Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017 23 ingar lifðu hverjir á öðrum, því eng- inn sjávarútvegur var í þéttbýlinu. En þarna myndast verslunarkjarni í sveitasamfélagi, þar sem byggjast upp afurðarstöðvar í landbúnaði og það, ásamt verslun og þjónustu, verða að- alstoðirnar í atvinnulífi bæjarfélags- ins. Samgöngur voru líka snar þátt- ur og lét einn maður hafa eftir sér að Borgarnes hafi verið reist á hjólum,“ útskýrir Heiðar. „Borgarnes verð- ur síðan að iðnaðarbæ á síðari hluta 20. aldar og þar byggist upp myndug ferðaþjónusta.“ Vinna og eljusemi Egils dýrmæt Heiðar Lind segir vinnsluna við verk- ið jafnframt hafa verið skemmtilega, þótt hún hafi tekið á á köflum. „Ég er farinn að skilja betur að byggða- sögum hættir til að verða stórar og viðamiklar og oft á tíðum fara þær fram úr áætlun. Þegar maður ritar sögu lítilla bæjarfélaga, líkt og Borg- arnes er, þá vill maður ekki gleyma neinu mikilvægu og það getur reynt á að halda tímamörk og halda kúrsi í lengd og umfangi.“ Hann segir bók sem þessa vera yfirlitssögu og þar sé ekki hægt að segja frá öllu, sérstak- lega ekki þegar skrifað er um svona langan tíma. „En ég lít þannig á að við höfum verið að búa til ákveð- inn veg inn í fortíðina, þar sem hægt er að líta til beggja handa og kynn- ast mikilvægum þráðum í sögu stað- arins. Ef fólk hefur áhuga á að vita meira, handan bókarinnar, þá er verkið mikilvægt rit til að fá að kynn- ast ákveðnum sviðum.“ Heiðar er að vonum ánægður að verkið komi út á réttum tíma og er þakklátur fyrir alla þá aðstoð sem hann hefur fengið við vinnslu verks- ins. „Ég myndi segja að þetta hafi gengið vel. Verkið kemur út á rétt- um tíma og það er gaman og ánægju- legt að standa á þeim tímamótum að verkið sé klárt og komið út. Því ber fyrst og fremst að þakka mikilli vinnu og eljusemi Egils Ólafsson- ar og þeim góða hópi fólks sem var í kringum Egil heitinn og í kring- um mig. Fólki sem gaf vinnu sína í minningu Egils og studdi mig í því að reyna að klára þetta.“ grþ Háskólinn á Hólum Hagnýtt háskólanám • Ferðamálafræði • Stjórnun ferðaþjónustu og móttaka gesta • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla Tækifærin eru í okkar greinum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. w w w .h ol ar .is Boðið var upp á afmælistertu og kaffiveitingar í hléi sem gestir gerðu góð skil. Hér þiggur Guðmundur Ingi Einarsson tertusneið hjá kvenfélagskonunni Maríu Jónu Einarsdóttur en Kvenfélag Borgarness hélt utan um kaffiveitingarnar á afmælishátíðinni. Guðni Th. Jóhannesson forseti gaf sér tíma til að spjalla við veislugesti. Hér heilsar hann Borgnesingnum Gísla Sumarliðasyni. Geirlaug Jóhannsdóttir formaður byggðarráðs Borgarbyggðar ræðir við veislugesti. Á tjaldi má sjá gamla ljósmynd af Akraborginni leggjast að bryggju í Borgarneshöfn. Í hléi birtust gamlar myndir frá Borgarnesi á tjaldi, veislugestum til ánægju. Afar góð mæting var á afmælishátíðina í Hjálmakletti og áætlað að á fjórða hundrað gesta hafi mætt. Á borðinu hægra megin í forgrunni sitja Gunnar Jónsson, Ingólfur Þorsteinsson og Inga Jóna Gísladóttir. Afrekskonan Íris Inga Grönfeldt kát í bragði við veggspjaldið um íþróttaferil hennar sem afhjúpað var á sýningar- opnuninni á laugardagsmorguninn í Íþróttamiðstöðinni. Ljósm. Bjarki Grönfeldt. Gleðigjafar, kór eldri borgara, kom fram á hátíðinni. Hér má sjá þær (f.v.) Herdísi Guðmundsdóttur, Guðbjörgu