- in málefni. Þessa dagana fer fram vinna við að leita styrkja og biður Stína áhugasama um að hafa sam- band við sig í gegnum Facebook síðu sína „Saddeling up for Mong- olia“ eða með tölvupósti á netfang- ið stinafina79@hotmail.com Frjáls framlög er hægt að leggja inn á reikning 0312-13-110073, kennitala 190279-2009. sm Stefnir á þátttöku í erfiðustu kappreiðum heims Christine Sarah Arndt keppir í Mongol Derby í ágúst í sumar Christine Sarah Arndt undirbýr sig nú fyrir þátttöku í einum erfiðustu kappreiðum heims. Ljósm. sm. Svipmynd úr keppni og gleðin við völd. Ljósm. Mongol Derby, photos: Richard Dunwoody. Dýralæknar fylgjast vel með ástandi og líðan hrossanna meðan á kappreiðunum stendur. Ljósm. Mongol Derby, photos: Richard Dunwoody. Keppnin er að sjálfsögðu öll tekin upp á myndband. Hægt er að fylgjast með stað- setningu keppenda á meðan keppnin stendur yfir. Ljósm. Mongol Derby, photos: Richard Dunwoody. Baldinn foli í upphafi eins leggsins á ferðinni. Heimamenn fylgjast með. Ljósm. Mongol Derby, photos: Richard Dunwoody.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.