Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 201712 „Árangurinn, sem margar kyn- slóðir starfandi stétta hafa skilað og fagnað er fyrsta maí, sætir kerf- isbundnum og linnulausum atlög- um, þar sem valdamikil fjölþjóð- leg fyrirtæki og fáeinir gríðarlega auðugir einstaklingar ráða lög- um og lofum um hagkerfi heims- ins. Stjórnvöld hörfa hvarvetna, eru leiksoppar þeirra ofurríku og bregðast skyldu sinni að tryggja mannsæmandi vinnu fyrir alla og binda enda á fátækt. Þjóðernis- hyggja og útlendingahatur vega að rótum samstöðunnar, nú þeg- ar heimurinn stendur frammi fyr- ir stærsta flóttamannavandamáli í 70 ár og troðið er á réttindum far- andvinnufólks sem er svipt þeirri reisn að fá jafna meðferð.“ Þann- ig hljómar upphaf 1. maí yfirlýsing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC). Bundið á klafa óformlegs hagkerfis „Tugir milljóna karla og kvenna eru föst í nútíma þrælahaldi og enn fleiri mynda falið vinnuafl í aðfangakeðj- um framleiðenda sem spanna heim- inn allan. Þeim er neitað um réttinn til að stofna stéttarfélög, fá greitt lágmarkskaup sem dugar fyrir fram- færslu og eru iðulega föst í hættu- legri og niðurlægjandi vinnu. 40% af vinnuafli heimsins er bundið á klafa óformlegs hagkerfis, býr við réttleysi og á varla til hnífs og skeið- ar. Hið eitraða kreddukerfi efna- hagsþrenginga, sem er gert til að flytja enn meiri auð til þess 1% sem mest á, kemur verst niður á konum og kemur í veg fyrir nokkurn mögu- leika á að takast á við þau miklu vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Á meðan meira en milljarður manna býr við ofbeldi eða óöryggi og hundruðir þúsunda eru í fram- línu vopnaðra átaka, er hættan á nýju stríði aldrei langt undan. Það verður enginn friður án mannrétt- inda og aðeins með því að tryggja mannréttindi, þar með talin grund- vallarréttindi vinnandi stétta, næst hagsæld og friður.“ Þá segir að hið hagræna sam- hengi sé úr lagi gengið, fjöldinn þurfti að taka höndum saman, búa til nýjar reglur fyrir sig en ekki fyrir hina fáu. „Launafólk um víða ver- öld er að berjast fyrir rétti sínum, skipuleggja stéttarfélög frammi fyr- ir ofbeldisfullri kúgun, berjast fyrir mannsæmandi vinnu og fara jafn- vel í verkfall þar sem enginn rétt- ur er til slíks. Í verksmiðum Aust- ur-Asíu og á plantekrum Mið-Am- eríku, í bæjum og borgum Afríku og um allan heim stendur vinn- andi fólk upp gegn hótunum fyrir- tækja og fer fram á að réttur þess til að stofna stéttarfélög, réttur til almennra kjarasamninga og félags- legrar verndar sé virtur og að þau fái trausta og örugga vinnu. Kon- ur segja „þið skuluð reikna með okkur“ þegar kemur að jafnrétti á vinnustöðum, fjárfestingu í sam- félagsverkefnum, endalokum launamuns kynjanna og réttmætri þátttöku kvenna í framvarðasveit stéttarfélaga.“ Ríghalda í stjórnar- tauma valdsins Loks segir í yfirlýsingu ITUC að þessi dagur hafi verið tækifæri í 130 ár til að fagna samstöðu og votta virðingu þeim sem fórnuðu svo miklu til að styðja málstað félags- legs réttlætis. „Fyrsti maí 2017 er enn og aftur dagur til að sýna styrk og staðfestu vinnandi stétta, í bar- áttu þeirra gegn kúgun, til að sýna samstöðu heima og milli landa og vinna áfram að því verkefni að búa til betri heim. Það steðja að okkur ný og ögr- andi viðfangsefni, tæknin gerbreyt- ir starfsumhverfinu, hætta er á að loftslagsbreytingar af mannavöld- um valdi enn meiri eyðileggingu og popúlismi ásamt öfga hægri stefnum verða sífellt vinsælli. Við köllum eftir því að stjórnvöld bregðist við ógnun og áþján elít- unnar, sem rígheldur í stjórnar- tauma valdsins, og taki sér stöðu með vinnandi stéttum. Við erum áfram staðföst í samstöðu okkar með öllum þeim sem sæta undir- okun, búa við fátækt og misneyt- ingu og hættum aldrei að vinna að hagsæld, jafnrétti og virðingu fyrir alla.“ mm Vilja binda enda á græðgi fyrirtækjanna - heimurinn þarfnast hærri launa Fyrsti maí, baráttudagur verka- lýðsins, var að vanda haldinn há- tíðlegur um land allt á mánudag- inn. Hefðbundin dagskrá fór fram á öllum þéttbýlisstöðum á Vest- urlandi og alls á um 30 stöðum á landinu samkvæmt samantekt Al- þýðusambands Íslands. mm „Það er lýðheilsumál að laun dugi til framfærslu“ Á Akranesi stóð Verkalýðsfélag Akraness ásamt öðrum stéttarfélögum á svæðinu fyrir hefðbundinni dagskrá. Að kröfugöngu lokinni verður dagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness. Ræðumaður dagsins var Ólafur Arnarson, hagfræðingur og formaður Neytendasamtaka Íslands. Í ræðu sinni sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, að það væri þjóðarskömm að til séu launataxtar á íslenskum vinnumarkaði sem duga alls ekki fyrir þeim lágmarksframfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út. „Það er lýðheilsumál að laun dugi þannig að fólk geti framfleytt sér og sinni fjölskyldu og haldið mannlegri reisn,“ sagði Vilhjálmur. Ljósm. mm. Hér gluggar Eiríkur Þór Theódórsson, ræðumaður dagsins í Búðardal, í blað um áherslumál ASÍ varðandi húsnæðisöryggi. Stéttarfélag Vesturlands stóð fyrir hátíðarhöldum í Dölum. Í lokaorðum sínum sagði Eiríkur Þór: „Nauðsynlegt er að vinna að samstöðu milli stéttarfélaga og ASÍ. Hvernig á fólk að treysta okkur á meðan forystufólkið okkar treystir ekki hvert öðru,“ spurði Eiríkur Þór. „Við eigum að fagna og samgleðjast þeim stéttum sem semja vel fyrir sína félagsmenn,“ sagði hann. Ljósm. sm. Prýðileg mæting var á 1. maí í Stykkishólmi. Hér er spilað fyrir gesti. Ljósm. sá. Stórsveit Snæfellsness spilar í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Nallinn spilaður og sunginn á Akranesi. Ljósm. mm. Krafan um húsnæðisöryggi er ofarlega á baugi hjá ASÍ fólki. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.