Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 20174 Eins og greint var frá í frétt í síðasta Skessuhorni mun í sumar verða byrj- að á lagningu 66 kV rafstrengs milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar. Síð- astliðinn föstudag var skrifað und- ir samning þess efnis að Steypustöð Skagafjarðar mun leggja strenginn. Verkinu fylgir jarðvinna, slóðagerð og frágangsvinna milli tengivirkja á báðum þéttbýlisstöðunum. Vinna við strenginn hefst á næstu vikum og er stefnt að því að framkvæmdum verið að fullu lokið með yfirborðsfrágangi sumarið 2018. Guðmundur Ingi Ás- mundsson forstjóri Landsnet segir að með lagningu Grundarfjarðarlínu II, 66 kV jarðstrengs milli Ólafsvík- ur og Grundarfjarðar og byggingu nýrra tengivirkja, aukist afhending- aröryggi raforku á svæðinu til muna. „Straumleysi hefur verið algengt á Snæfellsnesi undanfarin ár. Loftlínan á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarð- ar liggur um veðurfarslega mjög erf- itt svæði á Fróðárheiði og m.a. þess vegna var jarðstrengur talinn betri kostur,“ sagði Guðmundur Ingi. mm Í gær var suðaustan 13-23 m/s vind- ur og hvasst suðvestan til á landinu og gekk á með snörpum vindhvið- um við fjöll. Af þessum sökum var bræla á miðunum út af Vesturlandi og smábátaflotinn sem halda mátti til strandveiða á þessum fyrsta degi tímabilsins var víða bundinn við bryggju. Meðfylgjandi mynd var tekin í Ólafsvík í gærmorgun. Heldur skaplegra veður var inn- ar við Breiðafjörð og náðu nokkrir smábátasjómenn að róa frá Grund- arfirði. Útlit er fyrir hægara veður um og eftir miðja vikuna og má því bú- ast við að flotinn haldi almennt til veiða. Auk þess er spáð mjög heitu veðri miðað við árstíma, allt að 20 stigum víða um land. mm/ Ljósm. af. Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson hlh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Nallinn á sitthvoru túninu Hér sit ég í vinnunni. Það er tekið að halla á dag verkalýðsins og úti beljar regn. Búinn að skjótast út, ganga örlítið neðar á Kirkjubrautina og taka myndir af því þegar Villi verkalýðs arkar í broddi fylkingar í kröfugöngu með sínu fólki. Nú hefur hann Ólaf Arnarson skoðanabróð- ir og svarinn andstæðing verðtryggingar og okurvaxta sér við hlið. Ég hef myndað upphaf þessarar kröfugöngu undanfarin fimmtán ár. Mér finnst það fylgja starfinu og skyldum þess. Starfi sem snúast á um að greina frá því sem fólkið í landinu er að fást við hverju sinni. Segja frá baráttu fólksins, sigrum þess og brostnum vonum. Fólksins sem ekki hefur endilega fæðst með eða tekið við silfurskeiðum, heldur í besta falli verið látið pússa þær í vinnumennsku hjá öðrum. Þarna við miðja Kirkjubrautinni er fólk farið að safnast saman og undirbýr gönguna. Það reitast dropar úr lofti og vindurinn er sunn- anstæður, gengur á með allhvössum hryðjum. Spottinn í fánastönginni slitnar í einni þeirra og íslenski fáninn fellur til jarðar. Fólk hleypur til og kemur fánanum til bjargar. Þarna á fáninn ekki að liggja, fyrir honum er nefnilega enn borin virðing - af flestum. Gangan fer af stað, tromman gellur og innan skamms hljómar Nall- inn í meðförum unga fólksins í Lúðrasveitinni og reyndar þeirra eldri einnig sem manna þau hljóðfæri sem upp á vantar. Þetta er hátíðleg stund og hugur í fólki sem staðráðið er í að berjast fyrir bættum kjörum og réttindum. En það er samt beygur í fólki. Nú er fjöldi starfa í húfi á Skaganum, fiskvinnslustörf eru lögð undir í baráttunni um aukinn arð til handa eigendum