Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 201720
Í síðustu viku tóku nemendur 8.
bekkjar Grunnskóla Borgarfjarðar á
móti gestum frá Danmörku og Eist-
landi. Tilefni heimsóknarinnar er
verkefnið „The voice of teenagers“
sem er styrkt af Nordplus. Þátttak-
endur í verkefninu eru auk Grunn-
skóla Borgarfjarðar, Tilsi Secondary
School í Eistlandi og Hunderupsko-
len í Óðinsvéum í Danmörku. Á
vegum verkefnisins komu 35 erlend-
ir nemendur í heimsókn og bjuggu
þeir hjá íslensku nemendunum og
tóku þátt í skólastarfinu ásamt því að
fá tækifæri til þess að kynnast borg-
firsku umhverfi og náttúru í heim-
sókn sinni. Kennarar sem standa að
verkefninu í GBF eru Ása Erlings-
dóttir, Sigríður Arnardóttir og Þóra
Geirlaug Bjartmarsdóttir.
Verkefnið snýst um að nemendur
í þessum þremur löndum vinni sam-
an og einnig í sínu landi að því að
efla sig sem einstaklinga, byggja upp
og vera þátttakendur í því samfélagi
sem þeir byggja og læra að meta á
hverju þeirra eigin menning og
menningararfur byggist. Með sam-
starfinu er einnig unnið að því efla
þroska þeirra og hæfileika ásamt því
að átta sig á samstarfi Norðurlanda
ekki síður en allrar Evrópu. Áhersla
er á enskukennslu og enskunám
í verkefninu þannig að allir nem-
endur standi jafnfætis í vinnunni
þar sem nota þarf annað en móður-
mál til að tjá sig og vinna nemendur
þannig dýpra með þá kunnáttu sem
fyrir er.
Tvær utanferðir
framundan
Samstarf skólanna hófst haustið
2016 og lýkur vorið 2018 sem þýð-
ir að verkefnið er til tveggja ára.
Heimsóknin til Íslands er sú fyrsta af
þremur þar sem nemendur Grunn-
skóla Borgarfjarðar munu næsta
skólavetur einnig heimsækja hinar
þjóðirnar tvær. Áætlað er að fara til
Eistlands næsta haust og enda síðan
vinnuna á því að fara til Danmerk-
ur vorið 2018. Vinnan við verkefnið
hefur einnig gefið nemendum GBF
tækifæri til þess að vinna saman á
milli deilda en skólinn er rekinn á
þremur starfsstöðvum og nemendur
8. bekkjar á Kleppjárnsreykjum og
Varmalandi eru þátttakendur í verk-
efninu á vegum skólans.
Nýta styrkleika
hvers og eins
Á meðan danski hópurinn fékk dá-
semdar útsýnisveður á leið í Borg-
arfjörðinn af flugvellinum sat eist-
neski hópurinn veðurtepptur í
Osló. Það var því ekki fyrr en á
þriðjudagskvöld sem allir gestir
voru komnir á leiðarenda. Skóla-
dagarnir byggðust á samskipt-
um og samskiptaleikjum ekki síð-
ur en því að koma fram og tjá sig
um sitt nánasta umhverfi á enskri
tungu. Allir hóparnir höfðu und-
irbúið kynningar á skólanum sín-
um, landinu sínu og þeim verk-
efnum sem þegar hafa farið fram.
Nemendur stóðu sig frábærlega í
allri vinnunni og sýndu hvert öðru
virðingu og áhuga. Í hópavinnu
voru nemendur settir í þau spor
að vinna saman að sameiginlegum
lausnum sem byggja á því að nýta
styrkleika hvers annars til að efla
þau tækifæri sem bjóðast, finna
fleiri leiðir til lausnar ekki síður
en að kynnast hvert öðru. Með því
að vinna á þennan hátt verða nem-
endur öruggari með eigin getu og
læra að treysta á aðstoð við að leysa
úr verkefnum.
Jarðfræði, gufa
og kiðlingaknús
Eftir tveggja daga vinnu í skólan-
um fór hópurinn svo í ferðalag um
Borgarfjarðarhérað. Í upphafi dags
var ekið upp að Víðgelmi í Hall-
mundarhrauni (The Cave) þar sem
við fengum mjög flottar móttökur
fagmanna í móttöku gesta og leið-
sögn. Ferð okkar um hellirinn var
mjög áhugaverð og skemmtileg
upplifun þar sem nemendur fengu
mikla og vel útfærða jarðfræði-
kennslu og leiðsögn um tilurð
hellisins sem er tengd við menn-
ingu og sögu héraðsins. Næst var
haldið í gegnum Húsafell og nið-
ur að Barnafossi og Hraunfossum.
Þar nutu nemendur sín og skoð-
uðu þau undur sem staðurinn hef-
ur upp á að bjóða. Að loknu hádeg-
ishléi, sem hægt var að taka undir
berum himni, lögðum við í hann
til að heimsækja Geitfjársetrið að
Háafelli í Hvítársíðu. Það svíkur jú
engan að fá að knúsa kiðlinga og að
upplifa íslenska sveit. Á leið heim í
skólann var svo að sjálfsögðu kom-
ið við hjá Deildartunguhver þar
sem sumir héldu fyrir nefið á með-
an aðrir böðuðu sig í gufunni sem
leggur frá hvernum.
Fengu Lyngbrekkuball
í kaupauka
Þegar komið var í skólann skelltu
nemendur sér í sund, að sjálfsögðu,
enda sérstaða okkar að bjóða upp
á heitar laugar sem ávallt er upp-
lifun fyrir erlenda gesti. Að því
Grunnskóli Borgarfjarðar tekur þátt í verkefninu The voice of teenagers
Erlendir gestir nutu þess sem héraðið hefur að bjóða
Hópurinn saman kominn á
útsýnispallinum við Hraunfossa.
Verkefnið er styrkt af Nordplus.
Kiðlingarnir heilluðu í heimsókninni á Háafelli.
Áhersla er á enskukennslu og enskunám í verkefninu þannig að allir nemendur
standi jafnfætis í vinnunni og samskiptum.
Útlendingarnir fengu sýnishorn af alls konar íslensku veðri í ferðalaginu á
fimmtudaginn og eru hér á hlaðinu á Háafelli. Fannst ungmennunum það mjög
skrítið þar sem þau vissu að fyrsti sumardagur hafði verið viku áður hérna á
Íslandi!