Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017 19 Námið er sérsniðið að íslenskri ferðaþjónustu með sterkri tengingu við leiðandi fyrirtæki í greininni. Áhersla er lögð á stjórnun ferðaþjónustu í víðu samhengi, allt frá stærri hótelum og veitingastöðum til móttöku gesta í þjónustumiðstöðum og umsjón ferða um hálendið. Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is w w w .h ol ar .is BA í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta Ferðaþjónusta er skemmtilegt og síbreytilegt fag þar sem starfsfólk tekst á við flókin verkefni alla daga. Ný námsleið VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. Spennandi störf í Hvalfjarðarsveit Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar Aðstoðarskólastjórar Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar er starfræktur á tveimur starfsstöðvum í sveitarfélaginu, Heiðarskóli við Leirá og Skýjaborg í Melahverfi. Hvalfjarðarsveit óskar eftir að ráða aðstoðarskólastjóra í Skýjaborg og aðstoðarskólastjóra í Heiðarskóla. Umsóknarfrestur um störfin er til og með 12. maí nk. Nánari upplýsingar um helstu verkefni, ábyrgð, hæfnis-kröfur, umsóknarfyrirkomulag o.fl. er að finna á www.hvalfjardarsveit.is. Eftirtalin störf eru einnig laus til umsóknar; Deildarstjóri og leikskólakennari á leikskólasvið.• Tónmennta- og leiklistarkennari á grunnskólasvið.• Iðjuþjálfi / þroskaþjálfi á leik- og grunnskólasvið.• Nánari upplýsingar um helstu verkefni, ábyrgð, hæfniskröfur, umsóknarfyrirkomulag o.fl. er að finna á www.hvalfjardarsveit.is. SK ES SU H O R N 2 01 7 Rótaryklúbbur Borgarness hefur um árabil beitt sér fyrir því að nemend- ur í tíunda bekk grunnskólanna í hér- aðinu heimsæki fyrirtæki og vinnu- staði til að kynnast því sem þar fer fram. Þekkt eru dæmi þess að nem- endur sem þannig hafi fengið tæki- færi til að kynnast ólíkum vinnustöð- um hafi beinlínis heillast af því sem þar fer fram og valið sér í framhaldinu nám sem hentar viðkomandi starfs- grein. Segja má að slíkar starfskynn- ingar takast því fullkomlega. Í síðustu viku var starfskynningar- vika hjá nemendum þessa elsta bekkjar grunnskólanna. Í upphafi þegar Rót- aryklúbburinn byrjaði þessa vinnu var farið í heimsóknir í þau fyrirtæki sem félagsmenn störfuðu í. Fyrir margt löngu var starfið útfært og fá nem- endur nú að velja sér að heimsækja ólík fyrirtæki víðsvegar um héraðið. Nemendur sem Skessuhorn ræddi við létu vel af þessu framtaki Rótary- klúbbsins og fannst gaman að brjóta upp skólastarfið og kynnast ólíkum störfum á ýmsum vinnustöðum. mm Tíundu bekkingar í starfskynningum á vegum rótarýklúbbsins Þeir Sigurður Aron Þorsteinsson og Axel Örn Bergsson heimsóttu m.a. Vélabæ í Borgarfirði í síðustu viku. Hér eru þeir ásamt Þóri Páli Guðjónssyni Rótarymanni og Birni Björnssyni verkstæðisformanni í Vélabæ. Í heimsókn hjá Lögreglunni á Vesturlandi var upplagt að máta ólíkan höfuð- búnað sem þar er að finna. Ljósm. LVL. Nemendur fengu að kynnast ólíkum þáttum lögreglustarfsins. Hér er verið að greina fótspor. Ljósm. LVL. Þjóðhátíðardagur Færeyja er hald- inn hátíðlegur 25. apríl ár hvert. Færeyski fáninn var hannaður 1919, en dönsk yfirvöld meinuðu landsmönnum að nota hann. Það var því ekki fyrr en 25. apríl 1940 að leyfi fékkst til að nota fánann og þá að tilskipun breskra hern- aðaryfirvalda sem skylduðu fær- eysk skip að sigla undir færeyska fánanum eða merki hans. Færeyski Flaggdagurinn er haldinn hátíð- legur um víða veröld þar sem Fær- eyingar koma saman. Í Reykjavík bauð Peter Petersen sendiherra Fær- eyja, Færey- ingum á Íslandi til hátíðarsam- komu á Cafe Flóru í Laug- ardal. Hélt Ak- sel V. Johann- esen lögmaður Færeyja Flagg- d a g s r æ ð u n a . Meðal annarra gesta voru Vig- dísi Finnbogadóttir fyrrum forseti, Guðni Th. Jóhannesson forseti Ís- lands, eiginkona hans Eliza Reid og fleiri. þg Færeyingum á Íslandi boðið til veislu á Flaggdeginum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.