útgerðarinnar, sem reyndar eru í stórum dráttum lífeyrissjóðir þessa sama fólks. Störfin gætu horfið eins og hendi væri veifað. Þessi beygur er alltumlykjandi, nánast svo þykkur að hægt væri að skera hann. Hvað tekur við hjá þeim sem í áratugi hafa flakað, snyrt og pakkað fiski til að hámarka verðmætin? Hvað á fiskverkakonan á sex- tugs- eða sjötugsaldri að taka sér fyrir hendur? Kona sem kannski hefur allt sitt líf unnið í fiski og kann fátt annað. Konan sem alla daga klukkan sjö fimmtán hefur keik gengið framhjá glugganum heima hjá mér, áleið- is í vinnuna með malinn í annarri hendi en baráttuviljann í krepptum hnefa í hinni. Hvert á hún að fara klukkan sjö fimmtán ef búið verður að loka fiskvinnslunni og flytja starfið hennar burt? Eftir að ég var aftur kominn inn eftir þessa ljósmyndaferð las ég yfir helstu fréttir stóru miðlanna. Sá mér til undrunar að í henni Reykja- vík hafði launafólk ekki sameinast um einn útifund, heldur þurfti tvo. Gangan hófst að vísu á sama stað, en svo tvístraðist hópurinn. Sumir fóru á Ingólfstorg en aðrir á Austurvöll. Það er komin upp sundrung í forystu launþega. Þeir tala ekki lengur saman, ekki sama mál. Geta ekki staðið hlið við hlið uppi á vörubílspalli og skipst á að halda ræður. Þeir þurfa sitthvort torgið þannig að ekki heyrist í hvor öðrum. En hver er ástæðan? Jú, þeir eru ekki báðir að hugsa með sama hætti um kjör um- bjóðenda sinna. Kannski bara annar þeirra? Ég las ræður þeirra á net- miðlunum og það rann upp fyrir mér ljós. Auðvitað eru fiskvinnslu- konurnar á Skaganum og annars staðar að missa störfin vegna þess að fyrirtækin kjósa frekar að veðja á starfsemi þar sem forysta verkalýðs- hreyfingarinnar gengur sundruð til verka. Þau vilja frekar vera þar sem fólk er hætt að mæta í kröfugöngur og samtakamátturinn fer dvínandi. Þar spila menn ekki Nallann fyrir Villa verkalýðs, Ólaf Arnarson eða konuna sem ekki á lengur erindi framhjá glugganum hjá mér, keik og knarreist á leið í vinnuna klukkan sjö fimmtán með malinn í hægri og krepptan hnefa. Magnús Magnússon Leiðari Strandveiðitímabilið hófst með brælu Skagfirðingar leggja rafstrenginn á Snæfellsnesi Bygging tengivirkis í Grundarfirði hófst í byrjun síðasta árs og er verkið langt komið. Á myndinni eru fulltrúar Landsnets og Steypustöðvar Skagafjarðar þegar samkomulagið var undirritað í síðustu viku. F.v. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets, Ás- mundur Pálmason framkvæmdastjóri Steypustöðvar Skagafjarðar, Anna Sigga Lúðvíksdóttir sérfræðingur í innkaupum hjá Landsneti, Friðrik Pálmason verkefnastjóri og Stein- grímur Óskarsson verkstjóri hjá Steypustöð Skagafjarðar. Standveiðar hófust í gærmorgun þar sem gaf til sjós vegna hvass- viðris. Skarphéðinn Ólafsson á Þresti SH-19 fór um klukkan sex í gærmorgun út frá Grundarfirði. Var hann kominn að landi aftur um níuleitið, fyrstu manna, með fullan dagsskammt. Alls fóru fimm smábátar til veiða frá Grundarfirði í gærmorgun, að sögn hafnarvarð- ar sem fréttaritari ræddi við. sk/tfk Varð fyrstur til að ná dagsskammtinum Skarphéðinn Ólafsson var fyrstur í land á nýju strandveiðitímabili. Ljósm. sk. Magnús Jónsson á Arney SH 162 var kampakátur við löndun í Grundarfirði á fyrsta degi strand- veiða. Hann var einn af fáum sem fóru á sjó frá Grundarfirði enda var veðrið ekki upp á sitt besta. Magnús náði þó skammtinum í þetta skiptið eins og hinir tveir bátarnir sem komnir voru í land þegar þessi mynd var tekin. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.