Svavarsdóttur, Jónínu Ingólfsdóttur, Ragnheiði Brynjúlfsdóttur og Sigrúnu Guðbjarnadóttur taka þátt í samsöng. Laugardaginn 29. apríl var Saga Borgarness gefin út. Var verkið gef- ið út formlega á 150 ára afmælishá- tíð Borgarness í Hjálmakletti, þar sem Guðni Th. Jóhannesson for- seti Íslands fékk afhent fyrsta ein- tak verksins. Fram að þeim tíma var bókin seld í forsölu, frá 22. mars sem er eiginlegur afmælisdagur Borgar- ness. Egill Ólafsson, sagnfræðing- ur og blaðamaður, hóf ritun verks- ins í ársbyrjun 2014 en við andlát Eg- ils í ársbyrjun 2015 tók Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur við verkinu og lauk hann því. Heiðar Lind vann því að verkinu í tvö ár og segir hann ritunina hafa gengið vel. „Egill var í raun langt kominn með verkið miðað við þann stutta tíma sem hann hafði unnið að því. Hann var til að mynda búinn að skipuleggja uppbyggingu bókarinnar í 28 kafla og leggja drög að þeim öllum. Hann var búinn að kalla til hóp sagnfræðinga til yfirlest- urs og var yfirlestur nýhafinn þegar hann lést. Hann var einnig byrjaður að leggja línurnar varðandi hvernig kort og töflur ættu að vera í bókinni og safna myndum, sem var mjög van- metin vinna í þessu verkefni. Það má því líkja þessu við húsbyggingu. Þeg- ar ég tók við verkinu var húsið orð- ið fokhelt en það átti eftir að innrétta það. Teikningarnar lágu aftur á móti fyrir,“ útskýrir Heiðar í samtali við Skessuhorn. Fjölbreytt saga Saga Borgarness er tveggja binda verk „Byggðin við Brákarpoll“ og „Bærinn við brúna“. Líkt og fyrr segir er sag- an 28 kaflar og telur nær 900 blað- síður, með á sjötta hundrað mynda. Borgarbyggð er útgefandi bókarinn- ar en það var bókaútgáfan Opna sem bjó verkið til prentunar. Sagan er rit- uð í læsilegum og léttum frásagnarstíl þar sem komið er inn á flest það sem hæst hefur borið í 150 ára sögu sam- félagsins. Fyrstu kaflar bókarinnar fjalla um verslunarréttindin 1867, að- draganda þeirra og fyrstu kaupmenn- ina í Borgarnesi. Að sögn Heiðars er kaflaskipting sögunnar þemaskipt og er meðal annars fjallað um uppbygg- ingu afurðastöðva, stjórnmál, félags- líf, stofnun Borgarneshrepps, fyrstu Borgnesingana, kreppuár og her- nám, heilbrigðisþjónustu og velferð- armál, útgerðarævintýri, íþróttir og tómstundir, skólamál, iðnað og fleira. „Síðustu kaflar bókarinnar taka svo á sviðum í samfélagssögu Borgarness, um varnarbaráttu og uppbyggingu bæjarins,“ segir Heiðar. Þjónustukjarni og iðnaðarbær Heiðar segir ýmislegt hafa komið á óvart við ritun verksins en sjálfur er hann fæddur og uppalinn í Borgar- nesi. „Þegar maður fer að rýna í sög- una, þá fer maður að átta sig betur á tengslum, til dæmis í atvinnulífinu og sérstöðu bæjarins. Hver forsendan er fyrir myndun þéttbýlis eins og Borg- arness. Þarna verður til þjónustu- kjarni í stóru sveitasamfélagi vegna þess að bændur krefjast þess að fá löggildan verslunarstað í sínu héraði. Borgarnes er eitt fyrsta landbúnaðar- þéttbýli Íslands og þótti mörgum Ís- lendingum það sérstakt að þéttbýli gat myndast án þess að byggja á sjávarút- vegi. Á fyrri hluta 20. aldar var stund- um sagt í háðungarskyni að Borgnes- Saga Borgarness er komin út í tveimur bindum Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur, annar höfunda Sögu Borgarness. Egill Ólafsson í sögugöngu sem hann hélt í Borgarnesi vorið 2014.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.